16.6.2008 | 10:32
Mikið erum við Íslendingar skrítnir.
+15°C
Fólkið á Spáni notar kuldaúlpur og þykka vettlinga.
Íslendingar liggja í sólbaði.
+10°C
Frakkar reyna af vanmætti að fá kyndinguna í gang.
Íslendingar planta blómum í garðana sína.
+5°C
Bílar á Ítalíu neita að fara í gang.
Íslendingar fara að gamni sínu í bíltúr á Saab druslunni.
0°C
Eimað vatn frýs.
Vatnið í Hvítá verður aðeins þykkra.
-5°C
Fólkið í Californíu frýs næstum til dauða.
Íslendingarnir grilla í síðasta sinn áður en veturinn skellur á.
-10°C
Bretar byrja að kynda húsin sín.
Íslendingar byrja að nota langerma boli.
-20°C
Götusalar byrja að flýja frá Mallorca.
Íslendingar enda miðsumarshátíðina. Haustið er gengið í garð!
-30°C
Grikkir deyja úr kulda og hverfa af yfirborði jarðar.
Íslendingar hætta að þurrka þvott úti.
-40°C
París byrjar að gefa eftir kuldanum.
Íslendingar standa í biðröð við pylsuvagnana.
-50°C
Ísbirnirnir byrja að flykkjast burt frá Norðurpólnum.
Íslenska landhelgisgæslan frestar björgunaræfingum, í von eftir alvöru
vetrarveðri.
-60°C
Mývatn frýs.
Íslendingar leigja sér spólu og halda sig inni við.
-70°C
Jólasveinninn heldur í suðurátt.
Íslendingarnir verða pirraðir því þeir geta ekki geymt brennivínið sitt úti.
Íslenska landhelgisgæslan setur í gang björgunaræfingar.
-183°C
Örverur í mat lifa ekki af.
Íslenskar kýr kvarta yfir handköldum bændum.
-273°C
Öll atóm staðnæmast vegna kulda!
Íslendingar byrja að tala um að það sé kalt úti.
-300°C
Helvíti frýs!
Athugasemdir
skemmtilegur pistill....hahahaha...eigdu gódan dag.
María Guðmundsdóttir, 16.6.2008 kl. 10:44
Gaman að lesa þetta.
Einhverntímann las ég
-300°C
Helvíti frýs!
Ísland vinnur Eurovision
Anna Guðný , 16.6.2008 kl. 10:53
Alltaf skemmtilegt að lesa pistlanna þína.
Knús á þig!
Þórhildur Daðadóttir, 16.6.2008 kl. 13:33
skemmtilegur texti hehe já einusinni þegar ég var á ircinu eða einhverri spjallrás kom einn maður frá afríku eða einhverstaðar þaðan af slóðum og sagði ertu með tölvu í snjóhúsinu þínu ... hahaha ég sagði bara ha ég bý ekkert í snjóhúsi hehehhe
Jóna Salvör Kristinsdóttir, 16.6.2008 kl. 13:43
Þú ert algjört yndi
Heiða Þórðar, 16.6.2008 kl. 18:52
hahaha..hvar finnur þú alla þessa gullmola?
Renata, 16.6.2008 kl. 19:13
ég *hóst* grúska og er dugleg að copy/paste og geymi alla gullmola sem ég finn á einni bloggsíðu og sækji svo í sjóðinn ef ég er eitthvað andlaus í bloggi.
Eins og t.d. núna er ég voða eitthvað ekki með andann yfir mér svo það er gott að grípa þetta og skella inn. Svo ef vel lyggur á manni þá kannsi laumar maður smá persónulegum bloggum inn.
Knús á ykkur og takk fyrir innlitið.
JEG, 16.6.2008 kl. 20:59
Sniðug stelpan. Við hin getum þá fengið hjá henni og sett inn okkur þegar við erum andlaus.Og vona svo að við seúm ekki allar með sömu bloggvinina. Enda hef ég gert stundum.
Anna Guðný , 16.6.2008 kl. 21:01
Já frænka, það er líka gott að geta lætt inn gullkornum sem létta lundina. Ekki veitir af á stundum.
Vilhjálmur Óli Valsson, 16.6.2008 kl. 22:19
Þú sérð sveitina mina á forsíðunni hjá mér.
Anna Guðný , 17.6.2008 kl. 00:22
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.