18.9.2008 | 18:10
Og maður hamast.....
.......við að græja allt fyrir smalamennskurnar.
Græjað í fjárhúsunum og gerðið tekið í gegn.....já sko ekki neitt slor núna því það eru komin alvöru hlið. Nú svo er kallinn að yfirfara sexhjólið ......já svona ekki misskilja mig eftir allt dónaflóðið. En það er eitt og annað sem þarf að laga og smyrja ......svona nú ekki þennan misskilning..... en fákur kallsins þarf jú að vera í sínu besta formi á fjallinu/heiðinni. Nú ég er aðeins búin að moka út og skúra og baka maður minn já skellti í Rúgbrauð og steikti Parta en þetta er sko étið hratt upp .....já eins og sumir fái borgað í gulli fyrir.
Ekki verður nú margt um manninn af hjálparliði frekar en vant er því það eru allir svo uppteknir af sjálfum sér og að láta fara vel um sig því spáð er fýluveðri þ.e. leiðindarveður til samlamennsku .....já einmitt rok og rigning. En einhverjir koma þó sem gagn gera. En eins og veðrið er búið að láta undanfarna daga þá hefur það þau áhrif að féð hefur sreymt niður af fjallinu/heiðinni og eru hlíðarnar/brekkurnar vel hvítar af fé sem ætti þá að gera þetta ómak allt mun einfaldara og fljótlegra........vona ég. Svo á sunnudaginn tekur við 3ja daga fjárrag .......úff maður minn og vinir hans.
En nú er ég farin að elda kjúlla.
Athugasemdir
Þetta er frábær mynd, var einmitt með hana á blogginu í vor...og einhverjir sáu kindur...ojojoj...
Smalamennska og réttir...minnir mig á the good old days in my sveit!
Knús af Skaganum.
SigrúnSveitó, 18.9.2008 kl. 18:21
Frábær mynd og augljóst ad bædi ég og Ole thurfum gleraugu.´
Ég væri ekkert smá til í ad koma í smalamennsku einhverntímann, hefur dreymt um thad sídan ég var barn. Get ég ekki einhverntíma komid í sveit til ykkar og hjálpad til.......
Sólveig Kristín Gunnarsdóttir, 18.9.2008 kl. 19:20
hahaha, frábært mynd og ég deffnitelly need glasses.
Ég skal hjálpa þér við smálamennsku um leið að ég keypi mér nýtt gummiskó á háhælum, of course
Renata, 18.9.2008 kl. 20:02
Búin að sjá þessa myndi áður en var búin að gleyma henni. Ég sem var nýbúin að kaupa mér gleraugu En gott að rigningarveðrið hefur góð áhrif af einhverju. Það var smalað hér mest um síðustu og þarsíðustu helgi og það var víst meiriháttar mál að ná kindunum niður á sumum stöðum, séstaklega fyrri helgina og þar sem veðrið var best.
En gangi ykkur rosalega vel og vonandi náið þið sem flestu heim.
Anna Guðný , 18.9.2008 kl. 21:31
Hvernig getur maður annað en misskilið.... eftir allan dónaskapinn að undanförnu....ég bara spyr .... gott gengi í réttunum.....
Fanney Björg Karlsdóttir, 18.9.2008 kl. 21:55
Já svona er ég .........misskilinn dóni hahahahaha nei nei bara hef svo gaman að fíflast í fólki og grína passlega gróft. Takk allar fyrir góðu óskirnar ekki veitir af enda spáin ekki falleg.
Knús á línuna.
JEG, 18.9.2008 kl. 22:08
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.