2009 komið.

Jæja þá er komið nýtt ár ekki ber á öðru.  Síðasta ár flaug framhjá eins og á kappakstursbíl í góðu standi.  Manni finnst eins og því hafi bara rétt brugðið fyrir því hraðinn var dáldið  mikill.  Börnin stækkað svo um munar og hefur maður ekki undan að taka upp stærri föt og þvo og pakka niður þeim sem orðin eru of lítil.  Verst er að að það er of langt á milli til að það geti bara gengið að skipta um kommóður.  Áramótin voru extra róleg enda ekki lagt upp með að hafa partýfýling hér heldur bara að borða EXTRA velhepnaða sjávarréttarsúpu ......í þykkari og matarmeirkanntinum ........bara geggjað gott sko.  Enda er maður orðinn svo uppfullur af kjéti að þetta er kærkomin tilbreyting.  Svo var auðvitað snakkað aðeins seinna um kvöldið.  Engin brenna ........því það þarf að sækja um leyfi .......bara vesen svo maður nennir því ekki.  Sprengdar voru 2 fragettur .......gamlar síðan í fyrrra.  En það var nóg til þess að hrossin tóku til fótanna svo það borgaði sig ekki að vera að sprengjast meira og láta þau hlaupa niður girðinguna og til fjalla.  Brennd voru líka stjörnuljós......líka síðan í fyrra.....en bara nokkur.  Litla konan var logandi hrædd við fyrstu gettuna og svo þá næstu þá var hún svo hissa á að hún hvarf bara upp í loftið.  Ekki var reynt að halda krökkunum vakandi þar sem þau eru ekki að fatta þetta áramótakerfi svo þau voru sofnuð fyrir kl. 22.00 sem var bara næs.  Sá stóri er hjá pabba sínum eins og venjulega á þessum tíma og upplifir brennur og skothríðina eins og borgarbörnin.  Ætlaði maður sko að hafa það bara hugglegt og horfa á imbann en nei ekki var það nú í boði þar sem dagskráin var "bara" leiðinleg og það á báðum stöðvum takk.  Skaupið fékk ekki háa einkunn hjá mér en það voru góðir punktar inn á milli en kannski það besta var hversu mikið var lagt í að ná karakterunum hjá fólkinu.  Annars var þetta nú ekki merkilegt.  Svo þessi áramótakveðja  "já sæll" uppfullur þáttur af endursýndu efni.  Og bíómyndirnar úffffff.......bara endursýnt gamalt stuff.  Og það sko marg sýnt.  Svo maður fór snemma að sofa bara og hefði betur horft bara á morgunsjónvarpið því þar var þó sýnt nýtt efni ......allavega barnamyndir sem við ekki eigum en var of sein að fatta það því ég kíkti ekki á dagskránna .........en ég lifi það af.  Veðrið var hið besta sem gerist á áramótum eða logn og föl yfir landinu.  En nú í nótt þá var sko séð fyrir því að það yrði blautt aftur já takk það ringdi sko í alla nótt.

Jæja ein steikin enn í ofninum en nú er lambasteik svona til að afreykja bragðlaukana hahahah........ Meira síðar.

friendshipday-fixb-w500-h500friendshipday_678340233_1217759103_Take_Care_my_friend


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Renata

Ufff..ekki veit ég heldur hvað var um árið 2008

Hafðu það gott ljúfan og mundu að það er svo sjaldan að þér leiðast að það má telja á fingrum eina handa, svo vonandi varstu að njóta þess að leiðast, hihihi...

Renata, 2.1.2009 kl. 19:11

2 Smámynd: Sólveig Kristín Gunnarsdóttir

Gledilegt ár til thín. Hafdu thad sem allra best.

Sólveig Kristín Gunnarsdóttir, 2.1.2009 kl. 23:11

3 Smámynd: María Guðmundsdóttir

já thetta flýgur áfram á eldhrada. Madur verdur ordin amma ádur en madur  veit af.... 

En já thad er eins og sjónvarpsstødvarnar heima geri ekki rád fyrir thvi ad thad er fullt af fólki sem bara vill sitja heima og hafa thad huggulegt á gamlárskvøldinu, thad eru ekki allir sem skunda á tjúttid.. Hér var reyndar sprengt mun meira en sidasta ár..en ekkert eins og heima..enda myndi danskur aldrei eyda svona i thad held ég..sparsamari en andskotinn...sem er hid besta mál audvitad.

Hlakka til ad lesa thig á nýju ári, hafid thad sem best um helgina sem og alla adra daga. Knús og kram

María Guðmundsdóttir, 3.1.2009 kl. 17:33

4 Smámynd: Anna Guðný

Gleðilegt ár  Jóna mín og hafið þú og fjölskyldan það ótrúlega gott á árinu sem er að byrja. Hefði viljað geta sent þér eins og eina góða bíómynd þarna á gamlárs en því miður, gaf mér ekki tíma til að horfa á neina sjálf. Fullt af sprengjum og skemmtilegheitum á mínu heimili en sprengdum þó í sveitinni. Æðislega flott að horfa yfir fjörðinn

Hafðu það gott ljúfan

Anna Guðný , 4.1.2009 kl. 13:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband