Nú er slæmt ástand.

Þar sem gékk frekar illa að smala vegna veðurs var farið upp í 3ja sinn á mánudagsmorguninn til að reka inn það sem eftir stóð í myrkrinu um kvöldið.  Nú jæja það gékk vel og svo var rekið inn úr hrossagirðingunni sem gékk líka vel þar til allt stökk í hornið og braut niður girðinguna.  Nú jæja það var látið rúlla þar yfir og átti að rúlla fínt ja nema 4 lömb sem ákváðu að rúlla ekki yfir svo það var rekið til baka og átti að fara í gegnum hliðið en nei takk ekki smuga að hlíða enda vitlaus lömb.  Nú svo þegar staðan var þannig að hægt var að nálgast þau verulega ætlaði kallinn að grípa í þau en ekki vildi betur til en að hann rann eitthvað og *krass* sleit eða reif eitthvað í lærinu og er núna staddur á Akureyri í myndatöku og gerir ekkert meira þetta haustið.  Rétt hæfur til að passa svo það er slatti erfiður tími framundan.  Takk og er maður bara búinn að fara í gegnum hluta af fénu enda mannskapur af skornum skammti og þarf að reyna að vanda valið svo ekki sé nú verið að senda það besta og hald í það versta.

En ætla núna aðeins að slappa af fyrir næstu törn en það fara 400 stk. næsta þriðjudag svo maður má halda áfram að þukla og draga.

afmæli 2

Svo er litli gaurinn minn 4ra ára í dag.  Já fyrir 4 árum var ég stödd á Akranesi að unga honum út.  *eða þannig* Já tíminn líður hratt úffff....

Farin að slaka á. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Renata

Til hamingju með litla prinsin. Leiðinlegt að heyra um karlinn þín. Vonandi er ekkert alvarlegt og hann kemur bráðum til heilsu aftur.

knús til ykkar

Renata, 24.9.2008 kl. 15:48

2 Smámynd: Hulda Bergrós Stefánsdóttir

Til hamingju með gaurinn þinn

Þú verður bara að láta kallinn blogga á meðan hann getur ekki gert neitt gagn

Gangi þér vel

Hulda Bergrós Stefánsdóttir, 24.9.2008 kl. 17:18

3 Smámynd: JEG

Takk Renata !  Já ég vona að það sé ekki það versta í boði en þetta er eitthvað sem tekur alveg 6-8 vikur að jafna sig.

Takk Hulda !  Öss maður hann ætti nú ekki  annað eftir en að fara að blogga hahahaha..... nei honum finnst það nú tímabruðl hjá mér að rugla þetta en svona er maður klikk......   En svona er þegar maður fer að fikta í tölvum á gamalsaldri eða þannig en ég kunni ekki rass í bala og fór að fikta og blogga og læra á netið þar með.  En kann nú samt ekki neitt í balanum enn.

Knús á ykkur skvísur.

JEG, 24.9.2008 kl. 17:45

4 Smámynd: María Guðmundsdóttir

Til hamingju med strákinn thinn  

en leidinlegt med manninn thinn, uss..thad verdur aldeilis nóg hjá thér greyid mitt, vonandi gengur thetta bara allt sem best hjá thér skvís  knús og krammar hédan

María Guðmundsdóttir, 24.9.2008 kl. 17:58

5 Smámynd: Sólveig Kristín Gunnarsdóttir

GAngi ykkur vel, vona ad thetta hafist allt. Til hamingju med litlastrák

Sólveig Kristín Gunnarsdóttir, 24.9.2008 kl. 20:43

6 Smámynd: Anna Guðný

Innilega til hamingju með gaurinn þinn.

Leiðinlegt að heyra með eiginmanninn. Alltaf erfitt þegar svona kemur fyrir en hvað þá á þessum tíma árs. En hann getur þó hugsað um börnin

Gangi þér vel.

Anna Guðný , 25.9.2008 kl. 00:01

7 Smámynd: Tína

Betra er seint en aldrei en til hamingju með unga manninn í gær vinkona. Jú satt er það að tíminn líður ógurlega hratt. Mér finnst ég nýbúin að kasta þessum börnum í heiminn en er samt núna farin að innrétta herbergin þeirra í huganum fyrir þegar þau fara að heiman!!! Hvað er að frétta af bóndanum? Hvað kom út úr þessari myndatöku? Vona svo að hlutirnir fari nú að róast hjá þér elskan mín. Ég varð nú bara þreytt þín vegna við þennan lestur skilurðu.

Sendi þér tonn af krafti og hörku.

Tína, 25.9.2008 kl. 07:30

8 Smámynd: SigrúnSveitó

Síðbúin afmæliskveðja til lilla manns.

Jussus...ekki gott að heyra með bónda þinn...

Knús&kærleikur, S.

SigrúnSveitó, 26.9.2008 kl. 12:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband