Það sem uppávantaði í jólasveinalotunni :)

Fjórði jóli.

Fjórði, Fjarstýringafelir,
með fíkn frá græjum góðum.
Hann tekur allt með tökkum,
og týnir því jafnóðum.

Hann setur þær í sófann,
skáp eða verri svæði.
Svo allri sem að leita
enda í miklu bræði.

Þriðji jóli.

 

Lagstúfur hét sá þriðji
sem raular lög í dúr.
Þau æða beint í heilann,
þú aldrei nærð þeim úr
Gömul lög og glötuð,
þau gerast ekki verri.
Stef úr auglýsingum,
eða eftir Stormsker, Sverri
 

Annar jóli.

 

        
Gemsagaur er annar,
grallari og dóni.
Hann einkennist af síma
með slæmum hringitóni.
  
Lengi er hann að svara
og lætur síman hringja.
Í bíó tekur gemsann
og beint í tól mun syngja

Nýju jólasveinarnir....Fyrstur er

 

Gekk-á-staur er fyrstur,
með fíflalæti og bögg.
Eftir snafs og öl
og ótal jólaglögg.
Vill hann tæma flöskur,
Það veitir mikla sælu
Loks stoppar jóla gleðin,
Í stórum poll af ælu.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

Jólakvitt og ljúfar kveðjur til ykkar:):):):)

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 28.12.2008 kl. 20:34

2 Smámynd: JEG

Nei veit ekki hver á þessar umbreytingar því miður.  Fann þær bara á netrápinu.

KNús og kveðjur á ykkur. 

JEG, 28.12.2008 kl. 22:40

3 Smámynd: María Guðmundsdóttir

haltu áfram ad mata okkur med gódu stuffi af netinu léttir manni lundina i skammdeginu segdu.

Hafdu thad gott og njóttu jólarestar ,knús og klemm til thin

María Guðmundsdóttir, 28.12.2008 kl. 23:58

4 Smámynd: Guðrún Anna Frímannsdóttir

kvittikvitt

Guðrún Anna Frímannsdóttir, 29.12.2008 kl. 11:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband