30.6.2008 | 18:30
Út og suður - Norður og niður
Þá er maður kominn heim (hjúkket) og hættur þessum þvælingi að sinni. En heilsan hélt í bæjarferðinni (sem betur fer) og var maður vel lúinn eftir þessa törn með þessi börn.
Nú föstudagurinn fór í slökun (enda ekki vanþörf á) Laugardagur fór í afmælisferð en ein gömul frænka bauð í kaffi og ekki svo oft sem að maður hittir þetta fólk. Sunnudagur var brunað á Akureyri í heimsókn til dóttur mannsins. En það er búið að standa til lengi að kíkja til hennar en aldrei tími.
Merkilegt hvað maður þolir hehe..... já að maður skuli hafa haldið geðinu í lagi miðað við hvernig þessi börn eru úfff...... En þessa dagana er gersamlega verið að klára það litla sem eftir er. Já það er sko reynt á þolrifin í manni. Enda ekki nema von að orkan sé að drepa gaurana. Búnir að vera í bíl og þurfa að sitja á sér í marga daga. Verst að það er svo kalt að maður getur ekki sett þá bara í stuttbuxur og bol og hent þeim út og látið þá losa orkuna við leik og hlaup. Já hér er "bara" kalt og endalaust rok. Kallast gott að ná uppí 13°C í skugganum. En það gerist ekki oft þessa dagana. Birrr.........
Strákarnir mínir og frænka litla í bátsferð.
Jæja best að halda áfram að þvo þvottinn eftir allt þetta flakk.
Athugasemdir
Falleg myndin af börnunumknús knús og bestu kveðjur
Linda Linnet Hilmarsdóttir, 30.6.2008 kl. 18:32
Velkomin heim aftur. Næst getum við smalað í bloggarakaffi
Anna Guðný , 30.6.2008 kl. 21:05
OHh mæomæ .. ég er bara orðinn sjóveikur af öllum þessum látum í þér addna. Naumast orkan - en jú - næsta víst að orkan hefur gufað upp með svona yrðlinga á ferð og flugi. Glæsilegt sjóliðið þitt þarna, sýnist þú bara vera með framtíðar sjósækjara þarna á ferð - yndisleg bara!
Næsta víst er að best er að passa sig á því að fara ekki niður þegar maður fer norður! Knús á þig skottið mitt og farðu vel með þig eftir sonna hamagang ...
Tiger, 30.6.2008 kl. 23:14
hehe..já thessi børn geta verid ansi krøftug...og jafnvel thótt stór séu sko en svakalega flott mynd af theim en mikid fjári er kalt hjá thér i sveitinni núna segi eins og kurr...bara i kuldagallann og út ad hlaupa eigdu gódan dag og knus og krammar til thin.
María Guðmundsdóttir, 1.7.2008 kl. 04:43
Velkomin heim aftur sæta. Vona að þú hafir skemmt þér klikkaðslega vel. En hvar á skerinu ert þú annars?
Knús í daginn krútta.
Tína, 1.7.2008 kl. 07:52
Velkomin heim :)
..það er gott að komast heim, mín kæra :)
..þú hefur yndislegt börn
Renata, 1.7.2008 kl. 09:56
Linda: Takk takk og knús á þig.
Anna Guðný: Takk. Já það þarf að gera það einn daginn. Væri gaman að hittast.
Tiger: Orka ja sko maður þarf jú orku hvort sem að maður fer eitthvað með börnin eða er bara heima. En jú það tekur pínu meira á að vera í Krimmaborg með börnin. Já og það er nú alveg satt það borgar sig að fara ekki niður þó maður fari norður.
Kurr: Já það versta er að þeir eru annað hvort orðnir of litlir eða komnir uppá loft en þá eru það bara flíspeysurnar og vetlingarnir hehe...
María: Takk. Já ég á orkubolta. Það gerir sveitaloftið. Já það er kalt og ég er enn að leita að termóstatinu svo ég geti hækkað í hitanum.
Tína: Takk já við skemmtum okkur ljómandi vel sko. Ég er í Hrútafirði.
Renata: Takk ójá það er alltaf gott að koma heim og sofa í sínu rúmi í sínu umhverfi. Takk takk.
JEG, 1.7.2008 kl. 10:48
Í hvað hverfi á Akureyri á stjúpdóttirin heima? Var að pæla í hvað útsýni hún hefði.
Anna Guðný , 1.7.2008 kl. 15:41
Já ertu að spyrja mig að því hehehehe....... rata þangað en man ekki götuheitið en það er ferlega skrítin götuheiti á AK. En þetta er í alveg við bókasafnið (gamalt hverfi) eða eru kannski mörg bókasöfn þarna ???
Lítið grænt hús.
JEG, 1.7.2008 kl. 16:28
Þá er þetta nú bara næstum því í miðbænum. Sér hún vel út á fjörðinn?
Anna Guðný , 1.7.2008 kl. 23:18
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.