Bloggfærslur mánaðarins, maí 2008

Betra að hugas áður en maður talar

 

Ósköp venjulegt samtal við morgunverðarborðið:

Hún: Hvað myndirðu gera ef ég yrði skyndilega bráðkvödd
Hann: Ég myndi syrgja þig mjög mikið
Hún: Hvað lengi?
Hann: Mjögt lengi!
Hún: Af hverju?
Hann: (Mjög alvarlegur á svipinn) Af því að ég elska þig mjög mikið og að missa þig yrði mjög sárt, þessvegna!
Hún: (með smábros á vörum) Æ – en sætt. – Mundirðu gifta þig aftur?
Hann: (svarar hiklaust) Nei.
Hún: (móðguð, „nei“ er nefnilega ekki alveg rétt svar, maður þarf að hugsa sig um og segja svo nei)
Af hverju ekki? Hefurðu almennt eitthvað á móti hjónaböndum?
Hann: Á engan hátt. Við erum gift ekki satt?
Hún: Þú meinar sem sagt að þú mundir gifta þig aftur?
Hann: (Skynjar að samtalið er á leið í ógöngur, ræskir sig lítilsháttar) Hmm, Þegar ég er búinn að syrgja þig lengi og lífið er að öðlast merkingu að nýju þá gæti það kannski hugsast.
Hún: Mundirðu sofa með henni í rúminu okkar?
Hann: Það gæti svo sem verið.
Hún: Mundirðu þá hafa mynd af henni á náttborðinu í staðinn fyrir mynd af mér?
Hann: Ætli ég myndi ekki bara hafa mynd af ykkur báðum.
Hún: Þú myndir þá væntanlega gera það með henni í rúminu okkar
Hann: (sýpur á kaffibollan greinilega hálfóstyrkur, samtalið er greinilega komið í verulegar ógöngur)
Það myndi líklega enda með því, já.
Hún: Mundirðu líka spila golf með henni?
Hann: Ja, það gæti svo sem alveg verið
Hún: Fengi hún þá að nota kylfurnar mínar?
Hann: Nei, Hún er örfhent.
Hún: ??????
ÚPS!

smeik


Karlmenn athugið!

Ertu að fara út með vinunum?
Eyðublað fyrir karlmenn sem eru að fara út að skemmta sér
Nafn:  ___________________________________

Ég óska eftir leyfi frá æðsta yfirvaldi lífs míns fyrir neðangreint tímabil.

Dagsetning: _______
Farið út kl.: _______ Komið heim (í ALLRA síðasta lagi) kl.: ________

Að því gefnu að leyfi fáist, þá sver ég og sárt við legg að heimsækja aðeins þá staði sem tilgreindir eru hér að neðan á þeim tíma sem þar kemur fram. Ég samþykki að reyna hvorki við né daðra við aðrar konur. Ég mun ekki einu sinni tala við aðrar konur, nema þær sem ég hef skriflegt leyfi fyrir hér að neðan. Ég mun ekki slökkva á gemsanum eftir tvo bjóra né neyta meira magns af áfengi en kemur fram hér að neðan fyrr en ég hef hringt eftir leigubíl og fengið munnlegt leyfi fyrir aukadrykknum. Ég skil að jafnvel þótt leyfið fáist þá hefur þú fullan rétt á að vera fúl út í mig viku á eftir án nokkurrar sérstakrar ástæðu.

Áfengi sem leyfið nær til (einingar):
Bjór ___ Léttvín ___ Sterkt vín ___ Alls ___

Staðir sem leyfið nær til:
Staður: _______________  Frá kl.: ______ Til kl.: _______
Staður: _______________  Frá kl.: ______ Til kl.: _______
Staður: _______________  Frá kl.: ______ Til kl.: _______

Konur sem má eiga takmörkuð samskipti við: ________________

MIKILVÆGT ÁKVÆÐI UM NEKTARDANS: Auk þess sem á undan er komið þá lofa ég að halda mér í 20 metra fjarlægð frá fatafellum og/eða erótískum dönsurum. Brot á ákvæði þessu er gild ástæða fyrir sambandsslitum.

Undirskrift:

___________________________

 

vín


Valið!

 val.jpg

Ég átti þrjár vinkonur, en ég var ekki viss um hverri þeirra ég ætti að giftast. Til að auðvelda mér valið gaf ég þeim 500 þús. hvorri til að sjá í hvað þær eyddu þeim.

Sú fyrsta fór út og fór í algera yfirhalningu. Keypti sér ný föt, fór á hárgreiðslustofu, handsnyrtingu og fótsnyrtingu semsagt allann pakkann.
Þegar hún kom aftur sagði hún: “Ég eyddi öllum peningunum í mig þannig að þú yrðir ánægður með mig af því að ég elska þig svo heitt.”
Ég varð mjög hrifinn og æstur og við áttum saman yndislegt kynlíf alla nóttina.

Næsta fór út og keypti golfsett, DVD geislaspilara, flatsjónvarp og heimabíó.
Þessi yndislega kona horfði í augun á mér og sagði: “Ég keypti þetta fyrir þig af því að ég elska þig svo mikið.”
Við áttum síðan saman yndislegt kvöld og horðum á nýju græjurnar.

Sú þriðja fór út og keypti hlutabréf fyrir alla peningana og tvöfaldaði verðgildi þeirra. endurgreiddi mér og fjárfesti aftur fyrir afganginn.
Hún sagði: “Ég fjárfesti aftur af því að ég elska þig og vil tryggja okkur örugga framtíð.”
Hún er vel efnuð og hún getur gefið mér lystisnekkju.

Ég velti því fyrir mér vel og vandlega hvernig þær hefðu varið peningunum og ákvað síðan að giftast þeirri sem hafði stærstu brjóstin.


Sauðburður

DSC02854

Back off....

DSC02841

She is mine.....

DSC02850

Og ég á 2, annað er flottara en hitt......


Eins gott að passa sig.

Bóndi var nýgiftur og var á leiðinni heim í hestvagninum sem var dreginn af nokkrum hestum. Þegar einn af hestunum hrasaði sagði hann: “Einu sinni”.

Þegar hann hrasaði aftur sagði hann: “Tvisvar”

Seinna, þegar hesturinn hrasaði í þriðja sinn, sagði hann ekki neitt, heldur sótti haglabyssuna og skaut hestinn.

Nýja konan hans varð brjáluð og gargaði á hann. Bóndinn snéri sér að henni og sagði: “Einu sinni”.

hjón


Á barnum

Hræðilega ljótur maður sat á barnum og drakk þegar kunningja hans drífur þar að.

Kunninginn er algjör andstæða við þann ljóta, hefur leikið í fjöldanum öllum af undirfataauglýsingum og er almennt

sjálfsöruggur vegna útlitsins.

Hann sest hjá þeim ljóta og þeir byrja að spjalla.

Fjótlega koma þeir auga á eina gullfallega við barinn.

Sá myndarlegi segir: “Djöfull væri ég til í þessa maður!”

“Láttu vaða,” segir sá ljóti.

“Ekki séns,” segir hann, “ég er búinn að margreyna, en hún fer ekki heim með neinum.”

Sá ljóti segir þá: “Ég hugsa að ég fengi hana með mér heim ef ég reyndi.”

Hinn fer að hlæja: “Af hverju heldurðu að hún vilji fara heim með þér þegar hún hefur neitað nánast öllum hérna í bænum?

Þar á meðal mér.”

“Veðjum. 5000 kall að hún fer með mér heim,” segir ljóti gaurinn.

“Tek því.”

“Flott. Skildu bara peninginn eftir hjá barþjóninum. Ég sæki hann seinna.” Svo gengur hann upp að þeirri fallegu, talar við

hana í nokkrar sekúndur og fyrr en varir er hann á leiðinni út af barnum og hún fylgir fast á eftir.

Hinn trúir þessu ekki, fer til barþjónsins og spyr: “Hvað sagði hann eiginlega við hana?”

“Hann sagði nú ekki mikið,” segir barþjóninn. “Hann sagði eitthvað um að það væri fallegt veður til að fara út að labba…….

“Svo sleikti hann á sér augabrúnina og gekk út.”

tjúttari

~~~~~~


Raunverulegt ?

stór brjóst

Hólý móli ef hún er með orginal W00t

hoppari


Á leikskólanum

Móðir kemur og sækjir barnið sitt á leikskólann og á leiðinni heim spyr hún:

"Hvað gerðuð þið í leikskólanum í dag?"

"Strákarnir voru að leika pabba og stelpurnar voru að leika mömmur."

"og hvað gerðu pabbarnir?"


"Pabbarnir sátu og lásu blaðið og voru líka að laga garðinn."

"En hvað voru mömmurnar að gera?"

"Þær fóru til útlanda!"

mjawwháha


Óheppni

óheppinn á sjóskídum

hlehle


Úfff hvert er ég kominn ???

!cid_A13F33A3-8C14-4925-BA53-66D19BDAFC77@local

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband