Skipulagt kaos í Höfuðborginni.

Jæja !

Þessar 2 ferðir mínar til Höfuðborgarinnar til að sækja húsgögn urðu til þess að ég komst að leiðinlegri staðreynd um Höfuðstaðinn.  Og hún er sú að allar þessar nýbyggingar og stækkun hverfa ja og öll þessi viðbótarhverfi eru ..... ILLA SKIPULÖGÐ.  Það er ekki með nokkru móti hægt að fara "short cut" styttri leiðina að neinu eða frá neinu. Og merkingarnar maður minn úfffff. Ef maður er hreinlega ekki með GPS í bílnum þá er maður bara í vanda staddur.

Nýja hverfið í Kópavogi (Lindir - Salir - Kórar - Hvörf) er nú alveg fáránlega kjánalegt ....eins og Bjúga í laginu. Inn og út á endunum og halló maður er annað hvort í Smáranum eða takk kærlega í Víðidalnum - Elliðavatni þegar maður finnur hinn endann Shocking  Engin leið að komast úr miðju hverfinu yfir í Seljahverfið og Mjóddina. Neibb of heilagt þetta svæði á milli sko .....skólasvæði en ég hlélt að skólarnir væru nú ekki þarna sem ég hefði viljað sjá Tengibraut.  Sem btw lítur út fyrir að vera þegar maður skoðar kortin í símaskránni.   Og tafði þetta mig um ca 1 klst. þar sem að ég var jú með kerru og allt þetta vesen að halda að maður væri að fara betri leið en að fara til baka sömu leið.  Nú það sem sótt var í þessari ferð var allt á vísum stað í rótgrónum hverfum nema það var jú einn hlutur sem þurfti að sækja í Salahverfi og þar með fór mín gleði á annars sólríkum degi.

Nú í næstu ferð varð smá misskilningur hjá mér með götuheiti í Hafnarfirði en þar er jú líka ný hverfi sem ekki allir þekkja.  En þeir sem þar búa halda að allir séu sko á hreinu með þetta allt saman.  En ég þurfti í Vangana og Börðin og var búin að stimmpla inn hjá mér að ég væri að fara að sækja sófa í Vangana  líka en neibb það var nú ekki.  Því þegar ég hringji í manninn og tilkynni mig þá var það nú barasta Vellir takk.  Og ég var í nágernninu rétt áður ooohhhh..... bara svekkjandi.  En það varð bara að taka því. Og var brunað til baka og inní Vallahverfi sem btw er illa skipulagt og asnalega merkt því að gatan sem ég þurfti í er inní hverfinu og ekkert sem bendir til þess að það séu inngötur frá hliðargötunum ef þið skiljið mig.  Og svo var það líka misskilningur að maðurinn hélt að ég væri stödd við VallarBónus en ekki VangaBónus svo að ég var jú lengur á leiðinni.  Og töfin kom svo algerlega þegar ég ætlaði til baka OMG ég þurti nánast að fara inní hesthúsahverfið í Sörla til að komast á Reykjanesbrautina aftur.  Fáránlegt. 

Hvenig nennir fólk að búa í svona hverfum??? Ég bara spyr.  Og hvað er málið með allar þessar byggingar ???? Er virkilega svona margt fólk á Skerinu ?  Og er fólk virkilega svona fjáð ?  Hvar er þessi kreppa og peningaleysi sem allir eru að væla um?  'EG er bara ekki að botna þetta enda bara "sveitakjelling"

pluto


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: María Guðmundsdóttir

ekki er ég hissa ad thú spyrjir...allar thessar byggingar hægri vinstri.. og ekki hlaupid ad thvi ad rata tharna um,alltaf komin ný hús thegar madur átti leid i næsta sinn

eigdu gódan sunnudag og hafid thad sem best i sveitinni

María Guðmundsdóttir, 27.7.2008 kl. 14:10

2 Smámynd: Vilhjálmur Óli Valsson

Við illa gefna fólkið kaupir bara á Kársnesinu eða í Fossvogsdalnum, þá komumst við til vinnu og heim aftur án mikilla vandræða.

Hitt er annað mál að það eru sjálfsagt allt of margir illa gefnir þar sem íbúðir hér í hverfi seljast mjög hratt og á ágætu verði líka.

Vilhjálmur Óli Valsson, 27.7.2008 kl. 16:14

3 Smámynd: Anna Guðný

Jæja góða mín, þá sérðu það. Það er bara vel gefið  fólk sem býr í þessum skringliega skipulögðu hverfum. Vilja örugglega ekki fá okkur hin of oft í heimsókn og redda því svona.

Hafðu það gott dúllan mín

Anna Guðný , 27.7.2008 kl. 23:51

4 Smámynd: Tína

Blessuð yndislega kona.

Skil vel hvað þú ert að tala um hérna. Enda er ég ávallt þeirri stund fegnust þegar ég er á leið austur aftur ef ég hef einhverra hluta vegna neyðst til þess að fara í höfuðborgina. En gott að þú hafir í það minnsta ratað út aftur!!!

Knús á þig í sveitina fallegust.

P.s Þú ert allt of nösk við að lesa á milli línanna  en ekki segja neinum

Tína, 28.7.2008 kl. 10:42

5 Smámynd: SigrúnSveitó

Gaman að lesa færslu og geta samhæft svona vel og rækilega :) Ég á sem betur fer sjaldan leið í þessi nýju hverfi...og ég myndi ekki fyrir mitt litla líf hætta mér þangað með kerru. Mér finnst þú sko alger hetja að leggja í slíkt!

Knús af Skaganum

SigrúnSveitó, 28.7.2008 kl. 13:19

6 Smámynd: Anna Guðný

Mér fannst nú alveg nóg með sjálfa mig en fatta núna þetta kerruna. Kann ekki einu sinni að bakka með kerru. Hún fer alltaf í hina áttina. En svetikonan getur þetta auðvitað. Ég á svona marga bræður að ég lærði þetta aldrei.

Anna Guðný , 28.7.2008 kl. 13:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband