Hversdagsleikinn allsráðandi...

Nú þegar jólin eru komin ofan í kassa og bíða spennt við tröppurnar að komast upp á háaloftið í sitt langa frí er ekki laust við að allt sé dáldið drungalegt og dimmt.  Fyrir utan hvað allir gluggar og veggir virðast tómir.  Þessu fylgdi reyndar fjandans hellingur af rusli þegar upp var staðið en það er með jóladótið eins og kettina ........þeir fara úr hárum en jólaskrautið fer úr .....skrauti ?!  Svo það þarf enn eina hreingerninguna og þá er búið að "afjóla" húsið eins og ein góð kona talaði um. 

Mikið var nú étið síðasta dag jóla eins og venjulega.  Maður gæti haldið að það yrði ekki eldað aftur fyrr en um páska hehehehe..... En ég græjaði 2 kökulufsur og salat með kaffinu og svo var jú auðvitað steik um kvöldið svona í tilefni dagsins.  Ætli maður detti svo ekki bara í pasta og fisk þar til næsta át hefst svona rétt til að ná upp líkamsfitunni fyrir sauðburðinn !

Mest lítið er annars um að vera.  Nema nú þarf að drullast til að skrásetja rollurassana sem eru að dilla sér með hrútunum svo maður hafi þetta nú allt undir kontról.  Og vitið eitthvað um uppruna steikanna sem líta dagsins ljós .....vonandi í vor.

maedgur

Ég og Guðveig skvísa alsæl í Dórunáttfötunum frá Sigrúnu Fjólu.  Takk kærlega fyrir.  Kissing


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún Anna Frímannsdóttir

Fengu þið báðar Dóru náttföt. Knús á ykkur

Guðrún Anna Frímannsdóttir, 8.1.2009 kl. 13:06

2 Smámynd: JEG

Nei nei bara litla skvísan

JEG, 8.1.2009 kl. 13:11

3 Smámynd: Guðrún Anna Frímannsdóttir

Ohh hefði sko verið flott að vera eins en svona er þetta víst ekki gert svona í stórum stærðum handa okkur. Kannski finnst okkur Dóra líka skemmtileg en nei við erum víst á öðrum nótum eins og blúndur og slaufur hahaha eitthvað sexí múhahaha og ekki er Dóra það knús og kossar á ykkur.

Guðrún Anna Frímannsdóttir, 8.1.2009 kl. 13:40

4 Smámynd: JEG

Hahahaha nkl.  Þetta er eins og með litla kallinn (Jónas) hann langar svo í Dóru stuff en það er ekki hannað Dórustuff fyrir stráka.  Neibb allt í bleiku

JEG, 8.1.2009 kl. 13:45

5 Smámynd: Guðrún Anna Frímannsdóttir

Einmitt þetta er kynja skipt strax minn er að laumast að leika sér með pet shop en það eru sko dýr en samt gert fyrir stelpur og veit um aðra stráka sem hafa gaman en engin má vita af því bögg

Guðrún Anna Frímannsdóttir, 8.1.2009 kl. 20:38

6 Smámynd: María Guðmundsdóttir

já allt frekar tómlegt eftir ad skrautid er farid. . og bara grár hversdagurinn mættur á ný. En nú getum vid farid ad hlakka til páska  tharf madur ekki alltaf ad hafa eitthvad til ad hlakka til??

En ædisleg mynd af ykkur mædgum  Dóra klikkar ekki..á hérna eina litla sem fékk dvd med Dóru og thad var sko ØSKRAD og hlaupid um allt hús  

En knús og kram i sveitina, vonandi hafid thid thad sem best.

María Guðmundsdóttir, 9.1.2009 kl. 09:20

7 Smámynd: JEG

TAkk

Mín litla fékk líka Dóru dvd í jólagjöf en tekur sko Stubbana framyfir það.  Aftur á móti er Jónas alveg að tapa sér í að horfa á Dóru

JEG, 9.1.2009 kl. 10:08

8 Smámynd: Renata

Ég kalla þetta að fá "hreinleika" í húsið þegar jólaskrautir fer, það er svo bjart og svo mikið pláss allt í einu

Knús og bros

Renata, 9.1.2009 kl. 17:00

9 Smámynd: Guðrún Una Jónsdóttir

Jólatréð í stofu stendur.....ennþá hjá mér. Common það kostaði um 10 þúsund kall og það er kreppa, læt það standa þangað til kúlurnar detta af sjálfar....Nei bara grín. Jólaskrautið hverfur smásaman í kassana og það er viss tiltekt í sjálfu sér.

Því miður get ég ekki skráð neina rollurassa lengur en ég bíð spennt eftir að komast í sauðburð. Það er toppurinn á tilverunni.

Verð að hætta. Hrúturinn Hreinn er að byrja.

Guðrún Una Jónsdóttir, 10.1.2009 kl. 20:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband