Piparpúkar.....

Nú langar mig að spyrja ykkur sem lesið hér og kvittið ......já líka ykkur sem nennið ekki að kvitta ........og kvittið þá núna - s.s. svar óskast.  En þannig er mál með verki .....eða var það með vexti ????   Breytir litlu því ég er farin að hafa pínu verki með þessu vandamáli.  Svo ég komi mér nú að vanda málsins eða er það kjarni málsins .....?  Þá hætti Nói Síríus framleiðslu á Piparpúkum fyrir ca. 2 árum síðan og hvarf þá af markaði með vinsælli vörum sem keyptar voru í vegasjoppum landsins.  Sem og annarstaðar.  En ein af mínum uppáhalds marenstertum er einmitt Partýterta Púkanna.  Hrikalega góð.  Og í hana þarf einmitt Piparpúka til að fá rétta bragðið í karamelluna. 

Er til eitthvað sem maður getur notað í staðinn ??  Sem bragðast eins og Piparpúkar.

Ef svo er hvað er það og hvar fæst það ???????

Ég er ekki sú eina hér í sveit sem er illa spæld yfir þessum missi á Piparpúkunum.

En ég veit þó að það eru sennilega fleirri sem vilja Bláan Opal aftur !

n1409186302_70304_3256 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Guðný

Því miður get ekki hjálpað þér. Var aldrei hrifin af þessum púkum

Er fegin núna því annars væri ég í sömu hremmingum og þú

Gangi þér vel að finna staðgengla.

Anna Guðný , 5.1.2009 kl. 11:49

2 Smámynd: Renata

segi eins og Anna, jafnvel fer lengra og spyr hvað er píparpúki ?

stráðu bara smá pipar í deigið, hehehe...datt mér í hug líka að finna gamla umbúðir og lesa innihaldið, kannski dettur þér í hug eitthvað svipað.

Renata, 5.1.2009 kl. 12:26

3 Smámynd: JEG

Piparpúkar eru nammi.  Það er til Hlauppúkar - Ávaxtapúkar og perlupúkar.  Og er í pökkum eins og Opal.  Ég á því miður ekki umbúðir af svona svo ég veit ekki innihaldið in ditalies.  En góð hugmynd engu að síður og var að vona að einhver væir búinn að finna lausnina svo ég þyrfti ekki að vesenast neitt aukalega hahaha...

JEG, 5.1.2009 kl. 13:20

4 Smámynd: María Guðmundsdóttir

oh...ég át nú minn skammt af piparpúkum fordum...og já,lika bláum ópal..hvurslags rugl er ad hætta ad framleida thetta edalnammi??? en thvi midur thá er ég ekki soddan bakari ad ég geti hjálpad thér med thetta vandamál..en mikid vona ég ad verkirnir séu ekki slæmir...og ad einhver klár geti komid med reddingu hérna

knús og kram i sveitina

María Guðmundsdóttir, 5.1.2009 kl. 14:13

5 Smámynd: Guðrún Una Jónsdóttir

Ég man eftir þessum piparpúkum, þeir voru vinsælt nammi á mínu heimili. Mér dettur ekkert í hug sem gæti komið í stað þeirra enda er ég fremur uppfinningasljó eftir ævintýri næturinnar.....Vonandi tekst þér að búa til þessa köku samt. Kveðja frá Akureyris....

Guðrún Una Jónsdóttir, 5.1.2009 kl. 16:54

6 Smámynd: Sólveig Kristín Gunnarsdóttir

Hef aldrei heyrt um piparpúka. Thad eru svona spurningar, sem fá mig til ad fatta ad ég hef verid fjarri gódu gamni allt of lengi. Vona ad thér takist ad finna út úr thessu. kk. Solla

Sólveig Kristín Gunnarsdóttir, 5.1.2009 kl. 20:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband