Færsluflokkur: Bloggar
8.1.2009 | 10:41
Hversdagsleikinn allsráðandi...
Nú þegar jólin eru komin ofan í kassa og bíða spennt við tröppurnar að komast upp á háaloftið í sitt langa frí er ekki laust við að allt sé dáldið drungalegt og dimmt. Fyrir utan hvað allir gluggar og veggir virðast tómir. Þessu fylgdi reyndar fjandans hellingur af rusli þegar upp var staðið en það er með jóladótið eins og kettina ........þeir fara úr hárum en jólaskrautið fer úr .....skrauti ?! Svo það þarf enn eina hreingerninguna og þá er búið að "afjóla" húsið eins og ein góð kona talaði um.
Mikið var nú étið síðasta dag jóla eins og venjulega. Maður gæti haldið að það yrði ekki eldað aftur fyrr en um páska hehehehe..... En ég græjaði 2 kökulufsur og salat með kaffinu og svo var jú auðvitað steik um kvöldið svona í tilefni dagsins. Ætli maður detti svo ekki bara í pasta og fisk þar til næsta át hefst svona rétt til að ná upp líkamsfitunni fyrir sauðburðinn !
Mest lítið er annars um að vera. Nema nú þarf að drullast til að skrásetja rollurassana sem eru að dilla sér með hrútunum svo maður hafi þetta nú allt undir kontról. Og vitið eitthvað um uppruna steikanna sem líta dagsins ljós .....vonandi í vor.
Ég og Guðveig skvísa alsæl í Dórunáttfötunum frá Sigrúnu Fjólu. Takk kærlega fyrir.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
5.1.2009 | 11:22
Piparpúkar.....
Nú langar mig að spyrja ykkur sem lesið hér og kvittið ......já líka ykkur sem nennið ekki að kvitta ........og kvittið þá núna - s.s. svar óskast. En þannig er mál með verki .....eða var það með vexti ???? Breytir litlu því ég er farin að hafa pínu verki með þessu vandamáli. Svo ég komi mér nú að vanda málsins eða er það kjarni málsins .....? Þá hætti Nói Síríus framleiðslu á Piparpúkum fyrir ca. 2 árum síðan og hvarf þá af markaði með vinsælli vörum sem keyptar voru í vegasjoppum landsins. Sem og annarstaðar. En ein af mínum uppáhalds marenstertum er einmitt Partýterta Púkanna. Hrikalega góð. Og í hana þarf einmitt Piparpúka til að fá rétta bragðið í karamelluna.
Er til eitthvað sem maður getur notað í staðinn ?? Sem bragðast eins og Piparpúkar.
Ef svo er hvað er það og hvar fæst það ???????
Ég er ekki sú eina hér í sveit sem er illa spæld yfir þessum missi á Piparpúkunum.
En ég veit þó að það eru sennilega fleirri sem vilja Bláan Opal aftur !
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
2.1.2009 | 18:24
2009 komið.
Jæja þá er komið nýtt ár ekki ber á öðru. Síðasta ár flaug framhjá eins og á kappakstursbíl í góðu standi. Manni finnst eins og því hafi bara rétt brugðið fyrir því hraðinn var dáldið mikill. Börnin stækkað svo um munar og hefur maður ekki undan að taka upp stærri föt og þvo og pakka niður þeim sem orðin eru of lítil. Verst er að að það er of langt á milli til að það geti bara gengið að skipta um kommóður. Áramótin voru extra róleg enda ekki lagt upp með að hafa partýfýling hér heldur bara að borða EXTRA velhepnaða sjávarréttarsúpu ......í þykkari og matarmeirkanntinum ........bara geggjað gott sko. Enda er maður orðinn svo uppfullur af kjéti að þetta er kærkomin tilbreyting. Svo var auðvitað snakkað aðeins seinna um kvöldið. Engin brenna ........því það þarf að sækja um leyfi .......bara vesen svo maður nennir því ekki. Sprengdar voru 2 fragettur .......gamlar síðan í fyrrra. En það var nóg til þess að hrossin tóku til fótanna svo það borgaði sig ekki að vera að sprengjast meira og láta þau hlaupa niður girðinguna og til fjalla. Brennd voru líka stjörnuljós......líka síðan í fyrra.....en bara nokkur. Litla konan var logandi hrædd við fyrstu gettuna og svo þá næstu þá var hún svo hissa á að hún hvarf bara upp í loftið. Ekki var reynt að halda krökkunum vakandi þar sem þau eru ekki að fatta þetta áramótakerfi svo þau voru sofnuð fyrir kl. 22.00 sem var bara næs. Sá stóri er hjá pabba sínum eins og venjulega á þessum tíma og upplifir brennur og skothríðina eins og borgarbörnin. Ætlaði maður sko að hafa það bara hugglegt og horfa á imbann en nei ekki var það nú í boði þar sem dagskráin var "bara" leiðinleg og það á báðum stöðvum takk. Skaupið fékk ekki háa einkunn hjá mér en það voru góðir punktar inn á milli en kannski það besta var hversu mikið var lagt í að ná karakterunum hjá fólkinu. Annars var þetta nú ekki merkilegt. Svo þessi áramótakveðja "já sæll" uppfullur þáttur af endursýndu efni. Og bíómyndirnar úffffff.......bara endursýnt gamalt stuff. Og það sko marg sýnt. Svo maður fór snemma að sofa bara og hefði betur horft bara á morgunsjónvarpið því þar var þó sýnt nýtt efni ......allavega barnamyndir sem við ekki eigum en var of sein að fatta það því ég kíkti ekki á dagskránna .........en ég lifi það af. Veðrið var hið besta sem gerist á áramótum eða logn og föl yfir landinu. En nú í nótt þá var sko séð fyrir því að það yrði blautt aftur já takk það ringdi sko í alla nótt.
Jæja ein steikin enn í ofninum en nú er lambasteik svona til að afreykja bragðlaukana hahahah........ Meira síðar.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
29.12.2008 | 19:08
Jólin fuku burt......
Arrrggg.... var búin að skrifa ekkert smá flotta og langa færslu en nei takk þá fraus á blogginu bara og draslið vistaðist ekki.
Ég nenni ekki að pikka þetta allt inn aftur enda man ég það ekki sko. En jólin voru fín fyrir utan veðrið ......rok og rigning. Sem er nú alveg nýtt fyrir mig að upplifa "blaut jól" hér er venjulega hvítt um jólin. Allavega hrímað sko. Krakkarnir voru voða góð og fín þar til búið var að borða og þá var sko rekið á eftir manni úfffff...... drífa pakkana undir tréð ......en það er ekki séns að hafa þá undir trénu í friði svo það var ekki raðað undir fyrr en eftir matinn. Nú svo mátt maður bara drífa sig í að opna þá já miðjan rak sko liðið áfram enda alveg að tapa sér í spenningi. Litla konan var svo pollróleg við að rífa upp að við höfum nú ekki séð annað eins en það var rifið smá og sett í ruslakassann og svo haldið áfram. Þegar allt bréf var komið og í kassann þá var gjöfin tekin og skoðuð/mátuð eða what ever. Ef þetta var bók þá settist sú stutta í stólinn sinn og skoðaði hana smá og kom svo að kíkja á gjafir bræðra sinna. Börin voru sátt við gjafir þessa árs enda voru þetta bóka og dvd jól. Í fyrra var dáldið mikið um mjúka pakka og það féll nú ekki vel í kramið hjá þeim stóra, honum fannst það nú ekki jólalegt heheh..... Núna var hann sennilega sáttastur með úr sem hann fékk "fullorðins" sko. Jónas var nokkuð sáttur kannski einna helst með stólinn sinn og ætlaði sko að sofa í honum á jólanótt en það var nú ekki í boði. Guðveig var heldur betur sátt við skrifplötuna sem við gáfum henni en hún vill alltaf fá að skrifa og var þetta því góð lausn .......ja nema þetta var vinsælt hjá strákunum líka og var nánast rifist um skriftöfluna.
Eitthvað hefur verið mikið af fjörefni í jólasteikinni því krakkarnir eru búnir að vera alveg upptjúnnuð eftir pakkaflóðið en kannski maður geti skotið því upp um áramótin. Gunnar er reyndar hjá pabba sínum þar til skólinn byrjar aftur. En hann er venjulega hjá honum um áramótin. Ekki var farið í nein jólaboð enda enginn tími þar sem verið vara að klára að hleypa til. En það er gert í nokkrum hollum svo ekki verið maður kaffærður á einni viku í vor.
Eitt gleymdist í öllum æsinginum á aðfangadagskvöld en það var að mynda krakkana við tréð en það skemmir ekkert stemminguna sem var. En hér eru nokkrar myndir.
Guðveig vaknaði seint á Þorláksmessukvöld og fékk að skreyta tréð með stóra bróa.
Hann var á svo miklum þönum að ég bara náði honum ekki með á mynd.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
29.12.2008 | 12:45
Hamingja......
Læknir var á morgungöngu sinni og tók eftir mjög fallegri gamalli konu sem sat fyrir framan húsið sitt og reykti stórsígar.
Hann gekk að henni og sagði: Ég tók eftir því að þú ert svo hamingjusöm og ánægð á svipinn. Hvað er Leyndarmálið þitt? Hvernig heldurðu þér svona vel?
Ég reyki tíu vindla á dag sagði hún áður en ég fer að sofa reyki ég eina jónu, stóra og góða. Þar að auki drekk ég eina pottflösku af Jack Daniels á viku og ég ét ekkert nema skyndibita, franskar og kleinuhringi. Um helgar fer ég á 800 BAR, næ mér í gæja og berhátta hann heima í rúmi. tek reglulega vel á honum en það er líka eina hreyfingin sem ég fæ.
Þetta er ótrúlegt! Hvað ertu eiginlega gömul? spurði læknirinn agndofa.
Tuttugu og fjögra svaraði hún.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
28.12.2008 | 19:43
Það sem uppávantaði í jólasveinalotunni :)
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
25.12.2008 | 16:35
Gleðileg jólin
Gleðileg jól.
Og vona að þið eigið ljúfa daga framundan.
Þakka ykkur kvittin.....þið sem kvittið.
Þið hin...........
Svo mörg voru þau orð.
Borðið nú ekki á ykkur óþrif og vona að þið sleppið við pestir sem enginn vill fá á svona veislutímum.
En umfram allt njótið samvista með ykkar nánustu.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
25.12.2008 | 16:31
Sá þrettándi var svo ......
Þrettándi, kom Snúruflækir,
þó ekki bara um Jól.
Skimast um allt húsið,
skoðar tæki og tól.
Hann tekur alla víra
og vindur þeim saman.
Bindur fasta hnúta,
þá finnst honum gaman.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.12.2008 | 18:26
Snjókastið.....
Lítill drengur kemur rennandi blautur og útataður í snjó inn í húsið. Hvað kom fyrir þig? spurði móðir hans.
Þessir íllkvitnu strákar hinu megin við götuna, komu og hentu í mig snjóboltum í allavegana tuttugu mínútur! svaraði drengurinn.
Elskan mín sagði móðir hans full samúðar, af hverju komstu ekki inn og náðir í mig þegar þetta byrjaði?
Strákurinn setti hendur á mjaðmir sér, leit á hana og svaraði: Til hvers hefði það verið, það vita allir að þú myndir ekki hitta kú með snóbolta, þó þú héldir í halann á henni!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)