23.6.2008 | 22:44
Bæjarferð.
Jæja nú stendur til að skreppa suður og heimsækjast og flandra soldið um. Já kíkja í búðir og bögga einhverja sem þola bögg. Sníkja kaffi einhverstaðar þar sem kaffi er til. Glenna sig og sjá aðra. Tapa geðheilsunni á því að hafa slæruliðana alla með í Krimmaborg. Týna einhverjum í einhverju Mollinu eða Magasíninu. Fara í bátsferð á vatninu fagra stóra. Koma heim að 3 dögum liðnum á lyfjum við skæruliðavírus og verslunaæði.
Vona að þið kæru bloggfélagar og flækingar ef einhverjir eru eftir sem nenna að lesa hér lifið það af fá ekki neinar aulafréttir né Gullmola í nokkra daga.
Knús og klemm og skjáumst síðar.
Vona að þið kæru bloggfélagar og flækingar ef einhverjir eru eftir sem nenna að lesa hér lifið það af fá ekki neinar aulafréttir né Gullmola í nokkra daga.
Knús og klemm og skjáumst síðar.
Athugasemdir
Ástarkveðjur til þín frá mér
Linda Linnet Hilmarsdóttir, 23.6.2008 kl. 23:09
Það er til nóg af kaffi í Kb banka..... eigðu yndislega daga í höfuðborginni darling
Heiða Þórðar, 24.6.2008 kl. 00:10
hafðu góða verslunarferð farðu varlega í krimmaborg :) love knús og klemm
Jóna Salvör Kristinsdóttir, 24.6.2008 kl. 01:34
Njóttu Krimmaborgar og vonandi tharftu ekki áfallahjálp á eftir knus i daginn thinn
María Guðmundsdóttir, 24.6.2008 kl. 04:42
Ég skal vera með augu vel opin til að heilsa þér - litla loðna græna veru með nokkra skæruliða í kringum
Hafðu það gott í borginni
Renata, 24.6.2008 kl. 09:56
Hafðu það gott í borg óttans. Það er svo gaman að fara í ferðalag en þeð er ennþá betra að koma heim aftur.
Anna Guðný , 24.6.2008 kl. 23:26
Iss .. ekkert mál sko, ég skoða bara gamla gullmola frá þér á meðan ég bíð eftir nýjum. Láttu mig bara vita næst þegar þú ert á ferðinni - alein - og þá skal ég bjóða þér í glennu ... ehh .. kaffisopa meina ég auddað! *glott*...
Knús á þig ljúfan og vonandi gengur vírusinn fljótt yfir er þú snýrð aftur heim..
Tiger, 27.6.2008 kl. 01:30
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.