Mútta 6Tug

Jæja mikið var að maður drattast til að blogga smá :)

Mikið hefur sosum verið um að vera eins og venja er.  Veðrið hefur reyndar verið það sem mest hefur verið að pirra mann þetta sumarið.  Endalaus kuldi og vindur.  Hvar er sumarið eiginlega ???

Nú um helgina var haldið teiti en mútta varð 60 ára þann 23. Júlí og var nokkrum ættingjum og vinum boðið að koma í sveitina og borða góðan mat.  Þar sem veðrið er svo sjálfstætt var ekki nokkur leið að panta gott veður og vera viss um að það gengi eftir að við héldum matarveisluna í hlöðunni.  Heppnaðist það ljómandi vel en hefði mátt vera hlýrra.  Veðrið var sosum ágætt ja nema það hellirigndi um það leiti sem allir voru að flytja sig upp í hlöðu til að borða.

Kjélla fékk svo mikið af góðum gjöfum að hún er enn að baða sig í pakkaflóðinu.  Hún var alsæl með daginn.   Svo var reyndar smá auka afmæli fyrr um daginn (laugardaginn 25. Júlí ) en systurdóttir mín varð 4ra ára og fékk hún auðvitað köku með kertum og pakka í tilefni dagsins. 

IMG_7441Una Bella 4ra ára :)

IMG_7460Veisluborðið.IMG_7467

Matseðillinn hljómaði svo :

Pækilkryddað læri með kartöflusalati, piparostarjómasveppasósu og fersku salati.

Svo auðvitað pylsur fyrir börnin.

Eftirréttur: Skyrterta með berjum og kaffi.

Bara gott :)

IMG_7447Mútta og sytir hennar.

IMG_7464Beðið eftir matnum :)

IMG_7474Kátt að hjalla :)

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigrún Óskars

til hamingju með mömmu þína

flottur matseðill - sósan mjög girnileg

Sigrún Óskars, 28.7.2009 kl. 21:17

2 Smámynd: María Guðmundsdóttir

til hamingju med mømmu thina og frænku já ekkert smá girnilegur maturinn! Hafid thad áfram gott i sveitinni, kvedja hédan

María Guðmundsdóttir, 29.7.2009 kl. 07:09

3 Smámynd: Anna Guðný

Til hamingju með stelpurnar tvær.

Ég hef verið mjög róelga í blogginu en meiningin að fara af stað aftur.

Hafðu það gott ljúfan

Anna Guðný , 29.7.2009 kl. 21:08

4 identicon

Til hamingju með hina kornungu móður þína.......foreldrar mínir eru mun eldri enda er ég "litla" barnið...Mjög svo girnilegur matseðill og frábært að borða góðan mat í hlöðunni með góðu fólki....var svo ekki bara hægt að leggja sig í heyinu eftir matinn og hafa það huggulegt?

Sigrún Hilmarsdóttir (IP-tala skráð) 3.8.2009 kl. 07:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband