Líður....að jólakortum.

Já tíminn líður og ekki annað í stöðunni en að fara að huga að jólakortunum ......en það hefur nú verið eitt af þessum jólaverkum sem vilja nánast gleymast........ja allavega svona fram á síðusta séns dag.  En þó ekki alltaf.  En það verður að fara að huga að þessu í tíma ef maður ætlar ekki að vera með allt á hælunum hvað varðar myndir og hönnun.  En þá komum við að vandanum.  Ég er ekki vön að þurfa að vera að kaupa jólaföt á börnin .......löngu fyrir jól og núna virðist bara vera nokkuð góð staða á því þannig að það er ekki málið.  Myndatakan .....ja hún hefur sjaldan átt sér stað fyrr en daginn fyrir útprentun og útfyllingu jólakortanna því að krakkarnir eru jú ekki mikið fyrir að láta klæða sig upp og stilla sér svo í myndatöku ......til að fara svo úr klæðnaðinum aftur.  En látum það nú ekki drepa okkur...... !  Það sem vefst fyrir mér núna er að mig lagar að gera meikað mitt eigið jólakort með mynd og texta og prentað svo bara út á mínum prentara og enginn aukakostnaður né vesen.   En þar kemur einmitt vesenið......!  Ég er ekki tölvuséní og þaðan af síður enskuséní.   Og alveg glötuð þegar kemur að einhveju svona sem ekki er "imbaproof" einfalt.  Nú og þar sem farið er að bergmála dálítði í buddunni má þetta ekki kosta neitt aukalega því var ætlunin að nota það sem til væri af pappír en það er slatti.  Svo mig langar að væla í ykkur snillingar og kanna hvort þið vitið ekki um síðu sem ég get meikað svona jólakort.  S.s. þar sem ég get bara valið mynd og fyllt út minn texta og svo bara prentað út.  Málið dautt.  Hætt að væla.

friendshipday-fixb-w500-h500friendshipday_583417632_1222990143_friends5021

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: María Guðmundsdóttir

ég hef stundum notad  www.egreetings.com  og www.hallmark.com

jú svo er www.bluemountain.com held ég...já og ein til www.americangreetings.com

thessar eru med alls kyns kort,bædi til ad fylla út sjálfur og prenta og svo ecards..en thau kosta held ég.. sum kosta en ønnur eru frí..ég reyndar hef ekki athugad med jólakort en thad voru allavega alls kyns tækifæriskort tharna..sem ég hef fyllt út og prentad. Svo vonandi kemur thetta ad notum,thetta er bara gaman ad geta gert thetta á svona audveldan máta.

Hafdu thad sem best esskan, og gangi thér vel i kortunum

María Guðmundsdóttir, 17.11.2008 kl. 12:04

2 Smámynd: JEG

Ó takk skvís ég ætla að kíkja á þetta sko.  Sjáum hvort ég finn eitthvað sem ég get notað.....knús og kossar. 

JEG, 17.11.2008 kl. 12:21

3 identicon

American greetings (create and print) er sniðugur vefur en þú þarft að gerast áskrifandi til þess að geta prentað út og nú er dollarinn svo rosalega hár. Ég ætla bara að líma myndirnar inn í heimagerð kort sem  Árni bjó til

Sigrún Hilmarsdóttir (IP-tala skráð) 17.11.2008 kl. 21:18

4 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

Góðan daginn elsku fjölskylda og bestu ljúfar kveðjur inn í góðan dag

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 18.11.2008 kl. 09:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband