Þegar öllu er á botninn hvolft.

Eitt sinn ákváðu Jói og Siggi að fara á skíði saman. Þeir lögðu af stað frá
heimili Jóa á litla sendiferðabílnum hans og héldu norður í land.
Eftir að hafa keyrt í nokkra tíma gerði alveg heiftarlegan skafrenning og
þeir festu bílinn. Þeir brutust gegnum hríðina heim að bóndabæ sem var rétt
hjá og spurðu mjög aðlaðandi konu sem kom til dyra þegar þeir bönkuðu hvort
þeir mættu gista.

“Ég veit að það er alveg hræðilegt veður og ég hef nægt húsaskjól, en ég er
nýlega orðin ekkja” útskýrði hún , “og ég er hrædd um að nágrannarnir færu
að krunka eitthvað ef ég leyfði ykkur að gista. Og það er ég ekki tilbúin í.”

“Ekki hafa áhyggjur,” sagði Jói, “við yrðum mjög ánægðir ef við fengjum að
gista í hlöðunni, og ef veðrinu slotar þá förum við strax.

Kona samþykkti þetta og Jói og Siggi héldu til hlöðunnar og sofnuðu vært.
Um morguninn var veðrið gengið niður og þeir losuðu bílinn og héldu til
skíða. Þetta varð hin besta skíðhelgi.

U.þ.b. 9 mánuðum seinna fékk Jói óvænt bréf í pósti frá lögfræðiskrifstofu.
Það tók Jóa smá stund að átta sig á bréfinu, en sá þó fyrir rest að það var
frá lögfræðingi ekkjunnar aðlaðandi sem þeir höfðu hitt skíðahelgina góðu.

Jói heimsótti vin sinn Sigga og spurði hann: “Siggi, Þú manst eftir fallegu
ekkjunni á bóndabænum sem við gistum á skíðahelgina góðu fyrir norðan.” ” Já”
sagði Siggi. “Ég man eftir henni.”

“Getur verið” hélt Jói áfram “að þú hafir vaknað upp um nóttina og farið inn
í hús og laumast upp í rúm til hennar.”
“Já” sagði Siggi vandræðalegur yfir því að Jói væri búinn að komast að öllu
saman, “ég verð að viðurkenna það að ég gerði það.”
“Og notaðir þú mitt nafn þegar þú sagðir henni hvað þú hétir?”
Siggi eldroðnaði, “Já, fyrirgefðu vinur, ég gerði það víst.

En af hverju spyrðu?”
“Það er óþarfi að afsaka elsku kallinn minn. Hún var nefnilega að gefa upp
öndina og arfleiddi mig að öllu sínu.”

Og þú hélst að þessi saga endaði öðruvísi. Var það ekki?

s605164539_3659


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sólveig Kristín Gunnarsdóttir

já, ég hélt ég væri búin ad reikna thad út, en nei svei

Sólveig Kristín Gunnarsdóttir, 5.8.2008 kl. 09:59

2 Smámynd: Anna Guðný

Flottu þessi Belly LaughEn slapp, var búin að heyra hann áður. 





Anna Guðný , 5.8.2008 kl. 10:08

3 Smámynd: María Guðmundsdóttir

  ójá...hélt ad annad væri uppá teningnum sko....

knus og krammar i sveitina 

María Guðmundsdóttir, 5.8.2008 kl. 14:52

4 Smámynd: Vilhjálmur Óli Valsson

Alltaf sér maður það betur og betur, það borgar sig að segja satt.

Bros útað öxlum.

Vilhjálmur Óli Valsson, 5.8.2008 kl. 16:05

5 Smámynd: Þórhildur Daðadóttir

Jamm, ég var nokkuð viss um að hún endaði öðruvísi.  En þannig er ég

Þórhildur Daðadóttir, 5.8.2008 kl. 19:24

6 Smámynd: Tína

Nauts......... ég hugsa ekki svona .

Knús í sveitina darling.

P.s Ætli maður verði ekki bara að takast á við lygina þegar maður mætir Lykla Pétri

Tína, 6.8.2008 kl. 05:03

7 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

Knús knús og bestu kveðjur

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 6.8.2008 kl. 10:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband