Vangaveltur.....

Ég var að lesa kommentin ykkar og þakka öll yndælu orðin í minn garð.  Takk Heart

En frændi var að tala um að hann vildi geta bloggað jákvætt eins og ég geri......Málið er að ég bara nenni ekki að velta mér uppúr þessu kreppu máli það er nógu samt.  Flest blogg eru full af þessu og fréttir í sjónvarpi ....ja það er ekkert annað þar, nú svo blöðin ......þar er orðaforðinn bundinn við kreppu...  Ég taldi mig vera nokkuð bærilega þrátt fyrir allt en það er nú víst kannski aðeins lakari staða en maður vildi en hvað getur maður gert ???? Lítið.  Nema að reyna sitt besta og taka það ekki of mikið inná sig eða það er mín skoðun.  Gera sér að góðu það sem maður hefur og þakka fyrir að maður sé ekki búinn að tapa fleirri fleirri millum því maður var ríkur.  Það er nefnilega stundum gott að vera bara fátækur því þá er skellurinn minni.  En fjallið kannski aðeins brattara. 

Jæja ætla nú ekki að velta þessu meira hér fyrir mér.  En mín skilaboð eru bara þessi "horfðu á björtu hliðarnar"  það gerði Stormsker allavega og komst helvíti langt á því.  "heimurinn hann gæti verið verri" 

En í dag var farið í 3falt afmæli með krakkana og var voða fjör.  Litla konan var sko alveg að fíla sig á meðal krakknna og var ekki svo ýkja feimin eins og bróðir hennar var á sama aldri en það tók á því hann var gersamlega öfugur þegar maður fór með hann eitthvað.  Nú svo var verið að taka myndir af grísunum þremur þar sem ég er að láta prennta á boli og músamottur.  Og OMG hvað það er erfitt að ná mynd af 3 börnum svo vel sé.  En það tókst.  Væri sennilega farinn inn á deild ef ég hefði nú klætt liðið upp líka þannig ég tók bara einföldu leiðina og engin spariföt takk.  En skelli hér inn einni af Tríóinu mínu.

systkinin

Eigið ljúfan sunnudag kæru bloggfélagar.

33713683272p8818

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sólveig Kristín Gunnarsdóttir

Thau eru ofsalega falleg børnin thín. Gaman ad sjá myndir af theim.

Gott ad thú heldur thínu striki og ert áfram jákvæd. Thad er alveg naudsynlegt, ad halda í thad góda. En skil vel ad fullt af fólki, t.a.m. ég sjálf, sé mjøg upptekin af ástandinu. Ég held ad thetta sé óskiljanleikinn og fáránleikinn, sem upptekur svo marga. og audvitad margt annad.

Hafdu thad sem allra best og góda skemmtun med ammælid. Fékk eina góda hugmynd vid ad lesa bloggid thitt, segi samt ekki hvada. Takk fyrir thad. kær kvedja úr sundinu.

Sólveig Kristín Gunnarsdóttir, 22.11.2008 kl. 22:17

2 Smámynd: JEG

Nú er ég forvitin Sólveig .......

En já það er jú einmitt þessi óskiljanleiki og hversu fáránlegt þetta allt er að ég bara get ekki sett mig inní þetta allt.  Og ekki þýðir að leggjast í þunglyndi yfir þessu því maður er jú með bú og born og verður bara að láta dæmið ganga. 

Bíð spennt eftir að hugmyndin komi í ljós

Knús í sundið. 

JEG, 22.11.2008 kl. 22:23

3 Smámynd: Tiger

  Ussuss .. það er nú bara eins og að ég hafi búið til þessi börn - þau eru svo mikið knús og kreist tilfelli! Þau eru yndisleg, svo sæt og litla skottan er bara yndisleg.

Jákvæðni er það eina sem virkar um þessar mundir. Sammála að það er alveg yfir nóg af hinu og því bara um að gera að halda sínu striki fast og vera bara með húmor og fleira á silfurfati. Ég reyni líka að vera með sem minnst af kreppubulli - en samt sko - allt í lagi að missa sig öbbólítið af og til sko!

Knús og kreist á ykkur öll þarna í Hrútó! Góða helgarrestina!

Tiger, 23.11.2008 kl. 00:11

4 Smámynd: María Guðmundsdóttir

já fólk má ekki alveg missa sig i thessu krepputali, thad er svo gott ad geta verid jákvædur og horft thó á jákvædu hlidarnar.

Ædisleg børnin thin, vonandi gengur afmælid vel.

hafid gódan sunnudag i sveitinni  Kisses 





María Guðmundsdóttir, 23.11.2008 kl. 08:46

5 Smámynd: Guðrún Anna Frímannsdóttir

knús á þig mín kæra

Guðrún Anna Frímannsdóttir, 23.11.2008 kl. 09:25

6 Smámynd: Jóna Salvör Kristinsdóttir

knús og kossar úr hofsósi :)

Jóna Salvör Kristinsdóttir, 23.11.2008 kl. 18:15

7 Smámynd: Anna Guðný

Krúttmolar þessir krakkar þínir.

Endilega halda áfram með jákvæðnina. Við þurfum á því að halda.

Hafðu það gott ljúfan.

Anna Guðný , 23.11.2008 kl. 21:09

8 Smámynd: Hulda Bergrós Stefánsdóttir

Hulda Bergrós Stefánsdóttir, 23.11.2008 kl. 22:34

9 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

Takk takk fyrir mig elsku vinkona mín  Sleepingog góða nóttina mín kæra

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 24.11.2008 kl. 00:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband