Ekkert merkilegt....

Gærdagurinn var nú bara rólegur enda ágætt að leyfa sér aðeins að taka út smá leti ......eða kannski var það ekki eins sniðugt og maður heldur því það gerist jú ekkert á meðan.  En afrekaði þó að baka brúna lagköku og það stærrigerðina sko.....já eins og maður gerði í Brú hér áður.  Þannig að nú eru til 4 stórir bitar í frosti.......já eins og það dugi nú eitthvað á þessu heimili því að þetta er eitt það besta sem börnin fá.  Gæti alveg eins sleppt að baka annað sko.  Þau hreinlega gætu lifað á þessu.

Nú svo er það sama og venjulega elda mat og meiri mat því tengdapabbi og svili eru hér enn að hjálpa til við að græja húsin en það er jú að hafast að moka loksins en vélin er búin að vera að gera fóki lífð ansi leitt.  Maður er farinn að fíla sig eins og karakter í "Fastir liðir eins og venjulega" en er ekki alveg viss hvaða húsi ég bý í ?  Held að ég láti það vera að ráðast í hvítu lagkökuna í dag og fari frekar í að sinna gæludýrunum (hobbýinu) en það tekur smá tíma að græja það og er gott að nota tímann meðan skvísan sefur svo maður fái næði meðan maður sullar.

Annars allt gott bara og er sennilega búin að finna lausn á þessu með jólakortin.  Búin að hanna kort og búin að finna lausn á að ná því út úr tölvunni líka hehehehe......  En ég fékk óvænt tölvupóst frá Photobucket sem er myndageymslusíða.  Og voru þeir að bjóða svona sniðugt ....búðu til persónuleg kort..... og mín fór að basla við að reyna og komst að þvi að þarna eru sko sniðugt myndaforrit sem ágætt er að vinna í svipað og er reyndar í tölvunni en þó ekki eins.  Betra en tímafrekara.  Þannig að ég prenntaði út og kallinn er búinn að samþykkja þetta og nú er bara að purfa að prennta þetta út á rétta pappírinn og sjá útkomuna. 

Jæja farin að elda....... 

friendshipday-fixb-w500-h500friendshipday_600005890_1220434769_friendship_13[1]


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Adda bloggar

innlitskvitt og kv inn í nýja viku.kv adda

Adda bloggar, 24.11.2008 kl. 12:02

2 Smámynd: María Guðmundsdóttir

hæ med dig i dag  og nú spyr ég eins og fávís karlmadur..er mikid mál ad baka svona lagtertu? Amma mín heitin bakadi ALLTAF lagtertur fyrir jólin og auddad fékk mann bitann sinn sko..en nú hef ég ekki fengid i thrjú árin og langar svoooooooooo i...gætirdu ekki sent mér uppskriftina og smá leidbeiningar ?  bara á emaili thess vegna..

nevillemaria@mail.dk

væri obboslega vel thegid sko  

hafdu gódan dag i sveitinni  Blow Kiss 





María Guðmundsdóttir, 24.11.2008 kl. 12:34

3 Smámynd: JEG

Takk fyrir innlitið Adda mín. 

Ekki málið María min  

JEG, 24.11.2008 kl. 12:52

4 Smámynd: Tiger

Jamm sko - það er aldeilis dugnaðurinn í Hrútó! Spurning um að þú farir að baka Kanelsnúða sko ... hmm!

Segi það sama - þegar ég og systkyn mín vorum yngri þá gátum við lifað á heimabakstri einum saman því mamma var alltaf að baka og við sátum yfir henni til að fá að smakka og prufa allt .. bara gaman.

En ég er nánast hættur að senda jólakort - svo þau fáu sem ég sendi - kaupi ég bara. Sendi mikið af kveðjum bara á netinu og hringi í nokkra - en sendi keypt kort á aðra ... er sooooooo latur með jólakort eiginlega!

Knús og kram á þig rúsínan mín og gott að heyra að mokstur og annað er farið að ganga þrátt fyrir vélakrísur .. eða þannig!

Tiger, 25.11.2008 kl. 14:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband