Allt í blóma.

Nú eru blómstrandi dagar í kotinu.  Smá montmyndir .....því það blómstrar venjulega ekki neitt í glugganum hjá mér.  Virkar ekki fyrir mig að hafa fulla glugga af flottum blómum því þau bara deyja.  En nú er eitthvað að gerast.  búin að eiga þennan kaktus í 2 ár og þegar ég keypti hann var hann að byrja að blómstra en hætti auðvitað við.  Amarillisinn er nú bara í fóstri hjá mér en mútta á hann og hann blómstrar nú alltaf af og til blessaður.  Er með 3 og þessi er hvítur.

DSC04464 Dóttirin var farin að pilla af honum þessi flottu rauðu kúlur og endaði hann í gólfinu nokkrum sinnum en lét það nú ekki á sig fá.  Setti hann í stærri pott og þyngri og hann dafnar svona líka ekkert smá.

DSC04461Þessi verður flottur á morgun :)


Snjór og alvara.

Jæja það kom að því að maður fengi alvöru vetur.....en hvað skyldi hann stoppa lengi í þetta skiptið ?  Þriðjudagurinn byrjaði ósköp sakleysislega ......eða því sem næst. Hér var jú farið snemma á fætur því von var á "frænda" til að fósturvísatelja rollurnar.  Skömmu eftir að strákarnir fóru í skólann og byrjað var að telja fór veðrið að setja í brýrnar og uppúr hádegi var bara kominn þreifandi bylur takk.  Sá vart á milli húsanna hér á hlaðinu.  Nú um kl. 14:00 var farið að koma stress í skólann og var því hugað að koma börnunum fyrr heim sem var nú ekki mikið fyrr því það tók jú tíma að þvælast í engu skyggni og ófærð.  En svo bara eins og hendi væri veifað þá datt þetta niður ......já rétt eftir að skólabíllinn kom.  Maður var nú vanur svona veðraköstum sem krakki og ekki var svona mikið stress þá er eitthvað var.  En síðan eru jú liðin mörg ár hehehehe......   En strákarnir fagna þessum mikla snjó sem stoppar og virðist ekki vera á förum heldur virðist hann vaxa og dafna vel.  Snjóhúsið sem þeir grófu fylltist nú reyndar af snjó í bylnum en mig grunar nú að það standi til að gera það upp.  Enda er hrúgan sem grafið var í orðin enn stærri ......já ætli þetta flokkist bara ekki sem blokk hér eftir svo stór er hrúgan orðin.  En nú er svooooo flott veður ......bara kalt.  En sólin er sko ekki að spara sig og dauðlangar mann af setjast á sleðann og bruna bara.

talningAllar í röð.

DSC04422 Og svo fá sumar lit sko.....t.d. þær sem eru bara með 1 eða þær sem eru með 3.  Og svo þær sem ekki eru með neitt Devil

DSC04428Svo kíktum við á gobbana.

DSC04419Guðveig var nú ekki að nenna að hanga inní fjárhúsi sko.  Vildi ekki myndatöku.  Vildi bara fara út að labba í snjónum takk.

DSC04438Nú snjórinn vex og hrúgurnar með.  Gaman að leika á þeim og vera á stærð við CASE.

DSC04437Og þarna er hrúgan sem hýsir snjóhúsið.  Orðin c.a. helmingi stærri en þegar þeir byrjuðu.

DSC04445Dágóður slatti kominn í garðinn.

DSC04448Og þessi heldur að það sé Nóvember.

DSC04450

Ciao.


Dánartilkynning

Prestur einn var að keyra eftir þjóðvegi einum þegar hann sér hvar dauður asni liggur á veginum, hann hringir í lögregluna og kynnir sig sem séra Jón og að það sé dauður asni á veginum, lögreglumaðurinn hlær og segir við prestinn hvort hann sjái ekki um þessa dauðu, jú jú segir prestur rólega, en ég vildi bara tilkynna nánast ættingja það fyrst……
DSC04411

Dýr eru líka findin


Sumir ættu ekki að keyra né eiga bíl.


Hláturinn er góður....!


Dansi dans á Öskudag.

Eins og venja er þá mætti Jón Pétur til að kenna dans í skólanum á Sprengidag og Öskudag.  Svo héldu börnin grímudansleik fyrir okkur foreldrana.  Svaka flott hjá þeim.  Gunnar hannaði sér persónu sem við köllum "Tannman" og Jónas fór sem nútíma "Emil í Kattholti"

DSC04250Emil nútímans.

DSC04259Tannman með gulltennurnar.

DSC04271Hliðar saman hliðar.  Stórir leiða litla.

DSC04321Efnilegur dansari.

DSC04337Hópdans.

DSC04362Hópmynd ....allir með nema Emil hann var í fýlu.

DSC04350Emil reyndi við köttinn í kassanum.  Gunnar rétt missti af honum því hann datt ekki úr fyrr en næsti sló.

Myndi setja inn myndbrot ef ég kynni það en er ekki svo fær enn því miður.  Því það er jú lítið gaman að sjá dans bara á mynd maður þarf að sjá allan pakkann á hreifingu.

Nóg í bili.

 


Matarþörf drengja.

Þessar elskur eru oft hjálplegar við raða í ísskápinn.  Nú eða bara að bjarga sér þegar hugnrið kallar.

!cid_1F3B6821-BC3A-4C15-B830-74FDE2DBFCE5@local Þeir kalla nú ekki alltaf á hjálp.


Matarvenjur drengja !

Varast skal að leyfa þessum elskum að borða hálfnaktir.  Því það skiptir máli á hvorum endanum þeir eru naktir.

!cid_35E8E53E-98C0-4A0F-812D-FFAD6761EF27@local


Morgunverður fyrir stráka....!

Fyrst ég er nú byrjuð á þessu strákaþema þá er tilvalið að benda á að þessar elskur hafa frjótt ímyndunarafl.  Svo höfum þetta í huga.

!cid_FA33A188-84E8-4E64-837C-0F6E09CEA504@local

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband