Spark í rassinn....!

Jæja er ekki rétt að blogga áður allir verða alveg brjál.  Hrökk bara alveg úr blogggírnum því það varð skyndilega alveg OFFF  að blogga og INNN að vera bara á Fésinu.

En eins og flestir vita þá er alltaf eitthvað um að vera í sveitinni og maður hefur sosoum ekki verið alveg með tærnar uppí loft.  Ekkert var farið í bejamó þetta árið enda var sultað og saftað yfir sig í fyrra og á maður enn byrgðir.  Rifsberjarunninn gaf þokkalega af sér og var sultað úr því öllu......þó maður þyrfti að bíða helvíti lengi eftir að berin roðnuðu en sólarleysið tafði verulega og var ég farin að óttast að berin myndu hreinlega frjósa áður en þau næðu að roðna að ráði.  Nú til að vera frumlegur þá purfaði ég 2 sultuuppskirftir úr Gestgjafanum með góðum árangri og laumar maður krukku af Ananassultu og Gulrótar-appelsínumarmelaði að fólkinu sem allt á og ekkert vantar :)  Því það er jú alltaf gaman að gefa eitthvað sem ekki fæst í búðinni. 

Haustverktíðin gékk vel og voru heimtur svipaðar og undanfarin ár.  Flokkun betri en meðalviktin aðeins lakari.  Meira var af lélegum lömbun en undanfarin ár og kvarta flestir undan þessu og kenna þurrkunum um en það er alveg ótrúlegt hvað veðráttan hefur með þetta allt að gera.  Búið er að senda og slátra ....lesa af og merkja við hverjar eru komnar af fjalli.  Haldið var uppá 5 ára afmælið hjá Jónasi eftir aðalfjárragið ......já ég var ekki eins flott á því og í fyrra að gera það á milli sláturbíla + að kallinn var á spítala. 

Svo er bara næst á dagskrá að fara að undirbúa reykingu á jólahangikjötinu :) 

Set inn uppskriftir af sultunum við tækifæri :)

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Guðný

Duglega kona.  

Það er þetta með jólahangikjötið. Er mikið að hugsa um hvort ég ætti að kaupa það í ár eða senda 1-2  þessum fáu lærum sem ég á í reyk.

En gaman að sjá að þú ert farin að skrifa eitthvað. Ég er svona aðeins að byrja aftur.

Anna Guðný , 1.11.2009 kl. 21:05

2 Smámynd: JEG

Hér er það sko Sauðahangikjöt og það er bara ekki það sama og þetta búðarlambahangikjöt.  Þó það sé alls ekki svo slæmt en þá er þetta "made in sveitin" alltaf toppurinn.

Já ég er búin að vera á leiðinni að blogga í 3 mánuði en bara týndi bloggpúkanum !

JEG, 1.11.2009 kl. 23:13

3 Smámynd: Ein-stök

Gaman að lesa færslu frá þér aftur  Ég týndi blogg-púkanum líka.. partur af því er alveg blessaðri "andlitsbókinni" að kenna.. en líka ýmsu öðru.

Ég er a.m.k. að vonast til að vera komin aftur í gírinn núna

Knús á þig

Ein-stök, 2.11.2009 kl. 22:52

4 Smámynd: Sigrún Óskars

það er skrítið hvað facebook hefur tekið yfir bloggið - þótt mér þyki bloggið einhvernvegin skemmtilegra.

gott að sjá þig aftur - kveðjur í sveitina

Sigrún Óskars, 4.11.2009 kl. 14:41

5 Smámynd: Renata

kvitt kvitt

..ég held að ég verð að rifja upp bloggtaktana aftur :)

Renata, 7.11.2009 kl. 19:38

6 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Knús á þig og það er alltaf gaman að fá uppskriftir þó ég sé ekki mikið í svoleiðis stússi, ætla samt að fara að vinna í svoleiðis þegar ég hætti að vinna, á svo mikið að berjarunnum og allskonar og berin í stuttu færi. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 11.11.2009 kl. 20:59

7 identicon

Já þó að tæknin sé mikil o.s.rv. þá er veðrið þó enn eitthvað sem við getum ekki stjórnað þó lönd eins og Kína og Rússland séu farin að gera tilraunir með að stjórna regni o.s.frv.....mér finnst slíkar tilraunir hálf óhugnanlegar

Sigrún (IP-tala skráð) 15.11.2009 kl. 08:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband