Smá páskagrín.

Og þá fór allt í bál og brand !

 

Við konan mín lágum uppi í rúmi og horfðum á Villtu vinna milljón.

Ég snéri mér að henni og sagði, “Villtu gera do do ?“

Hún svaraði, “Nei”

Ég spurði, “Er þetta þitt lokasvar?”

Hún leit ekki einu sinni á mig er hún svaraði “Já”

Ég sagði, “Þá langar mig að hringja í vinkonu”

Og þá fór allt í bál og brand….

………………………………………………………………….

Ég spurði konuna mína, “Hvert langar þig að fara á brúðkaupsafmælinu okkar?”

Mér hlýnaði um hjartarætur að sjá hvernig hún lifnaði öll við og horfði á mig

með aðdáun er hún svaraði,

“Eitthvert sem ég hefi ekki farið lengi “

Með það í huga kom ég með uppástungu,

”Hvað með eldhúsið?”

Og þá fór allt í bál og brand….

………………………………………………………………….

Síðasta laugardag vaknaði ég snemma. Ég klæddi mig hljóðlega, útbjó nesti, kallaði í hundinn og læddist út í bílskúr. Ég húkkaði bátinn aftan í bílinn, opnaði bílskúrshurðina og var kominn hálfur út þegar ég sá að úti var brjálað rok og rigning. Ég bakkaði aftur inn í skúrinn og kveikti á útvarpinu, aðeins til að uppgötva að svona átti veðrið að vera alla helgina. Ég fór því aftur inn, klæddi mig hljóðlega úr og læddi mé upp í rúm. Ég kúrði mig upp við konuna mína. Ákveðinn í að fá mér gott í kroppinn hvíslaði ég að henni, “Það er brjálað veður úti”. Elskuleg konan mín til 10 ára svaraði strax, ”Hugsaðu þér hvað maðurinn minn er heimskur að vera úti að veiða í þessu veðri.”

Og þá fór allt í bál og brand…..  

…………………………………………………………………

Ég bauð konunni minni með í helgarferð til Boston um daginn og þar fórum við á fínt veitingarhús. Einhverra hluta vegna tók þjónninn fyrst pöntunina mín. Ég sagði, og var heldur rogginn með enskuna mína,

 ”I’ll have the strip steak, medium rare, please.”

 He said, “Aren’t you worried about the mad cow (kúariðu)?”

Ég svaraði “ Nah, she can order for herself.”

Og þá fór allt í bál og brand….

…………………………………………………………………

Við konan mín forum á árgangsmót í gamla skólanum míum. Þar sem við sátum tók konan mín eftir að ég horfði á konu á næsta borði. Kona þessi var vel drukkin og þambaði ótæpilega og röflaði við sjálfa sig milli glasa.

“Þekkir þú þessa konu?” spurði konan mín.

“Já” sagði ég, “þetta er gömul kærasta og ég heyrði að hún hefði farið að drekka svona eftir að ég sagði henni upp þarna um árið”.

Konan mín leit á hana í forundran og sagði, ”hver hefði trúað því að hægt væri að hafa svona ómerkilegan atburði að fagnaðarefni í öll þessi ár”.

Og þá fór allt í bál og brand….

………………………………………………………………..

Um daginn varð ég 67 ára og hætti þá að vinna. Ég fór til að ganga frá öllu í sambandi við ellilífeyrinn minn. Konan á skrifstofunni bað um að sjá ökuskírteinið mitt til að staðfesta aldurinn og þá uppgötvaði ég að veskið mitt hafði orðið eftir heima. Konan sagði að þetta væri í lagi, bað mig að hneppa frá þremur efstu tölunum á skyrtunni minn. Ég gerði það og er hún sá silfurgráa englahárið á bringunni á mér sagði hún að þetta væri nóg staðfesting fyrir hana.

Þegar heim kom sagði ég konunni minni frá þessu. Hún varð hálf örg. “Bölvaður endemis asni ertu maður, þú hefðir átt að láta buxurnar falla líka. Ég er viss um að þá hefðir þú fengið örorkubætur út á þennan ræfil þarna niðri”.

Og þá fór allt í bál og brand….

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: María Guðmundsdóttir

ok,litli hlægjukallinn dugdi ekki til ad útskýra hláturinn i mér lige nu..svo ég STAL thinum bara  en svei mér thá..er ad hugsa um ad fá thessa jókera bara "lánada" hjá thér..thetta fagnadarerindi ætti ad berast sem vidast  knús og kram i sveit

María Guðmundsdóttir, 13.4.2009 kl. 17:16

2 Smámynd: Guðrún Una Jónsdóttir

Góðir þessir. Gleðilega páskarest til þín og þinna líka.

Guðrún Una Jónsdóttir, 13.4.2009 kl. 22:41

3 Smámynd: Sigrún Óskars

góðir

Sigrún Óskars, 14.4.2009 kl. 06:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband