Sá sjötti.

Sá sjötti, Reykjablæsir,
er svaka siðlaus.
Hann rétt sér út úr augum,
því reykský hylur haus.

Nær aska hans víða,
nema í öskubakkann.
Hann strompar kringum alla
og hóstar beint á krakkann
.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Renata

heheheh..verð að sýna Svessa þessa, hann er hættur að vissu að reykja, en alltaf gaman að pikka í hann :)

Renata, 18.12.2008 kl. 08:31

2 Smámynd: Tína

Skemmtileg er þessi nýja útfærsla af jólasveinunum. kallast ég héðan í frá Reykjablæsir

Lá ekki annars vel á syni mínum þegar þú hittir hann? Allt of lengi síðan ég sá hann síðast

Jólaknús og kærleikur á þig elskan mín. Takk fyrir ávallt fallegt komment frá þér á mínu bloggi.

Tína, 18.12.2008 kl. 09:25

3 Smámynd: JEG

Alltaf gaman að sjá nýja útfærslu á jólasveinavísunum ....og btw þessar eru ekki með kreppusveinakeim.

Tína mín jú hann var mjög hress og sýndi sko fram á það að honum þykir vænt um mömmu sína.  Og vorum við sammála um margt.  Kom mér á óvart ....en þó ekki að ég hafði vissan grun um eitt og annað sem reyndist svo rétt þannig að ......mundu bara að hugsa um þig, ekki gleyma því.  Ég og sonur þinn fundum annars fína lausn á mörgu  en svo er það önnur saga hvort sú leið verður farin ??? Þú lætur mig þá bara vita og ég er reddý að vera til aðstoðar.

Knús á ykkur yndislegu konur.

JEG, 18.12.2008 kl. 11:43

4 Smámynd: Hulda Bergrós Stefánsdóttir

reykjablæsir er hann nú ekki að verða útdauður??? það eru svo fáir eftir þar á meðal ég humhum

Hulda Bergrós Stefánsdóttir, 18.12.2008 kl. 13:34

5 Smámynd: María Guðmundsdóttir

nei er ekki nóg af theim ennthá??? held thad. alltof mikid..og ég er sjálf ein af theim..skømm ad thvi...en blæs minum bara útivid..skømminni skárra.

En já,gaman ad fleiri útgáfum af sveinkum..alltaf hægt ad bæta vid .

kvedja til thin i sveitina , kreist og kram og hafdu thad gott

María Guðmundsdóttir, 18.12.2008 kl. 14:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband