Sunnudagur ......annar í smölun

Jæja þar sem veðrið var drepleiðinlegt í gær var ekki hægt að smala nema tæpan helminginn og gékk það vel þar sem 5 hjól voru á ferðinni.  Nú kallinn lenti í því að þurfa næstum að skilja hjólið eftir uppá fjalli þar sem stýrið fór næstum úr sambandi .....já þetta hjól er greinilega ekki hrifið af því að smala þar sem þetta er ekki í fyrsta skipti sem eithvað klikkar í aðalsmalamennsku.  En í morgun var nú svo mikil rigning að hér var dæst í hverju horni en svo virðist sem útlit sé betra og stendur til að kíkja upp og reyna eins og hægt er að ná niður sem flestu.  En það verður eflaust pínu snúið þar sem smalarnir er farnir heim og ekki nema 2 hjól til að fara á en kunningji kallsins fékst til að koma og hjálpa svo það verða 3 hjól og kannski einhver sjánalegur árangur.

Súpan kláraðist enda voru menn kaldir en furðanlega þurrir og því svangir þó þeir hefðu fengið slatta af nesti með sér og tíminn ekki neitt svaklega langur ......ja allavega styttri en venjulega.

Í dag verður bara boðið uppá Hangikjöt með uppstúf og kartöflum og grænum baunum og rauðkáli.  Enda alltaf sígillt.

Svo verður farið að vaða drullu og bleytu ástamt því að kássast í blautu fé næstu daga en það er frekar óspennandi að ragast í fé sem er rennandi blautt.  En bara verður að gerast ........ekkert elsku mamma og hvað þá amma með það.

Jæja ætla að hætta í bili enda nóg annað að dunda.

regn

th_Happiness


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: María Guðmundsdóttir

thad er nóg ad gera i sveitinni thessa dagana, vonandi gengur betur i dag ad smala og thetta bévitans islandsvedur,getur thad aldrei verid til frids????

HANGIKJET MED UPPSTÚF bannad ad segja thetta upphátt sko...mamammamama...tapar sér bara..fer ad nálgast árid sidan ég fékk thá herramannsmáltíd en NJÓTID vel engu ad sidur..ég reyni ad una ykkur thess..

knus og krammar i sveitina

María Guðmundsdóttir, 21.9.2008 kl. 15:33

2 Smámynd: JEG

Ææjjjj sorrý mín kæra   en við meikum jú okkar kjét sjálf svo maður á alltaf nóg.

Veðrið það er sko ekki rass í bala til friðs .....þetta er orðið lögreglumál bara.

Knús og klemm til DK.

JEG, 21.9.2008 kl. 15:40

3 Smámynd: Heiða  Þórðar

Gaman að sjá mynd af þér loksins dúllan mín

Heiða Þórðar, 21.9.2008 kl. 15:46

4 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

knús á ykkur og bestu kveðjur inn í nýja viku

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 21.9.2008 kl. 16:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband