Leitin að R-inu

Mikið hefur verið leitað að "Errinu" en illa gékk og alvag sama hvaða brögðum var beitt þá fannst það bara ekki.  Nú þannig að litli maðurinn var alltaf veifuf en ekki "reiður" og sagði alltaf bafa en ekki "bara" 
Svo einn daginn nánar tiltekið daginn áður en við fórum suður þá fann hann R-ið.
Það var hreinlega Urrað og Burrað allan liðlangan daginn. Sem betur fer var hann búinn að errþjálfa sig vel svo ég slapp við urr-burr og rorr í ferðinni.  En í staðinn var hann fainn að klína errinu inní errlaus orð. T.d. Guðrveigr Franneyr svo eitthvað sé nefnt.
Núna er hann kominn með nokkuð góða stjórnun á þessu og er ekki nema stundum sem að berrrr virrrkilega á þessum nýja staf í forðanum.

Jonas H

Jónas Helgi.

th_Hearts3


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Guðný

Oh ég klökknaði núna. Það er svo yndisleg tilfinning þegar þeim tekst loksins á ná hljóðinu,  Minn var með svokallaða letitungu og 5. ára skildi enginn hann og svo allt í einu 4 mánuðum seinna skildu hann allir.Eftir smá leiðbeiningu hjá talþjálfara.

Hafðu það gott.

Anna Guðný , 2.7.2008 kl. 16:05

2 Smámynd: JEG

Já sá eldri var þannig. Eða sko hann var á eftir í tali og fór í þjálfun og náði með ótrúlegum hætti að sigrast á sínum vanda á 1 1/2 ári og nokkrum tímum í þjálfun.  Meira að segja sleppur hann við lesblinduna sem var mikil hætta á. Hann er fyrir ofan meðallag í lestri sem er frábært og miklumeira en maður þorði að vona.

En já það er frábært þegar þau eru að ná tökum á einhverju nýju.

Knús til þín.

JEG, 2.7.2008 kl. 16:15

3 Smámynd: María Guðmundsdóttir

 fallegur drengur. min eldri nádi aldrei S inu fyrr en i fyrsta bekk grunnskóla....en thad kom ad lokum...sem betur fer....

eigdu gódan dag i sveitinni 

María Guðmundsdóttir, 2.7.2008 kl. 16:21

4 Smámynd: Tína

Bara fallegur krakki . Kristján minn (15 ára) er bæði les og skrifblindur. En ofan á allt þetta ætlaði hann aldrei að læra litina. Það var lagt fyrir hann litblindupróf og niðurstaðan var þessi: "Hann er bara latur og lærir þetta þegar hann þarf á því að halda". Viti menn.... einn daginn þegar hann var orðin rúmlega 4 ára þá bara þekkti hann alla litina  Sama sagan með tölurnar. Og svona er hann enn í dag. hann lærir hlutina þegar hann þarf á því að halda !!

Knús á þig sæta.

Tína, 2.7.2008 kl. 16:29

5 Smámynd: Jóna Salvör Kristinsdóttir

já það er dásamlegt tímabil þegar þau fara að læra að segja err hihih :) gangi prinsinum vel :)

Jóna Salvör Kristinsdóttir, 3.7.2008 kl. 02:41

6 Smámynd: Renata

Jimiii, hvað han er super sætur, hann sonurinn þinn!!

Gaman þegar börnin eru ná tökum á ýmsum hlutum :)

Renata, 3.7.2008 kl. 10:33

7 Smámynd: JEG

Takk takk.

Já hann er einstaklega vel heppnað eintak hehe.... og margir eru heillaðir af augunum hans en hann er með 3lit eins og pabbinn. Þó ekki eins. Aðallitur brúnn.  Hin eru bláeygð.

Knús á ykkur öll.

JEG, 3.7.2008 kl. 10:46

8 Smámynd: Hulda Bergrós Stefánsdóttir

Frábær strákur sem þú átt

Hulda Bergrós Stefánsdóttir, 3.7.2008 kl. 16:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband