Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2008

Kreppudjók......

Hvernig losnar þú við viðskiptafræðing úr andyrinu hjá þér?

Borgar honum fyrir pizzuna!

Veistu hvernig þú bjargar áhættufjárfesti frá drukkunun?

Nei?

Gott.

Back to the future

Fimm sannanir fyrir því að nú er árið 1975:

1. Við eigum í stríði við Breta

2. Það eru gjaldeyrishöft

3. Það ríkir óðaverðbólga

4. Vinsælustu lögin eru með ABBA og Villa Vill

5. Forsætisráðherran heitir Geir og er Sjálfstæðismaður

Belgingur

Maður í loftbelg sá að hann var að missa hæð. Hann tók eftir konu á jörðinni, lækkaði flugið aðeins meira og kallaði til hennar: „Afsakaðu, geturðu hjálpað mé? Ég lofaði að hitta vin minn fyrir klukkutíma, en veit ekki hvar ég er."

Konan svaraði: „Þú ert í loftbelg sem svífur í 10 metra hæð, milli 40. og 41. Norðlægrar breiddargráðu og milli 59. og 60. Vestlægrar lengdargráðu."

„Þú hlýtur að vinna við tölvur", sagði loftbelgsmaðurinn.

„Það geri ég", svaraði konan. „Hvernig vissirðu það?"

„Nú", svaraði maðurinn, „allt sem þú sagðir mér er tæknilega rétt, en ég hef ekki hugmynd um hvaða gagn er af þeim upplýsingum, og reyndar er ég enn villtur. Satt að segja þá hefur ekki verið mikil hjálp frá þér. Ef eitthvað er þá hefurðu helst tafið ferð mína."

„Konan svaraði: Þú hlýtur að vinna við stjórnun."

„Já", sagði maðurinn. „En hvernig vissir þú það?"

„Nú", sagði konan, „þú vissir hvorki hvar þú ert né hvert þú ert að fara. Eintómt loft hefur komið þér þangað upp sem þú ert. Þú gafst loforð sem þú hefur ekki hugmynd um hvernig á að efna og þú ætlast til þess að fólk fyrir neðan þig leysi þín vandamál. Reyndar ertu í sömu stöðu og þegar við hittumst, en nú er það einhvern veginn mín sök.„

13309501563p8195


Mig langar til að spila svona þegar ég er orðin stór........


Hvað er ást í hugum ungra barna?


Gefðu þér 3 mín. til að lesa þetta.  Það er alveg þess virði. Fagfólk lagði spurninguna fyrir hóp af 4 – 8 ára börnum, “Hvað þýðir Ást?”

Svörin voru fjölbreyttari og dýpri en nokkurn grunaði. Hvað finnst þér?:  



'Þegar amma mín fékk liðagigtina gat hún ekki

beygt sig niður til að lakka táneglurnar lengur.
Svo að Afi minn gerði það alltaf fyrir hana jafnvel

eftir að hendurnar hans fengu liðagigt líka. Það er Ást.'
Rebe
kka 8 ára




'Þegar einhver elskar þig, segja þeir nafnið þitt öðruvísi.
Þú bara veist að nafnið þitt er öruggt í munninum á þeim.'

Billy
4 ára




'Ást er þegar stelpa setur á sig ilmvatn og strákur setur á sig rakspíra

og þau fara út og lykta af hvort öðru.'
Karl
5 ára



'Ást er þegar þú ferð út að borða með einhverjum og hann gefur þér frönskurnar

sínar án þess að láta þig gefa sér nokkuð af þínum eigin.'
Chrissy
6 ára



Ást er það sem lætur þig brosa þegar þú ert þreytt.'
Terri
4 ára



'Ást er þegar Mamma gerir kaffi handa Pabba,og hún tekur sopa áður en hún gefur honum það til að vera viss um að bragðið sé í lagi.'
Danny
7 ára




'Ást er þegar þið kyssist öllum stundum. Síðan þegar þið eruð þreytt á að kyssast viljið þið enn vera saman og tala meira.
Mamma mín og Pabbi eru þannig. Það er ógeðslegt þegar þau kyssast'

Emily
8 ára



'Ást er það sem er með þér í stofunni á Jólunum ef þú stoppar að taka upp gjafirnar og hlustar.'  
Bobby
7 ára
(Vaá!)

'Ef þú vilt læra að elska meira skaltu byrja á vini sem þú hatar,'
Nikka
6 ára

(við þurfum nokkrar milljónir af Nikkum á þessa jörð)
 


'Ást er þegar þú segir strák að þér finnist skyrtan hans falleg,

og þá gengur hann í henni alla daga.'
Noelle
7 ára  




'Ást er eins og lítil gömul kona og lítill gamall maður sem eru

enn vinir jafnvel eftir að þau kynnast hvort öðru svo vel.'
Tommy
6 ára


'Þegar ég var með píanótónleikana mína, var ég á sviði og ég var hrædd.

Ég leit á allt fólkið sem horfði á mig og sá Pabba minn veifa og brosa.

Hann var sá eini sem gerði það. Ég var ekki hrædd lengur'
Cindy
8 ára




'Mamma mín elskar mig meira en nokkur annar.
Þú sérð engan annan kyssa mig góða nótt á kvöldin.'  

Clare
6 ára



'Ást er þegar Mamma gefur Pabba besta hlutann af kjúklingnum.'
Elaine - 5 ára




'Ást er þegar Mamma sér Pabba illa lyktandi og sveittan

og segir enn að hann sé myndarlegri en Robert Redford.'  
Chris
7 ára



'Ást er þegar hvolpurinn þinn sleikir þig í framan

eftir að þú skildir hann eftir einan allan daginn.'
Mary Ann – 4 ára
 



'Ég veit að stóra systir mín elskar mig vegan þess hún gefur mér

öll gömlu fötin sín og verður að fara í búðina og kaupa ný.'
Lauren – 4 ára



'Þegar þú elskar einhvern, fara augnhárin upp og niður

og litlar stjörnur koma út úr þér.' (þvílík sýn)
Karen – 7 ára



'Þú ættir ekki að segja “Ég elska þig” nema þú meinir það.

En ef þú meinar það áttu að segja það oft.  Fólk gleymir.'
Jessica – 8 ára



Og að lokum:


4 ára gamall drengur átti gamlan herramann að nágranna sem hafði nýlega misst konuna sína.
Þegar hann sá gamla manninn gráta, fór litli drengurinn inn í garð herramannsins, klifraði upp í kjöltu hans og bara sat þar.

 

Þegar móðir hans spurði hann hvað hann hafði sagt við gamla manninn svaraði hann: “Ekkert. Ég bara hjálpaði honum að gráta”

 
 

Það er fyrst þegar ekkert er eftir nema Guð, að við gerum okkur ljóst að Guð er allt sem við þurfum.

Förum með örstutta bæn í huganum fyrir hvort öðru og höldum hamingjusöm og full ástar út í lífið. good_morning-fixb-w500-h500good_morning_730265791_1207997627_1410

Og svo er maður að kvarta.....!

Smá dæmisaga vegna hinnar svokölluðu “kreppu”
Íslensk kona hefur verið að styrkja námsmann í Uganda sem “óvænt varð á vegi hennar” eins og hún orðaði það. Hann var búinn að lofa að senda henni einkunnirnar sínar sem hann og gerði þegar þar að kom. Þar kom fram að hann hafði fengið A í öllum fögum og góða umsögn að auki. Það var nefnilega búið að gera honum ljóst að góður árangur væri lykillinn að því að hann fengi áframhaldandi styrk.

En allt er breytingum undirorpið í henni veröld og ýmislegt getur vissulega haft áhrif á afkomu Frónbúans og getu hans til að láta gott af sér leiða. Hún var að velta því fyrir sér hvort rétt væri að reyna að segja honum frá gangi mála hér á landi, þ.e. kreppunni og öllu því. Og það gæti því miður reynst nauðsynlegt að skera eitthvað niður styrkinn vegna hins breytta ástands hérna megin. Það eru nefnilega tiltölulega litlar líkur á því að fréttir af Íslenska skipbrotinu hafi borist alla leið til hans þarna í Entebbe. Og svo er alls ekki víst að hann skilji alvöru málsins á sama hátt og við hér heima. En ef reynt væri að útskýra hið Íslenska kreppuástand fyrir honum sem virðist ætla að fara langt með að sliga þjóðina einhver þó nokkur ár inn í framtíðina, gæti það samtal orðið á eftirfarandi nótum.

*Heyrðu félagi, það er úr vöndu að ráða. Íslenska þjóðin er gjaldþrota!

Hvað segirðu, en leiðinlegt að heyra, eigið þið þá ekki fyrir baunum og maís?

*Jú reyndar eru búðir fullar af mat og enginn vöruskortur.

Hvað segirðu, þið eigið þá mat. Það er gott. En eigið þið þá ekki þak yfir höfuðið lengur!

*Jú við eigum reyndar íbúð eins og flestir og það eru fáir heimilislausir á Íslandi.

En hvað segirðu mér þá? Gengur plága yfir landið, eru allir veikir og heilbrigðiskerfið lamað?

*Nei nei reyndar ekki, við fáum nánast ókeypis læknaþjónustu og erum með ágætt heilbrigðiskerfi.

Nú jæja. Það var gott að heyra. En eru þá skólarnir að loka og fá kannski ekki allir tækifæri til að læra að lesa lengur og sérstaklega þá ekki konur.

*Jú reyndar er 99,9% læsi á Íslandi og menntakerfið er ágætt, margir með háskólagráður og konur ekki síður en karlar.

Það er nú gott, en þið verðið þá að passa er að lenda ekki í stríði við nágrannaþjóðir ykkar.

*Uuuu við erum reyndar ekki með her og teljumst nú frekar friðsæl þjóð. En við þurfum bara að hlusta á bullið og stríðsyfirlýsingarnar í fíflinu honum Gordon Brown. Það er það sem við munum líklega komst næst því að fara í stríð.

Ok. Segðu mér nú samt ekki að þið komist ekki í hreint vatn.

*Við eigum reyndar besta vatn í heimi.

Nú, er vegakerfið þá ónýtt? Hérna í Afríku ganga allir eða nota asna og stundum reiðhjól. Það eru líka til strætisvagnar hérna, en þeir eru alltaf yfirfullir.
Eru kannski strætóarnir hjá ykkur hættir að ganga?

*Neeee… Það er verið að ræða um hvort almenningssamgöngur hér eigi að vera ókeypis, en það eru flestallir vegir malbikaðir og næstum allir eru á nýlegum bílum.

Eigið þið þá enga peninga til að gera ykkur glaðan dag? Ég meina, þú sagðir að þjóðin væri gjaldþrota.

*Flestir eiga reyndar einhvern sparnað á bókum þó sumir hafi tapað honum eða hluta hans síðustu daga. Það verður alla vega erfitt að kaupa stærri flatskjái og utanlandsferðunum verður að fækka.

Já, ég á kannski einhvern tíma eftir að fara til útlanda, en ég er nú líka frá Uganda. Hefur kannski enginn vinnu og þurfið þið núna öll að betla?

*Neiiij…! Atvinnuleysið er um 2% en við verðum að flytja Pólverjana aftur heim og fara sjálf að vinna vinnuna sem þeir unnu.

Hmmm… Svo þið hafið peninga, mat, húsaskjól, heilbrigðiskerfi, menntakerfi, búið við frið, eigið nóg hreint vatn og samgöngur eru góðar.
Segðu mér, hvert var vandamálið aftur?

Eftir þessar vangaveltur um aðstæður okkar hérna uppi á skerinu og þetta ímyndaða samtal, ákvað hún að vera ekki að íþyngja honum með ræfilslegum áhyggjum sínum af “gjaldþrota” eyríki norður í ballarhafi. Námsgjöld hans skulu greidd hér eftir sem hingað til og kannski fær hann líka smá vasapening með. Hann getur þá kannski tekið strætó í skólann endrum og sinnum í stað þess að þurfa ganga í marga klukkutíma eins og venjulega. Fé hins meinta íslenska terrorista yrði þá líklega bara vel varið.

good_morning-fixb-w500-h500good_morning_585402935_1204827844_me_2_u_bear 


Stöldrum aðeins við ......hugsum okkur 2x um áður en við gerum eitthvað sem ekki er aftur tekið.

Þessi saga er þess virði að lesa :D



Síðasta dag fyrir jól flýtti ég mér í stórmarkaðinn til að kaupa gjafirnar sem ég komst ekki yfir að kaupa fyrr.

Þegar ég sá allt fólkið þar, byrjaði ég að kvarta í hljóði 'Þetta á eftir að taka heila eilífð og ég á enn eftir að fara á svo marga staði'.

Jólin eru alltaf að verða meira og meira pirrandi með hverju árinu. Ég vildi að ég gæti bara lagst niður og farið að sofa og vaknað svo eftir jólin.
Allavegana, ég kom mér í leikfangadeildina og þar fór ég að skoða verðin, hugsandi hvort að börn leiki sér eitthvað með svona dýr leikföng.  
Eftir smá
tíma af leikfangaskoði þá tók ég eftir litlum strák um 5 ára, sem hélt á dúkku upp við brjóstið sitt.

Hann strauk hárið á dúkkunni og virtist svo sorgmæddur.
Svo snéri litli strákurinn sér að eldri konu sem var við hliðina á honum 'amma, ertu viss um að ég hafi ekki nógu mikla peninga?' Gamla konan svaraði 'þú veist að þú átt ekki nóg til að kaupa dúkkuna elskan mín' Svo bað hún hann um að bíða í 5 mínútur eftir sér á meðan hún skoðaði sig um.
Hún fór fljótlega.

Litli strákurinn hélt ennþá á dúkkunni í hendinni. Ég labbaði til hans og spurði hann hverjum hann ætlaði að gefa dúkkuna. 'Þetta er dúkkan sem systir mín elskaði mest og langaði svo mikið í fyrir jólin.

Hún var svo viss um að jólasveinninn myndi gefa sér hana.

Ég sagði honum að kannski eigi jólasveinninn eftir að koma með dúkkuna til hennar, og að hann þyrfti ekki að hafa áhyggjur. En hann sagði við mig sorgmæddur 'Nei jólasveinninn getur ekki gefið henni dúkkuna þar sem hún en núna. Ég verð að gefa mömmu dúkkuna svo að hún geti gefið henni hana þegar hún fer þangað'. Augun hans voru svo sorgmædd meðan hann sagði þetta.

'Systir mín er farin til þess að vera með Guð. Pabbi segir að mamma sé líka að fara til Guðs mjög fljótlega, og ég hélt að hún gæti farið með dúkkuna fyrir mig og gefið systur minni hana'.

Hjartað mitt stoppaði næstum því. Litli strákurinn leit upp til mín og sagði 'Ég sagði pabba að segja mömmu að fara ekki alveg strax.

Ég bað hann um að bíða þangað til að ég kæmi heim úr búðinni' Svo sýndi hann mér fallega mynd af honum þar sem hann var hlæjandi. 'Ég vil líka að mamma taki þessa mynd með sér svo að hún gleymi mér aldrei'

'Ég elska mömmu mína og ég vildi óska að hún þyrfti ekki að fara, en pabbi segir að hún verði að fara til að vera hjá litlu systur minni'.

Svo leit hann aftur á dúkkuna með sorgmæddum augum, mjög hljóðlátur. Ég teygði mig hljóðlega í veskið mitt og tók smá pening upp og sagði við strákinn 'en ef við athugum aftur í vasann til að tékka hvort að þú eigir nógan pening?' Allt í lagi sagði strákurinn 'ég vona að ég eigi nóg'

Ég bætti smá af mínum peningum við án þess að hann tæki eftir því  
og við
byrjuðum að telja. Það var nógur peningur fyrir dúkkunni, og meira að segja smá afgangur.


Litli strákurinn sagði 'Takk Guð fyrir að gefa mér nógan pening.  
Svo leit
hann á mig og sagði ' Í gær áður en ég fór að sofa þá bað ég Guð um að vera viss um að ég hafi nógan pening til þess að geta keypt dúkkuna handa systur minni. Hann heyrði til mín'

'Mig langaði líka að eiga nógan pening til að kaupa hvíta rós handa mömmu, en ég þorði ekki að biðja Guð um of mikið, en hann gaf mér nóg til að kaupa rósina líka'. Sko mamma elskar hvíta rós'.

Nokkrum mínútum seinna kom gamla konan og sótti strákinn. Ég kláraði að versla með allt öðru hugarfari ég gat ekki hætt að hugsa um litla strákinn.


Svo mundi ég eftir frétt í blaðinu fyrir 2 dögum síðan 'maður keyrði drukkinn og klessti á bíl þar sem ung kona og lítil stelpa voru í. Litla stelpan dó samstundis en mamman var í dái' Fjölskyldan varð að ákveða hvort það ætti að setja hana í öndunarvél eða ekki, af því að unga konan myndi ekki vakna úr dáinu.

Var þetta fjölskylda litla stráksins?


Tveim dögum eftir að ég hitti litla strákinn, las ég í blaðinu að unga konan hafi dáið. Ég gat ekki hamið mig og fór út í blómabúð og keypti búnt af hvítum rósum og fór upp í líkhús þar sem fólk gat séð konuna og óskað sér í seinasta skipti áður en hún væri jörðuð.

Hún var þarna í kjól, haldandi á fallegri hvítri rós með myndinni af litla stráknum og dúkkuna á brjóstinu.

Ég fór grátandi og fannst líf mitt hafa breyst til eilífðar.  
Ástin sem
þessi litli strákur hafði til mömmu sinnar og systur, er enn þann dag í dag, erfitt að ímynda sér. Og í einni svipan tekur drukkinn maður þetta allt frá honum.


Núna hefur þú 2 kosti:

1) Sendu þessi skilaboð til allra sem þú þekkir.
2) Eða hentu þessu og láttu sem þetta hafi ekki snert hjartað þitt.

Ef þú sendir þessi skilaboð, þá kannski hindrar þú einhvern til þess að keyra drukkinn.

Í tilefni dagsins í dag.

good_morning-fixb-w500-h500good_morning_1060002107_1205490302_lucky

Líður....að jólakortum.

Já tíminn líður og ekki annað í stöðunni en að fara að huga að jólakortunum ......en það hefur nú verið eitt af þessum jólaverkum sem vilja nánast gleymast........ja allavega svona fram á síðusta séns dag.  En þó ekki alltaf.  En það verður að fara að huga að þessu í tíma ef maður ætlar ekki að vera með allt á hælunum hvað varðar myndir og hönnun.  En þá komum við að vandanum.  Ég er ekki vön að þurfa að vera að kaupa jólaföt á börnin .......löngu fyrir jól og núna virðist bara vera nokkuð góð staða á því þannig að það er ekki málið.  Myndatakan .....ja hún hefur sjaldan átt sér stað fyrr en daginn fyrir útprentun og útfyllingu jólakortanna því að krakkarnir eru jú ekki mikið fyrir að láta klæða sig upp og stilla sér svo í myndatöku ......til að fara svo úr klæðnaðinum aftur.  En látum það nú ekki drepa okkur...... !  Það sem vefst fyrir mér núna er að mig lagar að gera meikað mitt eigið jólakort með mynd og texta og prentað svo bara út á mínum prentara og enginn aukakostnaður né vesen.   En þar kemur einmitt vesenið......!  Ég er ekki tölvuséní og þaðan af síður enskuséní.   Og alveg glötuð þegar kemur að einhveju svona sem ekki er "imbaproof" einfalt.  Nú og þar sem farið er að bergmála dálítði í buddunni má þetta ekki kosta neitt aukalega því var ætlunin að nota það sem til væri af pappír en það er slatti.  Svo mig langar að væla í ykkur snillingar og kanna hvort þið vitið ekki um síðu sem ég get meikað svona jólakort.  S.s. þar sem ég get bara valið mynd og fyllt út minn texta og svo bara prentað út.  Málið dautt.  Hætt að væla.

friendshipday-fixb-w500-h500friendshipday_583417632_1222990143_friends5021

 


Ást - Losti - Hnapphelda

Það getur verið munur á því að elska, þrá eða vera genginn í hnapphelduna. Eftir hveitibrauðsdagana verður meiri stöðugleiki en þrátt fyrir það þarf það alls ekki að draga úr lostanum né ástinni.

Ást: Þegar þið farið í freyðibað saman.
Losti: Þegar þið farið í bað fyllt af hlaupi.
Hnapphelda: Þegar þið baðið afkvæmið.

Ást: Rómantískur kvöldverður við kertaljós.
Losti: “Verð ég að kaupa matinn fyrst?”
Hnapphelda: Fjölskyldutilboð á McDonalds.

Ást: Að gefa ástinni sælgæti.
Losti: Þú ert sjálft góðgætið.
Hnappheldan: Að skrapa sælgætið barnsins af gólfinu.

Ást: Kynlíf hvert kvöld.
Losti: Kynlíf fimm sinnum á nóttu (eða degi??).
Hnappheldan: Hvað er kynlíf?

Ást: Kvöld í leikhúsinu.
Losti: Kvöld á mótel Venus.
Hnappheldan: Kvöld á vídeóleigunni.

Ást: Franskt ilmvatn.
Losti: Grófur rakspíri.
Hnappheldan: “Það þarf að skipta á barninu…”

Ást: Að lána elskunni þinni jakkann þinn.
Losti: “Ég veit hvernig við getum haldið á okkur hita…”
Hnappheldan: Unglingsdóttir þín hefur fengið alla jakkana þína lánaða.

Ást: Tala og knúsa.
Losti: Rúlla sér á hina hliðina og steinsofna.
Hnappheldan: Að fara framúr til að þvo sér um hendurnar.

Ást: Langar ökuferðir í sveitinni.
Losti: Löng viðdvöl á útsýnisstað.
Hnappheldan: Langar ökuferðir með grenjandi börn í aftursætinu.

ástfangin


Vinátta.

friendshipday-fixb-w500-h500friendshipday_571433650_1218099816_friendships

Skrapp......

......suður í gær.  Tilefni: Jarðaför.   En verið var að jarðsetja konu sem fjölskyldan þekkti vel til.  Blessuð sé minning hennar.
Alveg er þetta nú sama sagan.....maður hittir fólk alltaf við jarðafarir.  Og það virðist vera að það sé nú bara ekki hisst nema jú við brúðkaup og jarðafarir.  Svo ótrúlegt sem það virðist nú vera ......en satt er það.  Þarna var fólk sem ég hafði ekki hitt síðan fyrir 19 mánuðum síðan þegar amma var jörðuð.   En svona vill þetta fara þar sem enginn hefur orðið tíma til neins í dag.  Það er svo önnum kafið við eigið líf ......já og ég líka.  Maður fer suður til að sinna eigin þörfum en gefur sér engann tíma í að hitta fólkið sem maður þekkir og vill þekkja mann.  Nútíminn er bara að taka mann í rassgatið og notar maður bara netið til að eiga samskipti við fólk.  Einstaka símtal þó það sé nú frekar ólíklegt nema að mikið sé í gangi. 

Nú en þar sem maður er nú ekki uppfullur af sniðugum smellum í dag ætla ég ekki að hafa þetta lengra að sinni.
13309501563p6388 

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband