Ást - Losti - Hnapphelda

Það getur verið munur á því að elska, þrá eða vera genginn í hnapphelduna. Eftir hveitibrauðsdagana verður meiri stöðugleiki en þrátt fyrir það þarf það alls ekki að draga úr lostanum né ástinni.

Ást: Þegar þið farið í freyðibað saman.
Losti: Þegar þið farið í bað fyllt af hlaupi.
Hnapphelda: Þegar þið baðið afkvæmið.

Ást: Rómantískur kvöldverður við kertaljós.
Losti: “Verð ég að kaupa matinn fyrst?”
Hnapphelda: Fjölskyldutilboð á McDonalds.

Ást: Að gefa ástinni sælgæti.
Losti: Þú ert sjálft góðgætið.
Hnappheldan: Að skrapa sælgætið barnsins af gólfinu.

Ást: Kynlíf hvert kvöld.
Losti: Kynlíf fimm sinnum á nóttu (eða degi??).
Hnappheldan: Hvað er kynlíf?

Ást: Kvöld í leikhúsinu.
Losti: Kvöld á mótel Venus.
Hnappheldan: Kvöld á vídeóleigunni.

Ást: Franskt ilmvatn.
Losti: Grófur rakspíri.
Hnappheldan: “Það þarf að skipta á barninu…”

Ást: Að lána elskunni þinni jakkann þinn.
Losti: “Ég veit hvernig við getum haldið á okkur hita…”
Hnappheldan: Unglingsdóttir þín hefur fengið alla jakkana þína lánaða.

Ást: Tala og knúsa.
Losti: Rúlla sér á hina hliðina og steinsofna.
Hnappheldan: Að fara framúr til að þvo sér um hendurnar.

Ást: Langar ökuferðir í sveitinni.
Losti: Löng viðdvöl á útsýnisstað.
Hnappheldan: Langar ökuferðir með grenjandi börn í aftursætinu.

ástfangin


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: María Guðmundsdóttir

er thetta rétt eda er thetta rétt??????  ómæ... snillin thinn ad grafa upp svona spakmæli sko..!  ætla samt ekkert ad láta uppi hvar ég lendi i "flokkunum"  en hva..auddad er madur ekkert BARA i hnappheldunni sko...

en góda helgi til thin elskulegust  hafid thad sem best i sveitinni ...hvernig er thad..snjóar hjá thér núna??

kreist og kram hédan

María Guðmundsdóttir, 15.11.2008 kl. 18:53

2 Smámynd: JEG

Ég lifi fyrir það að finna svona brilljant djók og gamanmæli.    Já það er búið að snjóa smá og svo skafa og élja meira og blása á það.  Þannig að það er allt í gangi hehehehe.....  Knús back to you. 

JEG, 15.11.2008 kl. 19:57

3 Smámynd: SigrúnSveitó

Kvitt og knús til tín, krúttid mitt.

(fæ ekki islensku stafina til ad virka...tad er svona ad eiga *danska* tölvu)

SigrúnSveitó, 16.11.2008 kl. 08:58

4 Smámynd: Guðrún Una Jónsdóttir

Kann ágætlega við mig í hnappheldunni.....

Guðrún Una Jónsdóttir, 16.11.2008 kl. 09:37

5 Smámynd: Tína

Ég held ég sé hreinlega búin að fara hringinn og sé að byrja á honum aftur. Börnin eru hver á fætur öðrum að týnast burt og svona

En þessi færsla þin er auðvita bara snilldin ein.

Knús inn í helgina þína kæra vinkona og takk fyrir að koma alltaf brosinu fram á varir manns

Tína, 16.11.2008 kl. 10:19

6 Smámynd: JEG

Veistu Tína það er einmitt tilgangurinn .......s.s. tilgangnum er náð ef þið hafið gaman af þessu    En það er líka svo gaman að svona spakmælagríni.

Knús og kveðja á ykkur

JEG, 16.11.2008 kl. 10:52

7 Smámynd: Fanney Björg Karlsdóttir

ahahaha... frábært.... og stemmir alveg til síðasta punkts...... en ég segi eins og Tína... maður getur farið hringinn.... og kanski jafnvel nokkra hringi.... sjálf er ég á öðrum hring.... og er að fíla það.....

Fanney Björg Karlsdóttir, 16.11.2008 kl. 13:12

8 Smámynd: Tiger

  Hahaha .. þú ert náttla brilljant rúsínan mín ... eða lambið mitt!

Segi það .. hvað er kynlíf .. þegar í hnapphelduna er komið ... muhaha!

Auðvitað gengur ekkert upp nema fólk hlúi stanslaust að ástinni og hvert öðru - sameiginlegt átak er það eina sem virkar og viðheldur stanslausu kynlífi ... ehhh ... stanslausri ást meina ég ... hahaha!

Stanslaust knús og meira kram á þig skutlan mín ... góða viku framundan!

Tiger, 16.11.2008 kl. 14:38

9 Smámynd: Renata

innlitskvitt mín kæra, hahaha...góður byrjun á mánudagsmorgni að kíkja á bloggið hjá þér, enda maður verður brosandi til enda dagsins :)

koss og knús

Renata, 17.11.2008 kl. 10:38

10 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

MySpace and Orkut Animal Glitter Graphic - 4Knús kveðjur

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 17.11.2008 kl. 10:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband