8.8.2008 | 14:12
Gættu að hvers þú óskar þér.
Ella var á golfæfingu dag einn er hún hitti illa við átjándu holu og golfkúlan lenti beint inni í runna.
Þegar hún ætlaði að fara að skríða eftir henni sá hún hvar lítill sætur froskur var fastur í gildru, um leið og hún losaði hann sagði froskurinn: Nú færð þú þrjár óskir uppfylltar en ég verð að segja þér frá því að það sem þú óskar þér fær maðurinn þinn tífalt meira af. Ella sem var mjög glöð og hugsaði með sér að það yrði allt í lagi.
Fyrsta ósk hennar var að hún yrði fallegasta kona heims. Froskurinn varaði hana við og sagði henni að þá yrði maðurinn hennar einning fallegasi maður heims. Ella hugsaði með sér að það yrði fínt, hún væri hvort sem er fallegasta konan og að maðurinn hennar hefði ekki augun af henni. KAZAM!!! og hún varð að fallegustu konu heims.
Annari ósk sinni varði hún í að biðja um að verða ríkasta kona heims. Þá sagði froskurinn: Þá mun maðurinn þinn verða 10 sinnum ríkari en þú. Ella svaraði: það er allt í lagi, allt hans er mitt og allt mitt er hans. KAZAM!!! og hún varð ríkasta kona heims.
Þá sagði froskurinn: Jæja þá áttu aðeins eina ósk eftir, hver er hún?
Ella svaraði: Ég vil fá vægt hjartaáfall.
Athugasemdir
arg!! thar fékk ég minn skammt fyrir helgina takk fyrir thad min kæra...en vonandi hafid thid thad sem best i sveitinni,bestu kvedjur hédan frá Mørkinni,knus og krammar
María Guðmundsdóttir, 8.8.2008 kl. 14:22
FRÁBÆR ..... ......
GÓDA HELGI !!! og knús í sveitina.
Sólveig Kristín Gunnarsdóttir, 8.8.2008 kl. 17:57
Hulda Bergrós Stefánsdóttir, 8.8.2008 kl. 22:58
Var ad skrifa skonsuuppskriftina nidur og ætla ad baka skonsur í fyrsta skifti í manna minnum (og thad er í manna minnum).
Sólveig Kristín Gunnarsdóttir, 9.8.2008 kl. 14:47
Úúúú.... gangi þér vel Solla. Þetta er ferlaga einfallt sko. Bara passa að hafa ekki eins heitt og þegar bakaðar eru pönnsur og deigið vel þykkt.
JEG, 9.8.2008 kl. 15:35
Jamm það borgar sig að pæla vel í óskum sínum.
Þórhildur Daðadóttir, 9.8.2008 kl. 21:04
Skonsurnar voru mjøg vellukkadar og allir ánægdir. Takk fyrir thad.
Sólveig Kristín Gunnarsdóttir, 9.8.2008 kl. 22:07
Hahahaha ég var bara orðin nokkuð spennt yfir því hver síðasta óskin gæti verið. Lúmskar þessar konur.
Heljarinnar kram og knús á þig vinkona góð. Megi þínar óskir einnig rætast sem fyrst.
Tína, 10.8.2008 kl. 07:00
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.