Sjáðu mamma.....

 Sjáðu mamma!” kallaði Danni litli, “Það er hreindýr í bakgarðinum!”

Mamma Danna leit út um gluggann og sagði, “Heyrðu mig nú Danni, þú veist fullkomlega að þetta er hundurinn hans herra Jósefs.” Nokkrum mínútum seinna kallaði Danni litli aftur upp, “Sjáðu mamma! Það er Jólasveininn!” Mamma Danna leit út um gluggan og svaraði nú ergilega, “Danni, þú VEIST að þetta er herra Jósef! Farðu nú inn í herbergið þitt og biddu til Guðs að fyrirgefa þér fyrir þessar lygar!” Leiður, fór Danni upp í herbergið sitt.

Nokkrum mínútum seinna kom hann hlaupandi niður stigann og kallaði: “Sjáðu mamma! Það snjóar!” Mamma Danna varð verulega pirruð núna “Daníel! Þú VEIST að það er ekki að snjóa! Það er miður júlí! Farðu nú og biddu Guð að fyrirgefa þér lygarnar!” Þegar hún fylgdi syni sínum aftur upp, varð henni óvart litið út um gluggann - og það var satt! Það var í raun og veru snjókoma! “Ég trúi þessu ekki!” hrópaði hú upp yfir sig, “Það er í raun snjókoma í júlí!” Þá svaraði sonur hennar: “Ég veit! Þegar ég var að biðja til Guðs vegna herra Jósefs og hundsins hans, varð Guði litið á þá og hélt að það væru komin Jól!”


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband