15.12.2008 | 22:37
Sjáðu mamma.....
Mamma Danna leit út um gluggann og sagði, Heyrðu mig nú Danni, þú veist fullkomlega að þetta er hundurinn hans herra Jósefs. Nokkrum mínútum seinna kallaði Danni litli aftur upp, Sjáðu mamma! Það er Jólasveininn! Mamma Danna leit út um gluggan og svaraði nú ergilega, Danni, þú VEIST að þetta er herra Jósef! Farðu nú inn í herbergið þitt og biddu til Guðs að fyrirgefa þér fyrir þessar lygar! Leiður, fór Danni upp í herbergið sitt.
Nokkrum mínútum seinna kom hann hlaupandi niður stigann og kallaði: Sjáðu mamma! Það snjóar! Mamma Danna varð verulega pirruð núna Daníel! Þú VEIST að það er ekki að snjóa! Það er miður júlí! Farðu nú og biddu Guð að fyrirgefa þér lygarnar! Þegar hún fylgdi syni sínum aftur upp, varð henni óvart litið út um gluggann - og það var satt! Það var í raun og veru snjókoma! Ég trúi þessu ekki! hrópaði hú upp yfir sig, Það er í raun snjókoma í júlí! Þá svaraði sonur hennar: Ég veit! Þegar ég var að biðja til Guðs vegna herra Jósefs og hundsins hans, varð Guði litið á þá og hélt að það væru komin Jól!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.12.2008 | 23:47
Ekki hætt að blogga bara busy woman.....:)
Rétt svona til að láta ykkur vita þá er ég ekki hætt að blogga sko ......sleppið nú ekki við það neitt.....
En eins og síðasta færsla bar með sér þá skrapp ég suður að versla og jú gékk það vel. Gat reddað svo til öllu en sumt var bara hreinlega ekki til svo það reddast síðar. Hefði viljað hafa meiri tíma en það var ekki í boði svo ég gaf mér ekki tíma í neitt auka stúss eins og kaffiheimsóknir sem alltaf er verið að krefja mann um. En svona er lífið .....eintóm kapphlaup við klukkuna. Ég er svo viss um það að hún gengur hraðar þarna fyrir sunnan en hér í sveitinni .....allavega þegar ég er í bænum. Maður er varla kominn inn í einhverja verslun þegar maður sér að maður ætlaði að vera kominn í þá næstu. Að loknu verslunarflækinginum á miðvikudaginn var farið heim til systu og gist. Nú svo var mætt niður á BSÍ kl 11:00 til að sækja pakka með "hrútasæði" sem var verið að panta sérstaklega af Suðurlandinu og ferðin meðalannars gerð út á. Brunað svo með smá stoppi hér og þar að pikka upp eitt og annað sem vantaði í viðbót á leiðinni heim. Rétt skreið heim á undan strákunum úr skólanum. Rústaði öllu út úr bílunum sem ég hafði notaben helling fyrir að raða inn svo færi sem best um allt. Þrumaði í fjárhúsin .....skipti auðvitað um föt .....maður fer jú ekki í betrigallanum í húsin..... og hjálpaði gamla að hlaða sæðingabyssuna. Og svo þurfti að ganga frá öllum herlegheitunum sem ég var búin að handfjatla hvað eftir annað ....í körfuna...í poka....í bílinn ....úr bílnum og halló líka í skápa og hillur takk því þetta bara gerist ekki sjálft. Nú svo í dag er allt búið að vera á fullu í að flokka rollurassa svo og hleypa til en það hafðist að koma 5 hrútum í í dag. Og heldur brjálæðið áfram á morgun. Ættum að ná að klára það sem þarf svona í fyrstu lotu. Þannig að nú ætla ég að fara og skoða tilboðin í draumalandi ....góða nótt allir.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
9.12.2008 | 23:48
Farin....!
Í bæinn að spreða peningum......eða þannig. Nei nei farin suður að versla inn fyrir jólin og svo þarf jú að kaupa jólagjafir handa liðinu. Ekki má láta það fara í jólaköttinn.
Skjáumst síðar.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
9.12.2008 | 14:34
Aðventulag....
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.12.2008 | 14:57
Góðar hugmyndir
Til að lífga uppá gráan hversdagsleikann og gera dagana meira spennandi og innihaldsríkari, mæli ég með að þú gerir eitt/fleiri/öll eftirtalin atriði reglulega....
1. Í hádeginu: leggðu bílnum og sittu í honum með sólgleraugu. Miðaðu með hárþurrku á bílana sem keyra framhjá. Athugaðu hvort þeir hægi á sér.
2. Kallaðu sjálfa þig upp í innanhúss kallkerfinu. EKKI reyna að breyta rödd þinni.
3. Stattu föst á því að netfangið þitt sé:
Xena-Warrior-Princess@OCDSB.edu.on.ca eða Elvis-the-King@OCDSB.edu.on.ca
4. Hvert skipti sem einhver biður þig að gera eitthvað fyrir sig, spyrðu "má bjóða þér franskar með þessu?"
5. Stilltu ruslafötunni upp á skrifborðið með miða á sem segir "Innbox"
6. Þróaðu með þér óeðlilega hræðslu við prjónadót
7. Fylltu kaffivélina með koffínfríu kaffi í þrjár vikur. Þegar allir eru búnir að losna við koffínfíknina, fyllirðu á með espresso.
8. Á allar kvittanir skrifar þú; Fyrir kynlífsþjónustu.
9. Ljúktu öllum setningum þínum með; Samkvæmt spádómum.
10. Ekki nota punkta.
11. Eins oft og mögulega hægt; hoppa í stað þess að ganga
12. Spurðu fólk hvers kyns það sé. Hlæðu brjálæðislega þegar það hefur svarað.
13. Taktu sérstaklega fram í bílalúgusjoppunni að pöntun þín sé "taka með".
14. Syngdu með í óperunni
15. Farðu á ljóðakvöld og spurðu afhverju ljóðin vanti allan ryþma.
16. Hengdu flugnanet í kringum skrifborð þitt. Spilaðu frumskógarhljóð af diski alla daga.
17. Tilkynntu vinum þínum fimm dögum fyrir partýið að þú komir ekki því þú sért ekki alveg upplögð.
18. Biddu vinnufélaga þína að ávarpa þig með Gladiator-nafni þínu, Rock Hard.
19. Þegar peningarnir koma út úr hraðbankanum hrópar þú "Ég vann! Ég vann!!! Þriðja skiptið í þessari viku!!!!"
Og að lokum, síðasta ráðið til að halda uppi mátulegri geðveiki í
hversdagsleikanum:
20. Sentu þetta bréf áfram til allra í netfangaskrá þinni, líka þeim sem hafa sent þér þetta og einkum þó þeim sem hafa sérstaklega frábeðið sér ÖLL svona bréf.
'·.¸¸.·´¯'·.¸¸·´¯'·.¸¸.·´¯'·.¸ ><((((º>
.¸¸·´¯'·.¸¸.·´¯'·.¸ ><((((º>
Syntu í friði...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
3.12.2008 | 17:20
Konubrandari.........
Konan fór með vinkonum sínum á barinn eftir vinnu.
Þær sátu og drukku kokteila þegar hávaxinn, myndarlegur og ótrúlega kynæsandi maður á besta aldri gekk inn á barinn.
Hann var svo sláandi myndarlegur að konurnar hreinlega gláptu á hann.
Maðurinn myndarlegi tók eftir augnaráði konunnar og gekk beint til hennar (eins og allir karlmenn hefðu gert).
Áður en hún gat beðist afsökunar á því að hafa starað á hann, hallaði hann sér að henni og hvíslaði: "Ég geri hvað sem er, og ég meina algjörlega hvað sem er, fyrir þig, alveg sama hversu kinkí það er, fyrir 2 þúsund kall... með einu skilyrði..."
Konan var algjörlega slegin út af laginu, næstum orðlaus (sem gerist nú ekki oft) en stundi að lokum upp spurningu um hvert skilyrðið væri.
Maðurinn svaraði: "Þú þarft að segja mér hvað þú vilt í hvorki fleiri né færri en þremur orðum."
Konan íhugaði tilboðið eitt augnablik, dró síðan tvo þúsundkalla upp úr veskinu sínu, þrýsti þeim í lófa mannsins, ásamt heimilisfanginu sínu, horfði svo djúpt í seiðandi augu hans og sagði hægt en ákveðið...
...."Þrífðu húsið mitt"
Konur eru engir kjánar ;)
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
2.12.2008 | 10:57
Tæknifrjóvgun......!
Þessa dagana eru bændur í óðaönn að sæða rollurassana sína.....og þar á meðal við. Sem þýðir það að farið er með einn hrút í bandi og hann leiddur um krærnar og "þefa" uppi rollurassa sem eru að blæsma......já s.s. til í tuskið ......nema hann færi ekki að tuska þær neibb......bara þefa. Skepnuskapur .......ja kannski. Svo þegar búið er að finna nógu marga rassa sem eru í stuði er byrjað að "sæða". Þá er það "töskuhrúturinn" eða kannski væri "brúsahrúturinn" meira viðeigandi þar sem sæðið er geymt í köldu vatni í hitabrúsa. En þetta "tösku" tal er nú frekar notað þegar verið er að sæða kýr. En þá er talað um "töskutudda" svona til að hafa þetta stuðlað. En það er frekar flókið að stuðla hrúta.....heheheh..... En allavega þá bý ég svo vel að þurfa ekki að kaupa þessa þjónustu því faðir minn er með réttindi til að sæða rollurassa. Og á til þess gerðar græjur......sem er einkar hentugt. Nú svo er bara að vona að hrútagreyin verði ekki þunglyndir á því að fá bara að horfa og þefa. En það styttist jú í að þeir fá að ota sínum tota því hleypt verður til uppúr 10. des. og hefst þá fjörið......og stendur fram í janúar.....!
Annars er allt í góðu bara. Snjór og skítakuldi. Alveg eins og uppskriftin segir. Bakað 2 sortir á sunnudaginn rétt svona til að geta sagt að ég væri búin að baka "smá"kökur og fyrir valinu urðu piparkökurnar (sem verða ekki skreyttar bara étnar) og marmaraspesíur.
En nú er víst rétt að fara að setja sig í stellingar og vera viðbúinn því að ráðunauturinn hringi og tilkynni að sæðið sé komið því það þarf að sækja það í Staðarskála.
Caio.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)