Blessuð blíðan og bæjirnir allt í kring......

Aðeins ringdi nú á mann þó að það væri búið að skrúfa fyrir en nú er búið að vera ljómandi gott veður og sól á lofti. Norðangjólan dillar sér glaðlega á túnunum og reynir að kitla burt snjódulurnar sem eftir eru.

Í gærkvöldi sást til versta nágranna fjárbóndans. Lágfótu. En minn maður stóð einmitt í útidyrunum og var að tala við sveitunga okkar sem kom við til að ná í stíla fyrir litla prinsinn á heimilinu sem vildi til að ég átti til að lána. Þá verður honum litið upp í brekkur og viti menn þar skokkaði einn hvítur rebbi. Sennilega "Nappi refur" því að greinilegt var að hann var að leita að hreiðrum litlu spörfuglanna til að nappa úr. Minn kall varð alveg spól og tætti af stað með kíkir og riffil en helv... rebbi slapp en var svo æstur í að nappa að hann var kominn niður strax aftur um leið og minn kall var kominn niður í hús. En enn tókst rebbaling að sleppa. animated13

 

Einn í lokin.

framhjahald 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Renata

má ég spyrja hvar býr þú að það er ennþá snjó hjá þér????

Renata, 21.5.2008 kl. 11:46

2 Smámynd: JEG

Hehehe.... það er nú kannski ekki snjór niðri á láglendinu en til fjalla þannig að það eru ekki allar girðingar komnar upp. Og svo er jú smá í lækjum og hvömmum enda var slatti af snjó í vetur. Bý í Hrútafirði.

JEG, 21.5.2008 kl. 11:54

3 Smámynd: Tiger

  Hey, sko ... mar á að elska friðinn  .. & rebbann!

En, jamm hvimleitt að rebbar skuli vera svona mikil villidýr og svona grimmir í raun - eins og þeir geta verið fallegir. Gott að vita að snjórinn er að hverfa .. sólarkveðjur til þín í sveitina ljúfust.

Tiger, 21.5.2008 kl. 15:25

4 Smámynd: JEG

Tigercoper - Mér finnst nú rebbi ekki neitt augnayndi.

Þóra - Jamm enda veiddi hann mig hehe.....

Knús á ykkur

JEG, 22.5.2008 kl. 02:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband