29.11.2008 | 17:16
Baksturbreytingar.....!
Eins og hjá fleirrum hafa innkaup heimilissins tekið smá breytingum .....þó ekki neitt stórvægilega en þó svona nokkuð. Helst hefur það verið að í haust þegar Frú Kreppa bankaði uppá að þá var verslaði inn í stórum skömmtum já eiginlega bara hamstarð hehehehehe.....en ég var jú ekki ein um það. Svo til að þetta skemmist nú ekki bara þá hefur maður tekið upp þann sið að baka brauð alla daga......eða sko allt að því. Því brauð er jú orðið skuggalega dýrt í búðum eins og allt sosum. Og er nú hamast við að gera tilraunir með eitt og annað í brauðið sem koma jú misjafnlega vel út en þó ætar. Svo er maður lagður af stað í jólabaksturinn ......svona til tilbreytingar hehehehehe en það hefur jú verið svona í minna lagi sem maður bakar af þeim ......því þær klárast alltaf ! Svo til hvers að hamast við að baka og svo er allt búið áður en það kólnar ? Þannig að nú verður bara bakað í stóru upplagi og hent í snjóskaflinn svo það verði þó allavega orðið kalt áður en það klárast !
Jæja best að fara að meika piparkökudeigið fyrir morgundaginn. Já það verður sennilega fjall svona til að vera save með nóg.
Athugasemdir
thú ert komin med brjáluna kona!! baka baka baka baka!! uss..og ég sem er ekki byrjud...en ok..fer ad fara í gírinn...
hér reyndar baka flestir braud og bollur útí eitt..miklu betra bara heimabakad heldur en ógedid sem fæst i búdunum hérna...enda éta allir rúgbraud i alla mata.
hafdu gott laugardagskvøld og róa sig i bakstrinum...muna ad slaka á lika
María Guðmundsdóttir, 29.11.2008 kl. 18:23
Slaka slaka .....hehehe ég hrærði í marmaraspesíur líka svona til að baka líka fyrst maður er komin af stað á annað borð sko.....þá er eins gott að fara bara alla leið í stað þess að gista
JEG, 29.11.2008 kl. 18:34
Hrikalegur myndarskapur ef þetta þarna í Hrútó ! Getur þú ekki sent mér eitthvað af þessari orku þinni. ??
Guðrún Una Jónsdóttir, 29.11.2008 kl. 21:26
Viltu hana með rútunni eða í póstkröfu ???
Annars er þetta bara svona ég baka 2x á ári eða þannig nei fer að verða 5x með afmælum meðtalið. Fyrir jól-sauðburð-afmæli. Þannig ég baka nú ekki mikið bara þegar ég byrja opna ég bakaríið og geri þetta almennilega og á í kistunni. Tekur því ekki að starta þreskivélinni bara fyrir eitt strá
JEG, 29.11.2008 kl. 21:47
hahaha...ég sé að það er sama vandamálið hjá þér og hjá mér, öll bakkelsi er horfið áður en maður ná að grípa sem eina köku!
Duglegt þú að baka stanslaust !!
Renata, 30.11.2008 kl. 11:04
Rosalega ertu dugleg. Mig langar bara líka ad fara ad baka eitthvad.
Sólveig Kristín Gunnarsdóttir, 30.11.2008 kl. 11:24
Innlitskvitt og ljúfar kveðjur
Linda Linnet Hilmarsdóttir, 30.11.2008 kl. 23:17
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.