Færsluflokkur: Bloggar
28.7.2009 | 14:33
Mútta 6Tug
Jæja mikið var að maður drattast til að blogga smá :)
Mikið hefur sosum verið um að vera eins og venja er. Veðrið hefur reyndar verið það sem mest hefur verið að pirra mann þetta sumarið. Endalaus kuldi og vindur. Hvar er sumarið eiginlega ???
Nú um helgina var haldið teiti en mútta varð 60 ára þann 23. Júlí og var nokkrum ættingjum og vinum boðið að koma í sveitina og borða góðan mat. Þar sem veðrið er svo sjálfstætt var ekki nokkur leið að panta gott veður og vera viss um að það gengi eftir að við héldum matarveisluna í hlöðunni. Heppnaðist það ljómandi vel en hefði mátt vera hlýrra. Veðrið var sosum ágætt ja nema það hellirigndi um það leiti sem allir voru að flytja sig upp í hlöðu til að borða.
Kjélla fékk svo mikið af góðum gjöfum að hún er enn að baða sig í pakkaflóðinu. Hún var alsæl með daginn. Svo var reyndar smá auka afmæli fyrr um daginn (laugardaginn 25. Júlí ) en systurdóttir mín varð 4ra ára og fékk hún auðvitað köku með kertum og pakka í tilefni dagsins.
Matseðillinn hljómaði svo :
Pækilkryddað læri með kartöflusalati, piparostarjómasveppasósu og fersku salati.
Svo auðvitað pylsur fyrir börnin.
Eftirréttur: Skyrterta með berjum og kaffi.
Bara gott :)
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
12.7.2009 | 13:10
Sorglegt.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
1.7.2009 | 11:27
Gulrótarkaka :)
Jæja var víst búin að lofa þessu fyrir löngu svo það er víst betra að fara að standa við það :)
Gulrótarkaka.
300 gr. Púðursykur
4 stk. egg
250 gr. hveiti
2 tsk. lyftiduft
1 tsk. matarsóti
1/2 tsk. salt
2 tsk. kanill
1/2 tsk múskat
2 tsk. vanillusykur
100 gr. valhnetur (saxaðar)
300 gr (ca) rifnar gulrætur
2 dl. matarolía
Sumir setja 1/2 dós af kurluðum ananas líka en mér finnst það ekki gott svo ég sleppi því eins dregur það úr geymsluþolinu.
Þeyta egg og púðursykur vel. Svo er öllu nema gulrótum og hnetum bætt útí og hrært saman. Að lokum bætið hnetum og gulrótum og hrærið með sleif. Bakað í 1 klst. á 160°C (passar í stórt springform eða ferkantað og 2föld er passleg í heila ofnskúffu)
Ostakrem.
375 gr. rjómaostur hreinn
750 gr. flórsykur
1 tsk. vanilludropar
1 msk. sítrónusafi (ef vill)
Gott er að henda kökunni í frost til að fá kremið til að stífna svo þarf að geyma hana í kæli.
Verði ykkur að góðu :)
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
29.6.2009 | 18:50
Utanskólareglurnar.
Rakst á þessar snilldarreglur :) Lesið þær meðan ég reyni að berja úr mér bloggletina :)
Bill Gates hélt fyrirlestur fyrir unglinga í gagnfræðaskóla í Bandaríkjunum. Hann talaði um reglurnar 11 sem þau munu ekki læra um í skólanum.
Hann talaði um agaleysi og nýjar áherslur í kennslu sem munu skila nýrri kynslóð út í þjóðfélagið, dæmdri til að mistakast.
Regla 1: Lífið er ekki réttlátt, reyndu að venjast því.
Regla 2: Veröldinni er sama um þitt sjálfsálit. Allir ætlast til að þú áorkir einhverju áður en þú ferð að vera ánægð/ur með sjálfa/n þig.
Regla 3: Þú munt ekki þéna 4 milljónir á ári strax þegar þú útskrifast úr skóla og þú verður ekki framkvæmdastjóri fyrr en þú hefur unnið fyrir því.
Regla 4: Ef þér finnst kennarinn þinn strangur og erfiður, bíddu þangað til að þú færð yfirmann.
Regla 5: Að snúa hamborgurum á skyndibitastað er ekki fyrir neðan þína virðingu. Amma þín og afi áttu til annað orð yfir það að snúa hamborgurum. Þau kölluðu það TÆKIFÆRI.
Regla 6: Ef þú klúðrar, þá er það ekki foreldrum þínum að kenna svo hættu að væla og lærðu af mistökunum.
Regla 7: Áður en þú fæddist þá voru foreldrar þínir ekki svona leiðinleg eins og þau eru núna. Þau urðu svona eftir að hafa borgað fyrir uppeldi þitt, þvegið fötin þín, þrifið til draslið eftir þig og hlustað á hvað þú ert COOL og þau eru hallærinsleg. Svo áður en þú og vinir þínir bjarga regnskógunum og leysið heimsmálin, reyndu þá að taka til og koma reglu á herbergið þitt.
Regla 8: Það getur vel verið að skólinn útskrifi bæði sigurvegara og tapara en lífið gerir það EKKI. Í sumum skólum er hægt að taka sama prófið aftur og aftur. Þannig er þetta ekki úti í atvinnulífinu.
Regla 9: Lífið skiptist ekki í annir og þú munt ekki hafa frí öll sumur. Mjög fáir samstarfsmenn munu hafa áhuga á að hjálpa þér að finna sjálfan þig. Gerðu það í þínum eigin tíma!
Regla 10: Sjónvarpið er ekki raunveruleikinn. Í raunveruleikanum þarf fólk í alvörunni að yfirgefa kaffihúsið og fara í vinnuna.
Regla 11: Vertu NICE við nördana í skólanum, það endar mjög líklega með því að þú þarft að vinna hjá einhverjum þeirra.
fyio... eg var ekki nord i skola....
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
13.6.2009 | 16:15
Hrekkur
Þessi saga er um hjón sem eru búin að vera hamingjusamlega gift í mörg ár.
Hávaðinn vakti eiginkonuna ansi oft og lyktin fékk hana til að tárvotast og hún var alltaf að kafna útaf súrefnisleysinu og fór því alltaf út úr húsi til að ná andanum.
Árin liðu og áfram hélt hann að reka við.
Stuttu seinna heyrði hún manninn vakna með sín venjulegu trompetthljóð sem kom út úr rassgatinu hans. Allt í einu heyrði hún öskur frá manninum og svo heyrði hún að kallinn hennar hljóp beint inn á klósett. Eiginkonan réð sig varla af hlátri og velti sér um gólfið og fór að hlægja að þessu öllu saman.
Um tuttugu mínútum síðar kom eiginmaðurinn hennar niður til hennar í ógeðslegu nærbuxunum sem var með slatta af ógeðinu sem var í raun kalkúnfyllingin sem eiginkonan tróð í nærbuxurnar hans og var með hræðslusvip þegar þegar hann kom að henni og leit í hennar andlit.
Hvað meinarðu elskan? Spurði þá eiginkonan.
Tja, þú sagðir mér alltaf að einn daginn á ég eftir að prumpa garnirnar út úr rassgatinu mínu, og í dag hefur það loksins gerst.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
7.6.2009 | 13:23
Skírn.
Þá er búið að skíra litlu prinsessuna. En við brunuðum á Ólafsfjörð í gær en litla skvísan býr þar.
Stoltir foreldrar með skvísuna.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
2.6.2009 | 22:05
Lítil hestastelpa :)
Suss bara hvað það er langt síðan maður hefur skellt inn bloggi :) en svona er lífið bara. Hef bara ekki nennt að blogga .......bara hangið á Fésinu þegar kíkt er í tölvuna. En í gær fæddist hér á bæ fyrsta folaldið okkar ....... eða sko ÉG á það. En fyrir voru komin 2 sem frændi í Borgarnesi á.
Bara sæt :) Verður sennilega á litin eins og mamma sín......eða grá.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
10.5.2009 | 21:17
Litla prinsessan :)
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
8.5.2009 | 13:09
8. Maí :)
Fyrir 27 árum síðan eignaðist ég litla systir :) Til hamingju með daginn syst :)
Nú 27 árum síðar.....eða nkl. í dag fæddist lítil prinsessa :)
Dóttir Jonna mannsins míns hún Erla Kristín og Jón kærastinn hennar eignuðust litla prinsessu rétt fyrir hádegi. Litla daman var 17 merkur og 54 cm ......sem er reyndar ekkert lítið :)
Já sem gerir manninn minn gamlan......eða réttara sagt að afa og mig að "ömmu"
Já mikið er maður ríkur :)
Bloggar | Breytt s.d. kl. 17:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
5.5.2009 | 11:09
Allt komið á fullt :)
Seinna hollið er langt komið að bera af sæðingunum og hinn venjulegi sauðburður er einnig hafinn ......rólega en þó samt kraftur í þeim heheh.... Samtals eru um 100 bornar sem þýðir að um 700 eru eftir ....aðeins. Nú fer maður að taka myndavélina út og skjóta á þessi flottu sem koma en það eru komin 3 flekkótt :) Bara gaman af því. En læt þetta næja í bili. Skelli hér inn einum góðum svona til að þið hafið eitthvað að lesa :)
Blindur maður gengur inn á veitingastað og sest niður.
Þjónninn, sem einnig er eigandi staðarins, gengur til blinda mannsins og réttir honum matseðilinn.
Afsakaðu mig, herra, en ég er blindur og get ekki lesið á matseðilinn. Réttu mér bara skítugan gaffal frá öðrum viðskiptavini, ég skal þefa af honum og svo skal ég panta.
Eigandinn fer undrandi að hrúgu af skítugum göflum og nær í fitugan gaffal. Hann snýr aftur til blinda mannsins og réttir honum gaffalinn. Blindi maðurinn þefar stíft af gafflinum og segir svo:
Ah, já, mig langaði einmitt í þetta, kjöthleif og stappaðar kartöflur.
Ótrúlegt, segir eigandinn við sjálfan sig á meðan hann röltir inn í eldhúsið. Kokkurinn reyndist vera eiginkona þjónsins og hann segir henni hvað hafði skeð. Blindi maðurinn lýkur við máltíðina og fer.
Nokkrum dögum síðar kemur blindi maðurinn aftur á veitingastaðinn og þjónninn færir honum óvart matseðilinn.
Herra, manstu ekki eftir mér? Ég er blindi maðurinn - Fyrirgefðu, ég þekkti þig ekki, ég skal sækja skítugan gaffal handa þér. Sagði þjónninn og náði í skítugan gaffal og rétti blinda manninum. Eftir að hafa þefað vel af gafflinum segir blindi maðurinn:
Þetta ilmar unaðslega, Ég ætla að fá makkaróní og ost með spergilkáli. Aftur gengur þjónninn inn í eldhús vantrúaður og hugsar með sér að sá blindi væri að fíflast í honum og segir konunni sinni að næst þegar blindi maðurinn kæmi inn, myndi hann gera örlítið próf. Sá blindi borðar og fer.
Sá blindi kemur aftur á veitingastaðinn ekki svo löngu seinna, en í þetta skiptið sér þjónninn hann koma og hleypur inn í eldhúsið.
Hann segir Maríu, konunni sinni að nudda gaffli við nærbuxurnar sínar áður en að hann færi með gaffalinn til blinda mannsins. María gerir svo og skilar þjóninum gafflinum. Þegar blindi maðurinn sest niður, er þjónninn kominn í viðbragðsstöðu.
Góða kvöldið, herra, í þetta sinn man ég eftir þér og ég hef hérna tilbúinn gaffal handa þér
Blindi maðurinn þefar mikið af honum og segir loksins:
Hey, ég vissi ekki að María ynni hér!?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)