Salat með....

Kartöflusalat.

2 kg soðnar og skrældar kartöflur

2 dl. majónes

1 dós sýrður rjómi

2 msk. safi af súrsuðum gúrkum

4 tsk. dijonsinnep (má vera annað)

1/2 tsk. sykur

3 soðin egg (má vera meira )

1 stk. rauðlaukur saxaður smátt (má vera venjulegur)

2 stilkar sellerí saxað

2 msk. súrar gúrkur saxaðar

smá pipar (nýmalaður)

                                                                            

Brytjið kartöflurnar í teninga (magn eftir smekk og þörf).Hrærið saman majónesi og sýrðum rjóma. Bætið sinnepi, safa af gúrkum, sykri og pipar samanvið. Laukur, sellerí og súrar gúrkur því næst settar útí. Svo kartöflur og grófbrytjuð eggin sett útí og blandað varlega saman. Saltið ef vill. Gott er að að gera salatið nokkru áður en snætt er allt að 8 tímum. Geymið í kæli en ágætt er að leyfa því standa aðeins í stofuhita áður en boriðer fram. Ef eitthvað er ekki til er ekki málið að breyta eða sleppa einhverju. Ég nota t.d. oft epli í stað sellerís. Og SS sinnep eða Franskt Sætt sinnep í stað dijon þar sem ég kaupi aldrei dijon hehe.....

kokkur

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Renata

hey, þú lesir í huga mínum...ætlaði ennmit að leita uppskr. fyrir kartöflusalati!

takk fyrir það

Renata, 6.6.2008 kl. 14:36

2 Smámynd: JEG

Hehehe..... þessi er mikið notuð hjá mér á sumrin og einnig ef ég á afgangs kartöflur.

Njóttu.

JEG, 6.6.2008 kl. 17:35

3 Smámynd: Tiger

  Mmm... kartöflusallat er alltaf gott sko! Og sellerí er ómissandi í það því það er svo mikill aukakraftur í selleríi (fyrir kynorkuna sko!)... hehehe.

Knús á þig skottið mitt og eigðu yndislega helgi framundan.

Tiger, 6.6.2008 kl. 18:12

4 Smámynd: María Guðmundsdóttir

slef og slurp girnilegt. vildi óska ad fleiri á minu heimili bordudu kartøflusalat...ég nenni yfirleitt ekki ad búa thad til fyrir mig og eldri dóttur mina...hinir fussa og sveija...uss..kunna ekki gott ad meta. Eigdu góda helgarrest

María Guðmundsdóttir, 7.6.2008 kl. 15:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband