Bloggfærslur mánaðarins, september 2008

Alvöru mótorhjól

DSC03482

Um daginn kom frændi við á leið sinni suður en hann var að koma með Norrænu til landsins.  Og þegar drengirnir kíktu út um gluggann sáu þeir "alvöru mótorhjól" en það var sko hváð stórt yfir þessari sjón, enda ekki á hverjum degi sem risa mótorhjól mætir heim á hlað.  Og það á kerru.


Tönnslubros.

gudveig


Skagafjörður með nýtt á nálinni.

Nappaði þessu af bloggi hjá vinkonu minni .....bara stóðst ekki mátið.

Velkomin í Skagafjörð

á ísbjarnaslóðir

Hvernig væri að skella sér í Skagafjörð í sumar.

Þar eru ævintýri og afþreying á hverju strái.

Viltu sjá ísbjörn, elta ísbjörn eða borða ísbjörn.

Endalausir möguleikar sem bjóða upp á gríðarlegt adrenalínkikk.

Skagafjörður er staðurinn þar sem hlutirnir gerast aftur og aftur.



Ratleikur við Hraun á Skaga alla fimmtudaga, 18 ára aldurstakmark.

Spennandi berjaferðir á Þverárfjalli fyrir alla fjölskylduna á þriðjudögum.

Ný skotsvæði Skotfélagsins Ósmanns á Þverárfjalli og á Skaga opnuð.

Ævintýralegar flugferðirí leyfisleysi þar sem bjarndýra er leitað í lágflugi.

Tveggja daga skotnámskeið hjá skyttum norðursins.

Uppstoppuð bjarndýr eru til sýnis í sundlaugum, skólum, leikskólum og á öllum veitingastöðum í Skagafirði.

Sögustundir hjá Náttúrustofu Norðurlands Vestra alla morgna frá

kl. 10-12 um ísbirni og hegðun þeirra.

Umhverfisráðherra mætir á einkaflugvél staðinn um leið og ísbjörn birtist.

Icelandair býður upp á ódýrt flug frá Kaupmannahöfn í tengslum við bjarndýrafundi.

Varðskip til sýnis í Sauðárkrókshöfn alla daga frá 09-17

Stórkostlegur dýragarður opnaður á Skaganum í samvinnu við Dönsk yfirvöld, fjöldi villtra dýra er á svæðinu.

Leiðsögn um dýragarðinn fæst hjá lögreglunni á Sauðárkróki.

Ís á tilboði í öllum helstu verslunum á svæðinu.

Skíðasvæði Tindastóls er í hjarta bjarndýrasæðisins og því spennandi kostur fyrir skíðafólk.

Frábærar hópeflisferðir fyrir fyrirtæki á Höfuðborgarsvæðinu.

Girnilegar bjarndýrasteikur á veitingahúsunum.

Danskur Bjarnarbjór á tilboðsverði.

Daglegir fyrirlestrar frá frægu fólki í 101 um hvernig eigi að fanga ísbirni.

Þyrla landhelgisgæslunnar sveimar yfir og upplýsir fjölmiðla og ferðamenn um ástand stofnsins.

Læknar verða staðsettir víða um Skagafjörð og mæla blóðþrýsting ferðamanna.

Skotheld vesti og ýmiss veiðibúnaður er seldur í Skagfirðingabúð.

Rammgerð rimlabúr og músagildrur seldar í Kaupfélagsins.

Skagafjörður - iðandi af lífi og dauða.

Nýr og spennandi möguleiki í ferðaþjónustu.



Mér fannst þetta doltið skondið sko... hehehe...

kusa mu


Björtu hliðarnar

lookatthebrightside

Fyrsti skóladagurinn

 Æææjjj hvað maður var eitthvað ekki alveg með búinn að fatta þetta með að skólinn væri byrjaður og ekkert komið í stand.   Sendi þann stóra í skólann án sundfata og steingleymdi að setja inniskóna í töskuna en só what það er skóli aftur á morgun og ég kom sundfötunum á póstinn bara (út í skóla)  .......sniðug.

Annars var þetta nú bara í lagi svona fyrsta daginn.

Ja nema....... 

good-morning_33

 


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband