Færsluflokkur: Bloggar
23.12.2008 | 11:00
Sá tólfti
Vírus-sendir, sá tólfti,
vill þér ekki vel.
Tölvupóst dreifir,
sem drepur þína vél.
Þú opnar póstinn óvart,
þá er tíðin erfið.
Það hendist allt úr minni,
og hrynur tölvukerfið.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.12.2008 | 13:52
Ellefti....
Ellefti var Svitaþefur,
erfitt er að stöðva.
Í ræktinni er mest
að massa uppá vöðva.
Risa bringa og herðar,
handleggi eins og skinkur.
En sturtu fer hann aldrei,
svo myndast mikill stynkur.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
22.12.2008 | 13:47
Bréfið....
Ární fékk loforð frá jólasveininum:
Ef þú verður stilltur í heilt ár þá máttu
senda Jesúsi bréf og segja hvað þig langar í jólagjöf. Um jólin tekur Árni
Pappír og penna og byrjar svo að skrifa:
Kæri Jesús. Mig langar rosalega mikið í fjallahjól í jólagjöf og útaf því að ég var svo stillturá árinu þá en svo stoppar hann því hann veit að hann var ekkert of þægur á árinu. Hann hendir bréfinu í ruslið og byrjar á öðru:
Góði Jesús, mig langar í fjallahjól í jólagjöf. Ég var svolítið óþægur.. en
hann stoppar og segir við sjálfan sig að hann var ROSALEGA ÓÞÆGUR á árinu. Hann nennir ekki að skrifa meira og fær sér því göngutúr. Þegar hann er búinn að labba drjúgan spöl stendur hann hjá kirkjunni og ákveður að fara inn. Presturinn er að tala við kirkjuvörðinn en þá sér Árni litla styttu af Maríu Mey, grípur hana og hleypur út. Þegar heim er komið skrifar hann bréf:
Kæri Jesús, Ég er með mömmu þína í fangelsi heima hjá mér. Ef þú gefur mér ekki fjallahjól þá fer illa fyrir henni, Virðingarfyllst Árni.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.12.2008 | 18:52
Bráðum koma....
Blessuð jólin...... Já ekki ber á öðru sko...... allt og allir að fara yfirum af stressi og streði. Eitthvað er nú um að vera og fréttir sem mann langar að deila með fólki.
Allavega þá voru Litlu jólin haldin í skólnaum á föstudaginn og tókst það með sóma. Ein bestu litlujól sem ég hef mætt á í þessum skóla. Jólaballið sjálft var 2fallt en kvennfélagið hélt ballið sitt með skólanum .....sennilega svo góður sparnaður enda færri sem mæta. Ekki veitir af að spara á þessum tímum ha. Það sem gerði þessi litlu jól kannski eftirminnilegust var að hann sr. Sigurður á Hvammstanga kom og átti þarna ljúfa stund með krökkunum og svo söng hann fyrir okkur lag sem hann samdi sjálfur og já þetta er eitt það besta jólalag sem ég hef heyrt. Mig langar í það í spilarann minn sko. Nú svo mætti Jólasveinn á stolnum bíl......! En taka ber fram að aldrei hefur verið jólasveinn á Litlujólunum hjá skólanum .....ekki spyrja mig hvers vegna ekki en þetta var nú alltaf í minni sveit (skóla) Og hef ég lengi verið ósátt við þetta því þetta er jú allt fyrir börnin. Nú krakkarnir voru auðvitað með helgileikinn eins og alltaf. Svo var jólasveinavísurnar sungnar með leiksýningu. Bara gaman. Og svo var skólastjóralaust þar sem hann lá veikur heima. En það er jú endalaust einhverjar pestir að ganga og verður bara að taka því. En það var jú fyrir vikið allt annað andrúmsloft á þessari samkomu þess vegna. Betra ef eitthvað er. Litla konan skemmti sér vel og rak á eftir söng og dansi þar til jólasveinninn ætlaði að tala við hana en þá vildi hún nú bara fara í bílinn og heim. En sömu sögu er ekki að segja af Jónasi en hann varð logandi hræddur þegar þjófavörnin í dráttarbílnum söng fyrir utan skólann og ljóst var að jóli var mættur. Katrín tók hann upp á sína arma og var hann farinn að dansa með fyrir rest. Og tók sveinka nokkuð í sátt eftir að hann útdeildi glaðning.
Engar myndir þar sem vélin varð eftir heima og maður hefði nú sosum ekki fengið næði til að mynda neitt svo það hefði ekki skipt neinu.
En nóg í bili.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
21.12.2008 | 16:12
Sá tíundi...
Tíundi var Símaníðir,
sá herjar oft á mann.
Seint, er tók að dimma,
hann tækifæri fann.
Símasölu á kvöldin,
- úr sófa reif mann upp,
á lífeyri og kaskó,
svo könnun frá Gallup
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.12.2008 | 18:24
Sá níundi
Níundi var Tyggjóklínir,
sem tyggur dag og nótt.
Hann gildrur setur oft,
svo manni er ei rótt.
Bak við hluti og undir,
bæði borð og stóla.
Fara tyggjó blettir
í buxur, skó og kjóla
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
19.12.2008 | 12:35
Sá áttundi
Græjuglamur, sá áttundi,
með garg sem allir heyra.
Hann bassa og læti hækkar,
svo blæðir út úr eyra.
Hann rúntar alla götur
og gellur kallar á.
En bara fær þær tómu,
Sem bílinn vilja sjá.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
18.12.2008 | 15:04
Sjöundi...
Sjöundi var Hurðadældir,
sá fór úr bíl í æði.
Svo fólk fékk slæman glaðning,
er fór það út á stæði.
Hann var ekki sérlega
hnugginn yfir því,
þó vandamanna bíla
var kominn rispa í.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
17.12.2008 | 17:40
Sá sjötti.
Sá sjötti, Reykjablæsir,
er svaka siðlaus.
Hann rétt sér út úr augum,
því reykský hylur haus.
Nær aska hans víða,
nema í öskubakkann.
Hann strompar kringum alla
og hóstar beint á krakkann.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
16.12.2008 | 10:45
Sá fimmti.
Fann þessar skemmtilegu "nýju" jólasveinavísur. Hér er sá fimmti en ég set svo allar vísurnar inn að lokum.
Sá fimmti, Veggjaníður,
er veruleikafirrtur,
Yngstur af öllum sveinum
og oftast illa girtur.
Hann spreyjar alla fleti
með speki sinni og visku.
Trúir með skemmdaverkum,
tolli hann í tísku.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)