8.6.2008 | 10:10
Viðskiptavit!
Bóndi keypti nýjan Mercedes af E-gerðinni hjá umboðinu.
Verðið á aukabúnaðinum fór í taugarnar á honum. Fannst að fleira mætti vera innifalið sem staðalbúnaður.
Bóndinn skrifar svohljóðandi reikning:
Reikningur:
1 hestur (staðalútfærsla) grunnverð kr 240.000
Tvílitur (rauður/grár) extra kr 43.000
Leðuráklæði kr 38.000
Hlífðarhár vegna vetrarkulda kr 3.000
Sjálfskipting 4 gangstig 80.000 hvert kr 320.000
Matic sítengt aldrif kr 117.000
Hemlalæsivörn með spólvörn kr 61.000
Flugnafæla, semi automatic kr 4.000
Augu (fram) HALOGEN m. Augnlokum kr 6.000
Vistvænt útblásturskerfi ( catalyst ) kr innif.
Fjölbrennslukerfi (Multiple fuel use possibility) kr 63.000
Kostnaður vegna breytinga:
Aðlögun stjórntölvu (Tamning + gelding) kr 188.000
Vetrar-/Torfæruhófar (+ negling og ásetning ) kr 14.000
INNLAGT: Hreðjar ( 2 eistu) kr - 2.000
Samtals fyrir hestinn útbúinn skv. pöntun kr 1.095.000
Athugasemdir
ekki vitlaus thessi bóndi....hahahahahaha..svona á ad gera bissness...."eye for an eye" og allt thad...eigdu gódan dag
María Guðmundsdóttir, 8.6.2008 kl. 10:24
Þú ert frábær
Heiða Þórðar, 8.6.2008 kl. 10:44
hahaha :) góður þessi !!! Sölumenskutrík í lagi!
Renata, 8.6.2008 kl. 20:04
Innlitskvitt og bestu kveðjur
Linda Linnet Hilmarsdóttir, 9.6.2008 kl. 15:11
Adda bloggar, 9.6.2008 kl. 18:12
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.