Markaðssetning

Markaðssetning með öllu tilheyrandi.

Fólk biður oft um útskýringu á "markaðssetningu." Jæja hér kemur hún:

*Þú sérð flottan mann í partýi. Þú ferð upp að honum og
segir, "Ég er frábær í rúminu."
Þetta er bein markaðssetning.

*Þú ert í partýi með fullt af vinum og sérð flottan mann. Einn af vinum
þínum fer upp að honum,bendir á þig og segir, "hún er frábær í rúminu."
Þetta er auglýsing.

*Þú ert í partýi og sérð flottan mann. Þú labbar upp að honum, færð
símanúmerið hans, hringir í
hann daginn eftir og segir, "Hæ, ég er frábær í rúminu."
Þetta er símamarkaðsetning.

*Þú ert í partýi og sérð flottan mann, þú lagar til fötin þín, labbar upp
að honum og réttir honum
glasið þitt og segir við hann, "Fyrirgefðu, má ég"? Lagar bindið hans,
nuddar brjóstunum létt
utan í hann og segir, "Ó á meðan ég man, ég er frábær í rúminu."
Þetta eru almannatengsl.

*Þú ert í partýi og sérð flottan mann. Hann labbar upp að þér og segir,
"Ég hef heyrt að þú sért frábær í rúminu."
Þetta er þekkt vörumerki.

*Þú ert í partýi og sérð flottan mann. Hann langar í þig en þú færð hann
til að fara heim með vinkonu þinni.
Þetta er söluorðspor.

*Vinkona þín getur ekki fullnægt honum, svo hann hringir í þig.
Þetta er tækniaðstoð.

*Þú ert á leið í partý þegar þú uppgötvar að það gætu verið flottir menn
í öllum þessum húsum sem þú ert að labba framhjá.
Svo þú klifrar upp á þakið á einu af þessum húsum, sirka í miðjunni
og öskrar úr þér lungun, "Ég er frábær í rúminu."
Þetta er ruslpóstur.

Skjáumstum sæta fólk.

Elma á djamminu


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: María Guðmundsdóttir

tharf ad skrifa thessa punkta hjá mér sko  eigdu gódan dag

María Guðmundsdóttir, 3.6.2008 kl. 06:55

2 Smámynd: JEG

Ja ég stunda viðskipti og á vörur á markaði en fræðingur er ég nú ekki mikill hehe.....

Knús á ykkur.

JEG, 3.6.2008 kl. 09:03

3 Smámynd: Renata

hahahahaha...frábært byrjun á daginu með svona brandara

hafðu það gott í góða veðrinu...*hóst* amk hér í Reykjavík er sól og heit  

Renata, 3.6.2008 kl. 09:23

4 Smámynd: Þórhildur Daðadóttir

Góður!!!!

Þórhildur Daðadóttir, 3.6.2008 kl. 14:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband