Snjór og alvara.

Jæja það kom að því að maður fengi alvöru vetur.....en hvað skyldi hann stoppa lengi í þetta skiptið ?  Þriðjudagurinn byrjaði ósköp sakleysislega ......eða því sem næst. Hér var jú farið snemma á fætur því von var á "frænda" til að fósturvísatelja rollurnar.  Skömmu eftir að strákarnir fóru í skólann og byrjað var að telja fór veðrið að setja í brýrnar og uppúr hádegi var bara kominn þreifandi bylur takk.  Sá vart á milli húsanna hér á hlaðinu.  Nú um kl. 14:00 var farið að koma stress í skólann og var því hugað að koma börnunum fyrr heim sem var nú ekki mikið fyrr því það tók jú tíma að þvælast í engu skyggni og ófærð.  En svo bara eins og hendi væri veifað þá datt þetta niður ......já rétt eftir að skólabíllinn kom.  Maður var nú vanur svona veðraköstum sem krakki og ekki var svona mikið stress þá er eitthvað var.  En síðan eru jú liðin mörg ár hehehehe......   En strákarnir fagna þessum mikla snjó sem stoppar og virðist ekki vera á förum heldur virðist hann vaxa og dafna vel.  Snjóhúsið sem þeir grófu fylltist nú reyndar af snjó í bylnum en mig grunar nú að það standi til að gera það upp.  Enda er hrúgan sem grafið var í orðin enn stærri ......já ætli þetta flokkist bara ekki sem blokk hér eftir svo stór er hrúgan orðin.  En nú er svooooo flott veður ......bara kalt.  En sólin er sko ekki að spara sig og dauðlangar mann af setjast á sleðann og bruna bara.

talningAllar í röð.

DSC04422 Og svo fá sumar lit sko.....t.d. þær sem eru bara með 1 eða þær sem eru með 3.  Og svo þær sem ekki eru með neitt Devil

DSC04428Svo kíktum við á gobbana.

DSC04419Guðveig var nú ekki að nenna að hanga inní fjárhúsi sko.  Vildi ekki myndatöku.  Vildi bara fara út að labba í snjónum takk.

DSC04438Nú snjórinn vex og hrúgurnar með.  Gaman að leika á þeim og vera á stærð við CASE.

DSC04437Og þarna er hrúgan sem hýsir snjóhúsið.  Orðin c.a. helmingi stærri en þegar þeir byrjuðu.

DSC04445Dágóður slatti kominn í garðinn.

DSC04448Og þessi heldur að það sé Nóvember.

DSC04450

Ciao.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Tína

Við höfum sem betur fer ekki fengið nein svona ofsaveður hérna nema jú einu sinni. En svona var þetta hjá okkur í fyrra og var ég búin að fá mig full sadda af snjó fyrir lífstíð. Ég man einnig að við þurftum að labba í skólann hvernig sem viðraði og var okkur sko ekki vorkennt. Þeir dagar sem skólarnir voru lokaðir vegna veðurs, fórum við systur samt, vegna þess að ekkert útvarp var heima og heyrðum við þar af leiðandi ekki tilkynningarnar um lokun skólanna .

Farðu vel með þig skotta.

Tína, 5.3.2009 kl. 15:38

2 Smámynd: María Guðmundsdóttir

hundrad ár sidan madur hefur séd svona mikinn snjó!!! thótt ég hafi búid á islandi thau øll!! thá kom bara aldrei svona mikill snjór sudur med sjó..fyrir utan einn vetur. ógó gaman fyrir krakkana, oh væri til i ad prufa smá rennu núna madur!

knús og kram i sveitina, flottar myndir hja´thér

María Guðmundsdóttir, 5.3.2009 kl. 19:57

3 Smámynd: JEG

Takk skvísur   þið eruð æði.

JEG, 5.3.2009 kl. 23:22

4 Smámynd: Guðrún Una Jónsdóttir

Hér á Akureyris hefur verið snjór í allan vetur. Síðustu daga hefur verið veðrasamt og ofankoma. Eins og gömlu mennirnir sögðu. Öskudagur á sér 18 bræður !

Þvílík tækni orðin í búskapnum. Sónarskoða allar ærnar. Hvað voru margar með þrjú ?? Þessar með eitt verða þá settar á léttari fóðrun eða hvað ? Og þessar geldu fá hrútinn í heimsókn ????

Góða skemmtun áfram í snjónum :=) 

Guðrún Una Jónsdóttir, 8.3.2009 kl. 02:42

5 Smámynd: JEG

Ohjhhh  það er svo gaman að hafa snjóinn  knús mín kæra

Já hér má alveg vera vetur enda vetur.  Þoli ekki umhleypinga eins og hafa verið.  Þetta er 3ja skiptið sem maður fær snjó síðan fyrir jól.  En hann rignir alltaf burt.  Svo nú vil ég bara hafa hann fram í apríl. 

Já seigðu tæknin er skemmtileg.  Sem betur fer voru nú ekki marga með 3 því það er nú ekki neitt til að monta sig af og vera svo í vandræðum með 3ja lambið því það er jú ekki nema fáar ær sem geta alið 3.  Minnir að það hafi verið 17 með 3.  Svipaður fjöldi og venjulega með 1 og verða þær jú settar á léttara fæði.  Gemlingarnir komu xtra vel út váir geldir eða um 7 og svo voru um 25 með 2 ....sem er nú kannski ekki sniðugt því þeir hafa nú alveg nóg með 1.  Geldar voru kannski nokkrum fleirri en venja er en það er til komið af því að þær létu fóstrum í fyrra og hefur sennilega verið vírus eða að þær losna ekki við fóstrið sem orsakar að þær halda ekki fangi.  Þannig að nú verður maður bara enn harðari ef ekki er allt samkvæmt reglunni.  Engin misskun.

knús og kveðja til AK. 

JEG, 8.3.2009 kl. 10:51

6 Smámynd: Tiger

  Búhúúhú... ég vil fá svona mikinn snjó!

Æðislegar myndir hjá þér - og svo skemmtilegar líka. Mig langar bara í fjárhús og sveit þegar ég sé svona myndir!

Knús og kram á þig skottið mitt - og endilega sendu smá snjóskafla hingað suður!

Tiger, 8.3.2009 kl. 22:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband