Helgin

Ekkert merkileg sosum frekar en venjulega.  Nema kannski það að við réðumst í að gera slátur á föstudaginn .......eða sko við gerðum bara lyfrarpylsu þar sem ekki var búið að redda blóði í blóðmörinn.  En þetta er jú allur dagurinn sem fer í svona lagað .......þ.e. að sníða og sauma vambirnar.  Verkið er nánast búið þegar það er búið.  Svo var auðvitað testað í hádeginu á laugardag.  Og Gunnar Þorgeir var svo happý með að fá slátur að hálfa hefði nú alveg dugað.  En Jónas Helgi ........vill ekki lifrarpylsu takk.  Nú og Guðveig Fanney ja henni klýjaði nú hreinlega bara við henni.  Sem ég skil sosum mæta vel því ég borðaði ekki lifrapylsu fyrr en ég var orðin fullorðin því mér fannst hún barasta vond.  Sem kom á daginn að var eðlilegt að ég sótti ekki í hana því hún er jú mjög járnrík og þar er ég sko milli því það er eitthvað sem ég á nóg af.  Svo var kíkt í húsin með litlu skottuna þar sem veðrið var sérdeilis gott og milt.  Já og nú er maður sko ekki lengur hræddur né tregur við pollana sko.  Já nei það þurfti sko að testa hvern einn og einsasta á leiðinni út í hús.  " meiji pollinni"

Annars allt gott bara og nú er dúllað við að sjóða tólg og hamsatólg.  Alveg ómissandi með saltfiski maður.  Svo nota ég tólgina að meirihluta þegar ég steiki punga og parta.  Svo fer maður að undirbúa sig fyrir að reykja jólahangikjötið.  Ummmmmm......

Jæja best að fara að gefa liðinu að borða svo í sturtu og hátta.  Skóli á morgun.  Já og ekki má gleyma því að það þarf að vakna eldsnemma því kallinn er að fara á Akureyri á morgun í tékk á löppinni. 

DSC03789

Jónas fékk klippingu í vikunni sem leið.  Fyrir.

DSC03791

Eftir.

DSC03793

Sæt saman.

DSC03782

Verið að herma eftir pabba sínum að hvíla löppina upp á púða hehehe....

DSC03829

Kelirófustund.  En það hópast alltaf rollur að krökkunum þegar þau nenna að sinna þeim.

DSC03807

Hér er ein af þeim sem urðu spakar í dag.

ros005  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: María Guðmundsdóttir

thú ert nú meiri dugnadarforkurinn, alltaf eitthvad ad brasa  finnst svo gaman ad lesa hjá thér um hversdaginn, ert svo jardbundin og allt svo heimilislegt, lovit  væri sko til i lifrarpylsu núna og taladu ekki um hangiketid  jú ok..ég fæ kannski næstu jól..lifi thessi á danskri skinku eda whatnot.

Miklir krúttulingar børnin thin  alltaf gaman ad sjá myndir med blogginu . Hafdu góda viku min kæra , kreist og krammar til thin .

María Guðmundsdóttir, 2.11.2008 kl. 18:55

2 Smámynd: Renata

Duglegt þú :)

ég segi það sama með hamsatólg að það er ómissandi með saltfiski, nammi namm, fékk bara vatn í muninn...Skrítið að fyrir 20 árum átti ég ekki orð yfir villimennsku í Íslendingum að borða saltaða fisk með lambafitu og drekka mjólk með, og  fá sér rúgbrauð með smjöri, hihihi....

en slátur hef ég ekki lært að borða, þó að ég er búin að prófa það oft.

knús til þín og sætustu börnin sem þú eigir

Renata, 2.11.2008 kl. 19:22

3 Smámynd: JEG

Þið sætu krúttlingar sjálfar konur. 

María já maður verður að halda hversdeginum gangandi þýðir lítið annað hér í sveitinni.  Hehehe.....ég jarðbundin ......getur varla verið........ég er ekki Steingeit fyrir ekki neitt sko.

Renata það er geggjað einföld uppskrift af rúgbrauði hér til hliðar undir Tenglar - uppskriftir.  Og þú færð 4x meira fyrir peninginn en út úr búð.

Kossar til ykkar skvísur.

JEG, 2.11.2008 kl. 22:56

4 Smámynd: Sólveig Kristín Gunnarsdóttir

Thú ert alger dugnadarforkur.

Áttu ekki uppskrift ad flatkøkum, sem thú getur lagt inn á bloggid thitt ?

Skonsurnar thínar eru ordinn fastur lidur á okkar heimili. Allir, danir sem íslendingar elska uppskriftina. ´"má vi få skonsu ?" segja thau á sinni kartøflu-dønsku.

Sólveig Kristín Gunnarsdóttir, 3.11.2008 kl. 00:19

5 Smámynd: Anna Guðný

Guð, ég sé Renötu fyrir mér í fyrsta saltfiskboðinu, óskapast yfir villimennskunni.  ROTFL 
En mikið ert þú dugleg, eins og venjulega. Kemur þú með kalli á Akureyri á morgun? Veit það verur brjálað að gera en þú sendir mér bara vink.

Sammála Mariu með myndirnar, miklu skemmtilegra að hafa þær.

Hafðu það gott ljúfan




Anna Guðný , 3.11.2008 kl. 01:26

6 Smámynd: JEG

Einhverstaðar á kallinn minn nú til uppskrift af flatkökum en ég hef ekki prufað að baka þær.   Þetta er kannski tilefni til að fara að gera það.  Já enda eru þessar skonsur þrælgóðar.

hahahaha.....já segi það með þér.  Nei ég fer ekki með hann enda þá þarf að redda pössun og læti.  Enda fór hann af stað fyrir kl. 8 í morgun en mágur hans keyrir.

Já myndir eru nauðsyn inná milli.  Luvya .

JEG, 3.11.2008 kl. 09:34

7 Smámynd: Tína

Elsku hjartans dúlludúskur. Ég dáist að dugnaðinum í þér. En má ég minna þig á eitt? Bara svona í framhjáhlaupi. Má ég minna þig á sjálfa þig????

Ég mana þig til að kíkja austur og gista hjá mér!! Mun sko alltaf taka fagnandi á móti þér stelpa

Knús á þig vinkona mín kær

Tína, 3.11.2008 kl. 13:15

8 Smámynd: JEG

Úfff man.  Já það verður að skoða það man hehehe.....ég ætti að rata sko. 

JEG, 3.11.2008 kl. 14:18

9 Smámynd: Guðrún Anna Frímannsdóttir

Vá þú ert hörkudugleg kona. Ekkert smá

knús á ykkur í sveitinni

Guðrún Anna Frímannsdóttir, 3.11.2008 kl. 14:42

10 Smámynd: Renata

hvað er með þessa karla og flatkökur? Mín hefur líka uppskrift en geymir það eins og fjársjóð  Verð að fá hann að segja frá handa ykkur. Eina sem ég veit að aðaltrikkið er að nota sjóandi heitt vatn...

...já Anna ímyndaðu mér halda fyrir muninn í fyrstu nokkur ferð til tengdó sem voru á þeim tíma myndarlegt bóndafólk...saltfisk, hangikjöt, svið og bjúgur!!!...já og kökur í morgunmat!!!

Renata, 4.11.2008 kl. 10:18

11 Smámynd: JEG

Renata sé þig sko alveg fyrir mér.  Annars er nú orðið erfitt að fá góðan saltfisk.  En hangikjöt hér er það sko homemade jamm takk sko meid in sveitin sko.  Nú líka bjúgun svo gerum við dáldið sem ekki margir gera og það er að við léttreykjum líka þá helst hryggi og svo svið.  Reykt svið eru sko algert nammi.

Þetta með kökurnar á morgnana er nú kannski farið að hverfa þar sem þetta var jú gamall siður og hollusta að ryðja öllu um koll.  Ég er t.d. alin upp við kvöldkaffi.  Já eins og það er nú hollt að borða rétt fyrir háttinn.

Svo sameinumst við bara og græjum faltkökur

luvya

JEG, 4.11.2008 kl. 10:47

12 Smámynd: Brynja skordal

þú ert nú meiri dugnaðar konan en veit nú samt sem áður að þetta verður allt að gerast í sveitinni og þú mikið ein við þetta núna sem eykur á alla þína vinnu ljúfust er meira fyrir steikt eða súrt slátur í dag ennn heimareykt Hangikjöt nammi namm best enda fæ ég svoleiðis úr sveitinni og líka gott að smakka reykta hryggi hafðu það sem best Elskuleg

Brynja skordal, 4.11.2008 kl. 14:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband