Færsluflokkur: Bloggar

Upprifjun :)

Já hellingur hefur nú átt sér stað síðan síðast ég skrifaði eitthvað af viti........t.d. 2ja ára afmæli prinsessunnar þann 15. apríl.

DSC04642Haldið var smá veislukaffi :)

DSC04647Ekkert smá sátt með það sem Erla amma prjónaði handa henni :)

Nú svo komu páskarnir.  Gunnar fór til pabba síns og var þar allt páskafríið og var Jónas orðinn ansi leiður á að hafa ekki bróðir sinn til að leika og rífast við :)  Og voru miklir fagnaðarfundir hjá krökkunum þegar Gunnar var sóttur á rútuna. 

DSC04651Verið að kjamsa á innihaldi páskaeggsins :)

DSC04654Verið að fá sér karamellu ;)

Nú svo síðasta vetrardag fór ég á Reunion með samnemendum mínum úr Gaggó Mos.  Mikið var nú gaman að hitta allt fólkið aftur en það eru liðin 10 ár síðan síðast......sem er allt of langt.  Byrjað var á að fara rúnt um skólann en mikið breyting hefur átt sér stað síðan við vorum í 9. bekk.  Skólinn hefur verið stækkaður og komið er mötuneyti og fl.  Þó er sumt sem hefur ekki mikið breyst .....ef þá nokkuð :)  Hefði verið gaman að sjá fleirri en margir eru erlendis þó svo að sumir létu það ekki stoppa sig. 

DSC04669Flestir þeir sem mættu á skólaröltið.  Og var myndataka í stiganum svona til að rifja upp :)

Nú og á meðan ég var á þessu bæjarbrölti .....en ég tók Jónas með mér og var hann hjá frænku sinni í Kjósinni en við gistum þar ........byrjaði sauðburðurinn....:)  Já og núna viku síðar eru 40 ær bornar.  En það er fín útkoma á fyrsta holli í sæðingum vetrarins.  Nú er 1-3 daga pása og svo byrjar næsta holl.....og þar með venjulegur sauðburður. 

Nóg að sinni.


Meira grín....:)

Bisnessmaður sendi konu sinni fax :

“Til elskulegrar eiginkonu minnar:

Þar sem þú ert 54 ára og skilur væntanlega, eftir 30 ár í hjónabandi, þá eru ákveðnar þarfir sem þú getur ekki lengur uppfyllt. Ég er mjög hamingjusamur með þér og virði þig sem góða eiginkonu. Þess vegna vona ég að eftir að hafa lesið þetta fax, munir þú ekki gera mikið úr þeirri staðreynd að ég mun eyða kvöldinu með 18 ára gömlum ritara mínum á Hótel Borg. Góða mín farðu nú ekki í uppnám yfir þessu. Ég mun verða kominn heim fyrir miðnætti”.

Þegar maðurinn kom heim, fann hann eftirfarandi skilaboð á borðstofuborðinu:

“Minn kæri eiginmaður :

Ég hef mótttekið faxið frá þér og þakka hreinskilnina. Ég vil nota tækifærið og minna þig á að þú ert líka 54 ára. Í leiðinni langar mig að segja þér að þegar þú lest þetta verð ég á Hótel Holti með tenniskennaranum mínum honum Mikhael, sem eins og ritarinn þinn er líka 18 ára.

Sem gamalreyndur bisnessmaður og með þína frábæru þekkingu í stærðfræði, muntu sjá að við erum í samskonar málum … þó með einum smá mun :

18 gengur oftar (upp) í 54 heldur en 54 í 18 …. og því verð ég ekki komin heim fyrr en um hádegi á morgun!

Koss og knús frá eiginkonu þinni, sem virkilega skilur þig …”

sex-20


Smá páskagrín.

Og þá fór allt í bál og brand !

 

Við konan mín lágum uppi í rúmi og horfðum á Villtu vinna milljón.

Ég snéri mér að henni og sagði, “Villtu gera do do ?“

Hún svaraði, “Nei”

Ég spurði, “Er þetta þitt lokasvar?”

Hún leit ekki einu sinni á mig er hún svaraði “Já”

Ég sagði, “Þá langar mig að hringja í vinkonu”

Og þá fór allt í bál og brand….

………………………………………………………………….

Ég spurði konuna mína, “Hvert langar þig að fara á brúðkaupsafmælinu okkar?”

Mér hlýnaði um hjartarætur að sjá hvernig hún lifnaði öll við og horfði á mig

með aðdáun er hún svaraði,

“Eitthvert sem ég hefi ekki farið lengi “

Með það í huga kom ég með uppástungu,

”Hvað með eldhúsið?”

Og þá fór allt í bál og brand….

………………………………………………………………….

Síðasta laugardag vaknaði ég snemma. Ég klæddi mig hljóðlega, útbjó nesti, kallaði í hundinn og læddist út í bílskúr. Ég húkkaði bátinn aftan í bílinn, opnaði bílskúrshurðina og var kominn hálfur út þegar ég sá að úti var brjálað rok og rigning. Ég bakkaði aftur inn í skúrinn og kveikti á útvarpinu, aðeins til að uppgötva að svona átti veðrið að vera alla helgina. Ég fór því aftur inn, klæddi mig hljóðlega úr og læddi mé upp í rúm. Ég kúrði mig upp við konuna mína. Ákveðinn í að fá mér gott í kroppinn hvíslaði ég að henni, “Það er brjálað veður úti”. Elskuleg konan mín til 10 ára svaraði strax, ”Hugsaðu þér hvað maðurinn minn er heimskur að vera úti að veiða í þessu veðri.”

Og þá fór allt í bál og brand…..  

…………………………………………………………………

Ég bauð konunni minni með í helgarferð til Boston um daginn og þar fórum við á fínt veitingarhús. Einhverra hluta vegna tók þjónninn fyrst pöntunina mín. Ég sagði, og var heldur rogginn með enskuna mína,

 ”I’ll have the strip steak, medium rare, please.”

 He said, “Aren’t you worried about the mad cow (kúariðu)?”

Ég svaraði “ Nah, she can order for herself.”

Og þá fór allt í bál og brand….

…………………………………………………………………

Við konan mín forum á árgangsmót í gamla skólanum míum. Þar sem við sátum tók konan mín eftir að ég horfði á konu á næsta borði. Kona þessi var vel drukkin og þambaði ótæpilega og röflaði við sjálfa sig milli glasa.

“Þekkir þú þessa konu?” spurði konan mín.

“Já” sagði ég, “þetta er gömul kærasta og ég heyrði að hún hefði farið að drekka svona eftir að ég sagði henni upp þarna um árið”.

Konan mín leit á hana í forundran og sagði, ”hver hefði trúað því að hægt væri að hafa svona ómerkilegan atburði að fagnaðarefni í öll þessi ár”.

Og þá fór allt í bál og brand….

………………………………………………………………..

Um daginn varð ég 67 ára og hætti þá að vinna. Ég fór til að ganga frá öllu í sambandi við ellilífeyrinn minn. Konan á skrifstofunni bað um að sjá ökuskírteinið mitt til að staðfesta aldurinn og þá uppgötvaði ég að veskið mitt hafði orðið eftir heima. Konan sagði að þetta væri í lagi, bað mig að hneppa frá þremur efstu tölunum á skyrtunni minn. Ég gerði það og er hún sá silfurgráa englahárið á bringunni á mér sagði hún að þetta væri nóg staðfesting fyrir hana.

Þegar heim kom sagði ég konunni minni frá þessu. Hún varð hálf örg. “Bölvaður endemis asni ertu maður, þú hefðir átt að láta buxurnar falla líka. Ég er viss um að þá hefðir þú fengið örorkubætur út á þennan ræfil þarna niðri”.

Og þá fór allt í bál og brand….

 

 


Þá sjaldan maður......!

Bregður sér af bæ.

En það var nú einmitt gert núna um helgina.  Sem er merkilegt af því leyti að það er jú ekki oft ......eiginlega mjög sjaldgæft að við förum eitthvað .......saman sko.  Því það þarf að stunda vinnu utan búsins og sonna.  En núna var árshátíð hjá N1 og þar sem stóð vel á var ákveðið að skella sér.  Byrjaði ég á að droppa inn í búð til að reyna að finna á mig einhverja fík og held ég hafi mátað allt sem ég komst í þarna í búðinni.  Var nokkuð sátt með útkomuna þó svo ég hafi ekki verslað mér galakjól eða þannig.   Heldur fór ég þægilegu leiðina og jafnframt þá hafkvæmustu.  Og fyrst ég var byrjuð að máta þá lét ég eftir mér smá auka :)  Nú þar sem við erum utan af landi þá fylgdi frítt hótelherbergi í boði N1.  Var árshátíðin alveg ágæt skemmtun en um miðnætti var nú ansi farið að fækka fólkinu í salnum.  En þetta voru jú rúmlega 700 mannns í Vodafone höllinni.  Maturinn var þokkalegur þó svo ég hefði aldrei valið Önd í aðalrétt fyrir svona stórann hóp.  Skemmtiatriðin ágæt og Veislustjórinn Freyr Eyjólfsson fór á kostum og var með......þema ......já sko kynlífsþema heheheh....góður.  Hljómsveitin Klaufarnir spiluðu svo fyrir dansi..... ágætir en við fórum fljótlega eftir að þeir fóru að spila .....því hugur okkar lá á Nasa en Paparnir voru að spila þar.  Systir mín og vinkonur hennar voru einmitt á leið þangað.  Tókum við svo rúnntinn svona í leiðinni fyrst maður var að þessu bæjarrölti á annað borð :)  En við fórum á bílnum þar sem það var jú mun gáfulegra heheheh...  Nú svo var farið upp á hótel en ekki náði maður nú miklum svefni þar sem losa þarf herbergin fyrir hádegi.  Kítum í heimsókn og svo í búðir .....sem tekur jú alltaf tíma.  Lentum ekki heima fyrr en rúmlega 19:00 svo sunnudagsmaturinn var eldaður á methraða hihihi......

Börnin voru öll á sitt hvorum staðnum.  Gunnar fór með okkur suður en hann verður hjá pabba sínum um páskana.  Jónas gisti á næsta bæ hjá vinkonu sinni og Guðveig var hér heima hjá múttu.  En hún greyið er enn kvefuð og já enn kvefaðri nú en þegar við fórum svo það er búið að pannta tíma hjá doksa á morgun til að láta kíkja á skottuna.  Bara svona til að vera save. 

Jæja ætli ég láti þetta ekki duga af uppdeiti vikunnar :) 

good_morning-fixb-w500-h500good_morning_688018959_1204548798_mondays_yuk


gamalsdags brandari

         Búðarþjónninn í krambúðinni var að taka náttföt upp og setja þau í hillur frammi í búðinni. Bóndi einn stóð og horfði á búðarmanninn eins og naut á nývirki.

- Hvað er nú þetta? spurði hann.

- Þetta eru náttföt.

- Náttföt? hváði bóndinn. Til hvers notar maður þau?

- Til þess að vera í á nóttunni, svaraði búðarmaðurinn. Viltu kaupa eins og ein?

- Hvað ætti ég svo sem að gera við þau, svaraði bóndinn fullur fyrirlitningar, ég fer ekkert á nóttunni, nema í rúmið.

sofa rollur


Update.....!

Jæja kannski maður fari nú að blogga eitthvað misgáfulegt ?  Sko annað en hrukkuvaldara.  Þó það sé nú ósköp hollt að hlæja af og til. 

Nú eins og kom fram fyrir nokkrum bloggum síðan fór ég ásamt börnum í fremingu um daginn og gékk sú ferð vel þó svo að veðrið hafi reynt að hræða okkur á heimleiðinni.  En þar sem maður er jú alinn upp í vetrarríki þá þarf nú dáldið meira til að hræða mig.  Og komumst við heim án teljandi vandræða.  Fermingarbarnið.......eða stúlkan .....því hún telst jú ekki barn lengur.....var gullfalleg hin prúðasta stúlka.  Ánægð með daginn sinn svo best ég veit.  En eins og allir vita eru þessi blessuð börn orðin æði kröfuhörð á þessum degi því miður.  Verð að lauma hér inn mynd af henni.

DSC04566 Myndar fólk :)

Nú svo er yfirstaðin Árshátíðin í skólanum á Borðeyri.  Tókst hún mjög vel og var virkilega vönduð og vel æfð atriði.  Fá og góð.  Krakkarnir tóku rómann úr Kardimommubænum og svo var Mamma Mía show.  Já það dugar nú ekkert minna í sveitinni sko.

DSC04597Tobías í turninum.

DSC04594Hópsöngur.

DSC03867Þá er búið að ræna Soffíu frænku.

