Brugðið á leik í dýragarðinum

Maður fer með konuna sína í dýragarðinn, þegar að þau koma að apabúrinu sér einn apinn konuna og verður alveg óður, hamast á rimlunum og lætur öllum illum látum. Maðurinn fer að hlægja og segir við konuna,
"af hverju gerir þú ekki eins og þú gerir við mig, þú veist tekur annan hlýrann á bolnum þínum og setur hann niður fyrir öxlina og horfi á hann með sexý svip".
Hún gerir þetta og apinn verður alveg brjálaður, sveiflar sér um, hamast á rimlunum og gargar og gólar, þannig að maðurinn segir
"okey, taktu nú hinn hlýrann niður og blikkaðu hann eins og þú gerir við mig".
Hún gerir það og apinn hleypur slefandi í hringi inni í búrinu, alveg að verða vitlaus. Maðurinn hlær og segir
"beygðu þig nú niður og láttu sem þú sért að binda skóreimarnar og sýndu honum aðeins í rasskinnarnar, eins og þú gerir við mig".
Nú ætlar apinn alveg að verða geðveikur, öskrandi og slefandi og hamast á rimlunum.
Allt í einu grípur maðurinn í hárið á konunni, dregur hana að búrinu og hendir henni inn, og segir,
"reyndu nú að segja honum að þú sért með hausverk eins og þú gerir alltaf við mig".

blása sápurkúlur


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: María Guðmundsdóttir

 jésús pétur..hvar færdu alla thessa brandara`????? hahahahahahahahahaha!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!! 

María Guðmundsdóttir, 3.6.2008 kl. 18:26

2 Smámynd: JEG

Blessuð góða þetta er stolið eða copy-paste héðan og þaðan.

Maður hefur nú heyrt marga af þessum en það er svo þægilegt að láta aðra um að pikka þá inn sko hehe..... Svo eru nokkrir sem maður hefur ekki séð og þá grípur maður fastataki. Er reyndar með eitt grínblogg og er að taka þaðan og setja hingað. Þar hef ég safnað inn ýmsu spaugilegu. Veit líka um nokkra sem halda úti grín og spaug bloggi með ívafi hversdagsleikans.

Þetta er svo gott að grípa í þegar maður er heiladauður eftir rollu-númera-marka-burðar-tímabil. Verð kannski ekki svona skemmtileg í sumar ????

Knús til DK.

JEG, 3.6.2008 kl. 18:50

3 Smámynd: Tiger

  Hahahaha ... alveg brilljant sko! En kerlingargreyið - kannski hún hætti að tala um höfuðverk eftir þessa dýragarðsferð....

Knús á þig ljúfust og eigðu yndislega nótt og góðan dag á morgun!

Tiger, 4.6.2008 kl. 01:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband