Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2008
11.11.2008 | 00:07
Ný vika....
Jæja þá er komin ný vika enda ekki við öðru að búast því tíminn líður eins og hann fái sko vel greitt fyrir ......já ekki kreppan á þeim bænum. Ó nei. En síðustu dagar hafa farið í að græja kjötið sem á að reykja og verður nú ráðist í að pækla í dag. Svo þarf þetta að lyggja í pæklinum ca. 6 daga eða svo. Nú svo verður farið að smóka jólakétið.
Strákarnir fóru í afmæli um helgina á næsta bæ en þar var 2falt afmæli í gangi og var heljarinnar fjör. Enda allur skólinn mættur á einn stað. Svo verður þetta víst næstu helgar. Úff ég er nú bara fegin að ég lét mig hafa það að halda afmælið fyrir Jónas í sept. þó svo maður væri á kafi í fjárragi og kallinn á spítala. Því það er nú bara þannig að það er ekkert betra að geyma svona. Enda var litli maðurinn sko ekki að samþykkja það að fresta veislunni neitt. Var nú alveg nóg að þurfa að fresta um nokkra daga þar sem hann átti afmæli á miðvikudegi en ég hélt veisluna á laugardegi. Hann var nú ekki alveg sáttur .......ja ekki á meðan hann beið sko.
Annars er allt fínt bara, kallinn er bara góður og fór hann í tékk á Akureyri í síðustu viku og losnaði víð spelkuna. Sem hann var farinn að bíða spenntur eftir þar sem hún var farin að bögga hann. Og nú er bara málið að halda áfram að passa sig en hann má fara að ganga meira en ekki beita fætinum því það er ekki þorandi enn. Annars er dáldið skondið mál varðandi kallinn minn. Ég þekki mann sem er í góðu sambandi yfir .....ef þið skiljið mig .....hann fær s.s. skilaboð að handan og hann einmitt fékk slík skilaboð þegar ég átti við hann samtal um daginn.....reyndar dáldið síðan sko. En það barst jú í tal að kallinn hefði slasað sig og farið í aðgerð. Og þá kom svona djúp þögn í símann og svo sagði hann yfirvegaðri röddu "já hann er í góðum málum, það er fylgst vel með honum" Ha sagði ég nú bara, en þá einmitt fór hann að segja mér frá því að það væri sko fullt af góðu fólki sem passaði uppá hann. Og það var sko aukalæknir viðstaddur aðgerðina takk.....jamm virtur bæklunarlæknir sem var á Landakoti. Ekki amalegt. Nú jæja svo í dag þegar ég er að úrbeina kjöt sem ég var að fara að hakka hringir síminn og það er einmitt þessi vinur minn en þar sem ég var jú fitug og blóðug á höndunum bað ég manninn minn bara um að svara í símann meðan ég væri að þvo mér. Og spjalla þeir smá stund ......og fékk minn maður þau skilaboð .....að handan..... að hann væri sko að gera meira en hann mætti. Já takk hann fékk sko bara einn gúmorenn beint í æð. Já svona er það nú, en ekki finn ég eða kallinn mikið fyrir því að fylgst sé með okkur en það er gott til þess að vita að það er vakað yfir manni. Svona er eitthvað sem maður trúir ekki alveg fyrr en það feisar mann og maður getur ekki þrætt. Því sumt er jú þannig að það vita ekki allir. Þórhallur miðill kjaftaði t.d. í tengdó þegar ég var ólétt af Guðveigu hummmm.... neyðarlegt ha.?
Jæja farin að sofa, góða nótt kæru vinir og dreymi ykkur vel.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
8.11.2008 | 21:17
Tær snilld.
Þær eru þrjár, sonur sæll.
Á fertugs- og fimmtugsaldrinum eru þau eins og perur, enn falleg en farin að lafa svolítið.
Þegar konan er komin yfir fimmtugt þá má líkja brjóstum hennar við lauka.
Lauka? spyr sonurinn
Já, þú horfir og þú grætur !
Mamman brosti leit á eiginmanninn sinn og sagði:
Þegar að hann er á þrítugsaldri er limurinn hans eins og Eik, öflugur og harður.
Á fertugs- og á fimmtugsaldri er hann eins og Birki, sveigjanlegur en traustur
HA!, jólatré? spyr dóttirin undrandi.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
7.11.2008 | 22:09
Auglýsingar
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
6.11.2008 | 22:16
Brauð
Mjög gott brauð sem ráðskonan í skólanum bakar. Sérlega gott á ostaborðið.
6 bollar hveiti
1 tsk salt
2 msk þurrger
1/2 dl olía (til dæmis frá fetaost mjög gott )
volgt vatn
Láta hefa. Skifta í 6 brauð og láta hefa aftur.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
5.11.2008 | 17:51
Einn gullmolinn enn.....
Bloggar | Breytt s.d. kl. 18:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
2.11.2008 | 18:35
Helgin
Ekkert merkileg sosum frekar en venjulega. Nema kannski það að við réðumst í að gera slátur á föstudaginn .......eða sko við gerðum bara lyfrarpylsu þar sem ekki var búið að redda blóði í blóðmörinn. En þetta er jú allur dagurinn sem fer í svona lagað .......þ.e. að sníða og sauma vambirnar. Verkið er nánast búið þegar það er búið. Svo var auðvitað testað í hádeginu á laugardag. Og Gunnar Þorgeir var svo happý með að fá slátur að hálfa hefði nú alveg dugað. En Jónas Helgi ........vill ekki lifrarpylsu takk. Nú og Guðveig Fanney ja henni klýjaði nú hreinlega bara við henni. Sem ég skil sosum mæta vel því ég borðaði ekki lifrapylsu fyrr en ég var orðin fullorðin því mér fannst hún barasta vond. Sem kom á daginn að var eðlilegt að ég sótti ekki í hana því hún er jú mjög járnrík og þar er ég sko milli því það er eitthvað sem ég á nóg af. Svo var kíkt í húsin með litlu skottuna þar sem veðrið var sérdeilis gott og milt. Já og nú er maður sko ekki lengur hræddur né tregur við pollana sko. Já nei það þurfti sko að testa hvern einn og einsasta á leiðinni út í hús. " meiji pollinni"
Annars allt gott bara og nú er dúllað við að sjóða tólg og hamsatólg. Alveg ómissandi með saltfiski maður. Svo nota ég tólgina að meirihluta þegar ég steiki punga og parta. Svo fer maður að undirbúa sig fyrir að reykja jólahangikjötið. Ummmmmm......
Jæja best að fara að gefa liðinu að borða svo í sturtu og hátta. Skóli á morgun. Já og ekki má gleyma því að það þarf að vakna eldsnemma því kallinn er að fara á Akureyri á morgun í tékk á löppinni.
Jónas fékk klippingu í vikunni sem leið. Fyrir.
Eftir.
Sæt saman.
Verið að herma eftir pabba sínum að hvíla löppina upp á púða hehehe....
Kelirófustund. En það hópast alltaf rollur að krökkunum þegar þau nenna að sinna þeim.
Hér er ein af þeim sem urðu spakar í dag.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)