DSC03860Hvar er ..... mín? Hvar er ..... mitt? Og hitt?

DSC04607Já nei Soffía vill ekkert aftur heim.

DSC03894Minn maður var nú ekki á því að taka þátt í þessum söng þar sem honum fer illa að bíða og dagvistunarbörnin voru á milli stóru atriðanna.  Og púkinn náði yfirhöndinni.

DSC04615Abbashow.

DSC04619all over....

DSC04624allir.

Látum þetta duga.

Ciao.

 

 


Sæðisprufan.

85 ára gamall  maður fór til læknisins til að láta taka sáðprufu.
Læknirinn lét manninn hafa glas með sér heim og bað hann um að koma til baka daginn eftir með prufuna.
Næsta dag kemur sá gamli til læknisins og lét lækninn hafa tómt glasið eins og hann fékk það deginum áður.
Læknirinn spurði karlinn þá hverju þetta sætti og bað hann um útskýringar.
“Já doksi, þetta gerðist  svona – fyrst reyndi ég með hægri hendinni og svo reyndi ég vinstri en ekkert gerðist.”
“Þá bað ég konuna að hjálpa mér. Hún reyndi fyrst með hægri og síðan vinstri hendinni eins og ég hafði gert en án árangurs.”
“Hún reyndi einnig með munninum, fyrst án tanna og svo með  tönnunum en ekkert gerðist.”
“Við ákváðum  þá að tala við nágrannann hana Önnu, hún reyndi þetta líka fyrst með báðum höndum í einu og svo reyndi hún meira að segja líka að kreista á milli hnjánna en ekkert gerðist.”
Lækninum var mjög brugðið ”Spurðir þú virkilega nágrannann?”
”Jebb” svaraði sá gamli, “og sama hvað við reyndum tókst okkur ekki að opna glasið!” 
gamlasettið i rúmi

Gardínur

Ljóska  nokkur kom í í vefnaðarvöruverslun þar sem seld eru gluggatjöld.

 Hún segir við afgreiðslukonuna: ” Ég ætla að fá bleik gluggatjöld sem myndu passa fyrir skjáinn á tölvunni minni .

Afgreiðslukonan varð hissa og svaraði: “En þú þarft ekki gluggatjöld á tölvuna”

Þá svaraði ljóskan:  

” Halló ……… Ég er með  Windows !!!”

ljóskan


Grái fiðringurinn.

Ég horfði gagnrýnum augum á konuna, sem ég hef verið giftur í 30 ár og sagði:

 “Heyrðu elskan – fyrir 30 árum áttum við ódýra íbúð, ódýran bíl, við sváfum

á sófanum í stofunni, horfðum á 10 tommu svart/hvítt sjónvarp og á hverju

kvöldi iðkaði ég bólfarir með viljugri 25 ára stelpu.”

“Núna á ég 80 milljóna hús, 15 milljóna bíl, rúm á stærð við skeiðvöll og

50 tommu flatskjá – en þarf að sætta mig við það á hverju kvöldi, að fara í bólið

með þreyttri 55 ára konu. Ég fæ ekki séð að þú hafir haldið í við þróunina hér !

Ég verð samt að játa að ég á skynsama konu”.

Hún leit snöggvast á mig og sagði um leið:

“Ekki vandamálið : Drífðu þig bara út og finndu þér 25 ára viljuga stelpu !

Ég sé um að þú fáir hitt aftur: Ódýra íbúð, bíldruslu og ódýrt svart/hvítt sjónvarp !”

 

Er konan mín ekki frábær - Grái fiðringurinn hvarf á einu andartaki !!!

rofl


Blómlegur gluggi !

Svo sannarlega er gaman að hafa svona blómlegt í glugganum.  Líka þar sem það er jú vetur.

  DSC04467

DSC04485Þessi 3ji er nú ekkert að flýta sér að springa út.

DSC04473Nennir sko ekki að vera kyrr.   Og fór því bara.

DSC04484Blómlegur :)

Nú svo verður farið á flakk um helgina en það stendur til að skreppa í fermingu.......já dáldið snemmt að mínu mati en svona er þetta bara í hinni stóru Rvík ......margir krakkar og tíminn því langur sem fer í fermingar.  Ég er nú meira fyrir að þetta sé um páskana en það er bara ég.   Nú eða þá bara eftir sauðburð.

Ciao


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband