Ljúfust

Já þessi elska var hér fyrir utan gariðinn í fyrradag og veitti ég því athyggli að bræðurnir voru að rífast þar sem að litli stubburinn orgaði og grenjaði. Nú svo það var ekki komist hjá því að kíkja út til að athuga hvað gengi á. Og þetta var í gangi.

DSC03007
Litli Maðurinn var í vetlingum svo að það festist ull við hann og framaní honum og allt í volli. Nú svo var rifist um hvor ætti að klappa henni.

DSC03014
Nú þegar búið var að ná ullinn af litla manninum þá lék allt í lyndi og var knúsast í dágóða stund þarna úti.

Nú svo þegar Ljúfust hafði fengið nóg þá kallaði hún á börnin sín og gaf þeim að súpa.
Strákarnir fóru út í fjárhús en.... sá Stóri hljóp á undan litla Manninum svo hann fór að grenja og viti menn Ljúfust jarmaði og hljóp af stað á eftir þeim. Jamm til að hugga litla manninn sinn....

 

Nú á seinni myndinni sjáið þið vel hvar ég bý.

BF

blómogsól


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þórhildur Daðadóttir

Hún Ljúfust er þá ljúfust, við litla manninn.

Eldri stelpan mín á einmit ,,vinkonu" þær knúsast alltaf og kjassast þegar sú stutta kémur í fjárhúsið. Sem er ekki sjaldan.

Þórhildur Daðadóttir, 13.6.2008 kl. 11:11

2 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Æ hvað þetta er fallegt og þetta frjálsræði sem börnin hafa.
                          Knús til þín
                           Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 13.6.2008 kl. 13:00

3 Smámynd: María Guðmundsdóttir

æ hvad thetta var ljúft  oh hvad hlýtur ad vera gaman ad alast upp í sveit.. góda helgi min kæra 

María Guðmundsdóttir, 13.6.2008 kl. 16:38

4 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

Yndislegar myndir og fallegarknús knús og bestu kveðjur

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 13.6.2008 kl. 23:23

5 Smámynd: Anna Guðný

Gráa húsið með rauða þakinu er við Brúarskála, ekki satt?

Ertu þá við Borðeyri eða þar um kring? Ein þokkalega forvitin.

Anna Guðný , 14.6.2008 kl. 01:18

6 Smámynd: JEG

Gráahúsið er Símstöðin í Brú.  Satt.

Ég er þar um kring. Jammm......

Og eina og Milla sagði hér neðar (í kommenti) þá skil ég hana vel að hafa sótt í að stoppa þarna. Það eru margir sem hafa hellst úr lestinni af fastakúnnunum síðan ég flutti hingað norður. En ég var að vinna í Brú. Nú er það bara kallinn sem vinnur úti þar sem að börnin taka sinn tíma.

Knús á ykkur!

JEG, 14.6.2008 kl. 10:40

7 Smámynd: Anna Guðný

Var búin að gleyma að þetta hafi verið símstöð. En nú er ég nokk búin að staðsetja þig. Stoppaði á Brú á leið norður, hefði verið gáfulegra að kíkja í kaffi til þín. En er þá málið að nýji vegurinn komi nær þér?

Anna Guðný , 14.6.2008 kl. 13:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband