29.12.2008 | 19:08
Jólin fuku burt......
Arrrggg.... var búin að skrifa ekkert smá flotta og langa færslu en nei takk þá fraus á blogginu bara og draslið vistaðist ekki.
Ég nenni ekki að pikka þetta allt inn aftur enda man ég það ekki sko. En jólin voru fín fyrir utan veðrið ......rok og rigning. Sem er nú alveg nýtt fyrir mig að upplifa "blaut jól" hér er venjulega hvítt um jólin. Allavega hrímað sko. Krakkarnir voru voða góð og fín þar til búið var að borða og þá var sko rekið á eftir manni úfffff...... drífa pakkana undir tréð ......en það er ekki séns að hafa þá undir trénu í friði svo það var ekki raðað undir fyrr en eftir matinn. Nú svo mátt maður bara drífa sig í að opna þá já miðjan rak sko liðið áfram enda alveg að tapa sér í spenningi. Litla konan var svo pollróleg við að rífa upp að við höfum nú ekki séð annað eins en það var rifið smá og sett í ruslakassann og svo haldið áfram. Þegar allt bréf var komið og í kassann þá var gjöfin tekin og skoðuð/mátuð eða what ever. Ef þetta var bók þá settist sú stutta í stólinn sinn og skoðaði hana smá og kom svo að kíkja á gjafir bræðra sinna. Börin voru sátt við gjafir þessa árs enda voru þetta bóka og dvd jól. Í fyrra var dáldið mikið um mjúka pakka og það féll nú ekki vel í kramið hjá þeim stóra, honum fannst það nú ekki jólalegt heheh..... Núna var hann sennilega sáttastur með úr sem hann fékk "fullorðins" sko. Jónas var nokkuð sáttur kannski einna helst með stólinn sinn og ætlaði sko að sofa í honum á jólanótt en það var nú ekki í boði. Guðveig var heldur betur sátt við skrifplötuna sem við gáfum henni en hún vill alltaf fá að skrifa og var þetta því góð lausn .......ja nema þetta var vinsælt hjá strákunum líka og var nánast rifist um skriftöfluna.
Eitthvað hefur verið mikið af fjörefni í jólasteikinni því krakkarnir eru búnir að vera alveg upptjúnnuð eftir pakkaflóðið en kannski maður geti skotið því upp um áramótin. Gunnar er reyndar hjá pabba sínum þar til skólinn byrjar aftur. En hann er venjulega hjá honum um áramótin. Ekki var farið í nein jólaboð enda enginn tími þar sem verið vara að klára að hleypa til. En það er gert í nokkrum hollum svo ekki verið maður kaffærður á einni viku í vor.
Eitt gleymdist í öllum æsinginum á aðfangadagskvöld en það var að mynda krakkana við tréð en það skemmir ekkert stemminguna sem var. En hér eru nokkrar myndir.
Guðveig vaknaði seint á Þorláksmessukvöld og fékk að skreyta tréð með stóra bróa.
Hann var á svo miklum þönum að ég bara náði honum ekki með á mynd.
Athugasemdir
krúttulingar sem thú átt gullmolar bara.
kvedja hédan ..aftur..var ad kvitta á hina færsluna fyrir 2.min...hehehe..hef ekki undan thér skvís
María Guðmundsdóttir, 29.12.2008 kl. 19:24
Takk fyrir. Heheheheeh.... maður verður að halda þér við efnið Annars var nú bara þetta með að koma jólablogginu út áður en áramótin kæmu sko. Og þar sem fjandinn fraus þá fór allt og ég vissi ekki alveg hvenær ég kæmist inn aftur til að græja bloggið en það lagaðist fljótt
JEG, 29.12.2008 kl. 21:55
jólin jólin, þú átt ekkert smá flotta engla
Hulda Bergrós Stefánsdóttir, 30.12.2008 kl. 10:38
Gleðilegt nýtt ár
Linda Linnet Hilmarsdóttir, 30.12.2008 kl. 22:08
Svaka flottar myndir af krökkunum.
Ég lenti í þessu með að allt fraus og hvarf. Ég var alveg róleg þar sem ég hafði munað eftir því að vista jafnóðum. En nei, ég gleymdi að skrifa fyrirsögn. Þannig að málið er að skrifa fyrirsögn og vista nógu oft, þá týnist ekkert. Það er alveg ömurlegt þegar maður er búinn að skrifa helling og jafnvel setja inn margar myndir og svo púff, allt horftið.
Annars bara hafið það gott.
Anna Guðný , 31.12.2008 kl. 00:41
Mikid er gaman ad lesa um jólin ykkar og sjá allar myndirnar. Børnin eru algerir englar, thau eru svo sæt.
Vid erum adeins byrjud ad breyta jólahaldinu hérna, enda var erfitt fyrir krakkana ad bída eftir gjøfum og amman alltaf ad reka á eftir, enda vill hún alltaf heim til sína eftir allt stússid og tekur lestina heim. Thannig ad vid drekkum kaffi og fáum gott med thví um 3 leitid og byrjum thá ad opna gjafir. Thá geta krakkarnir notid gjafanna í einhvern tíma, svo høldum vid pásu og bordum í ró og nædi um 6 leitid, og svo áfram med gjafir eftir matinn. Thá er nóg af tíma til ad njóta gjafanna í rólegheitum og ekki eins erfitt ad bída fyrir krakkana. En vid erum svo hefdalaus hér í fjølskyldunni, og øll úr sitt hvorri áttinni. Tengdamamma sænsk, madurinn minn alinn upp í dk. og ég íslensk. Svo vid gerum allavega bara eins og passar okkur.
Sólveig Kristín Gunnarsdóttir, 31.12.2008 kl. 00:54
ps. takk fyrir bloggvináttuna á lidnu ári. Mér thykir voda vænt um ad vera bloggvinkona thín. Hlakka til ad lesa meira frá thér á árinu sem kemur. Hafdu thad gott á gamlársdag og á nýja árinu. kær kvedja frá Frederikssund.
Sólveig Kristín Gunnarsdóttir, 31.12.2008 kl. 00:56
Kæra Jóna. Við Krókavaðslingar óskum þér og þínum gleðilegs nýs árs og þökkum liðnar stundir á árinu sem nú er að líða. Hafið það gott um áramótin, gangið hægt um gleðinnar dyr og notið hlífðargleraugu (líka fullorðna fólkið Takk fyrir allar skemmtilegu kveðjurnar, kvittin og "peppin" og ég vona bara að ég verði jafn dugleg að blogga á árinu 2009 eins og þú. Svo að sjálfsögu þú ert bakari ársins með sætasta börn ever
Renata, 31.12.2008 kl. 08:41
Yndisleg börn. Góða skemmtun í ljósadýrðinni í kvöld.Takk fyrir innlitin á síðuna mína á því gamla. Jóla og áramótakveðjur úr Eyjafirðinum .
Guðrún Una Jónsdóttir, 31.12.2008 kl. 09:30
Falleg börn sem þú átt gæskan og gott að jólin voru ykkur ánægjuleg. Það sama á við um jólin hér þótt heldur hafi verið minna af pökkum en venjulega en allir sáttir og það skiptir máli. Knús og gleðilegt ár elskan mín.
Guðrún Anna Frímannsdóttir, 31.12.2008 kl. 11:47
svo sæt og fín börnin þín...
vona að þið eigið notaleg og góð áramót....
Gleðilegt nýtt ár.....og takk fyrir kynnin hér í blogheimum..
Fanney Björg Karlsdóttir, 31.12.2008 kl. 13:14
Yndislega sætir krakkar...Takk fyrir alla bloggvináttu á liðnu ári og hlakka til að lesa meira á því næsta
Sigrún (IP-tala skráð) 4.1.2009 kl. 13:26
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.