Dansi dans á Öskudag.

Eins og venja er þá mætti Jón Pétur til að kenna dans í skólanum á Sprengidag og Öskudag.  Svo héldu börnin grímudansleik fyrir okkur foreldrana.  Svaka flott hjá þeim.  Gunnar hannaði sér persónu sem við köllum "Tannman" og Jónas fór sem nútíma "Emil í Kattholti"

DSC04250Emil nútímans.

DSC04259Tannman með gulltennurnar.

DSC04271Hliðar saman hliðar.  Stórir leiða litla.

DSC04321Efnilegur dansari.

DSC04337Hópdans.

DSC04362Hópmynd ....allir með nema Emil hann var í fýlu.

DSC04350Emil reyndi við köttinn í kassanum.  Gunnar rétt missti af honum því hann datt ekki úr fyrr en næsti sló.

Myndi setja inn myndbrot ef ég kynni það en er ekki svo fær enn því miður.  Því það er jú lítið gaman að sjá dans bara á mynd maður þarf að sjá allan pakkann á hreifingu.

Nóg í bili.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Guðný

Glæsilegar myndir. Mikið hefur verið gaman hjá ykkur.

Hafðu það gott ljúfan

Anna Guðný , 26.2.2009 kl. 11:05

2 Smámynd: Hulda Bergrós Stefánsdóttir

Hulda Bergrós Stefánsdóttir, 26.2.2009 kl. 14:43

3 Smámynd: María Guðmundsdóttir

Frábærar myndir af frábærum krøkkum, svona á thad ad vera.danskennsla á øskudegi;) list vel á ykkur. Thú hefur ekki tekid thátt ???  flottir búningar hjá gaurunum thinum,Emil sérstaklega ;) krúttulingur bara.

Hafdu thad gott og knús til thin.

María Guðmundsdóttir, 26.2.2009 kl. 16:13

4 Smámynd: Tína

Þetta lítur út fyrir að hafa verið geggjað stuð ! Gaman að sjá hvað krakkarnir leggja mikið upp úr þessum degi. Mín eru að vísu alveg hætt að nenna þessu þannig að ég verð bara að bíða eftir barnabörnunum núna ;).

Annars er ég komin aftur til bloggheima og mun því verða duglegri að fylgjast með.

Knús inn í helgina þína krútta

Tína, 26.2.2009 kl. 16:28

5 Smámynd: JEG

Já þetta var bara flott og gaman.  En nei ég tekk ekki þátt því ég er ekki mikið fyrir Öskudaginn.  Hann hefur aldrei höfðað til mín sem slíkur.  Jú flott að sjá hvað sumir leggja mikið í þetta en svo er bara margt sem er farið að skyggja á þennan dag nú til dags.  Mikil frekja og yfirgangur í sumum börnum og unglingum.  Vildi sjá meira af viðburðum fyrir þau frekar en þetta rölt um allan bæ eftirlitslaus.  Tala nú ekki um hvða þetta getur verið dýrt ef á að kaupa allt.

Já Tína margir hafa mikinn metnað í búninga en svo eru líka þeir sem ekki hafa áhugann en þurfa að vera með því það er minna mál en skera sig úr.  Ég þurfti nú að sannfæra Emil dágóða stund enda er hann nú ekki fyrir svona vesen.

Knús á ykkur dúllos

JEG, 26.2.2009 kl. 16:48

6 identicon

Vá flott og virkar eins og það hafi verið svaka gaman.......gaman að sjá svona myndir alltaf hreint

Sigrún (IP-tala skráð) 27.2.2009 kl. 19:12

7 Smámynd: Tiger

 Þetta eru æðislegar myndir hjá þér Jeg .. ohh hvað ég væri til í að vera ungur aftur .. ehh .. yngri aftur! Það er æðislegt hve mikið er gert með börnunum á landsbyggðinni - miklu meira en í Reykjavík sko!

Hafðu nú góða helgi elskulegust og ég sendi þér knús og kram!

Tiger, 28.2.2009 kl. 15:49

8 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

Knús knús og ljúfur faðmur af ást og hlýju til þín elskulegust.....Ástarkveðjur frá mér til þín..:=)

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 1.3.2009 kl. 15:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband