11.1.2009 | 17:49
Fjármál......!
Jæja þá er maður orðinn skrambi vel að sér í fjármálunum og ef maður talar í tvískiljanlegu máli þá er önnin hálfnuð eða námskeiðið í þessum lestri. En útkoman á þessum fjárlestir var bara nokkuð bærilegur þó svo að útséð sé að það vanti nokkra rassa af fjalli. Sem útlegst sem hreint "tap" En það eru jú alltaf afskirftir á hverju ári en það jafnast upp með ásetningi. Skipin eru jú venjulega jöfn inn og út. En svo á sér jú alltaf stað þessi óviðráðanlegi þáttu.....tap af óviðráðanlegum orsökum og stuldur náttúrunnar. Fjárbókhaldið er enn ekki klárað enda þarf jú að klára aflestur fjármuna fyrst og yfirfara alla lista úr haustslátruninni til að allt stemmi nú.
Annars er bara svona þessi venjulegi Janúar fílingur .......biðin eftir vorinu og bjartari dögum. Gott í bili .....!
Hér eru Jónas og Gutti en hann er nýji villingurinn á heimilinu ......sem kallin á btw. En hann er Border Collie vel ættaður og fæddur um miðjan október.
Athugasemdir
Þú meinar. Það dugar auðvitað ekkert nema vel ættað á bóndann. En þeir eru flott saman , strákarnir.
Hafðu það gott í sveitinni dúllan mín
Anna Guðný , 11.1.2009 kl. 22:03
Ehhh skil þetta nokkuð enda var í sveit í eld gamla daga múhaha knús á liðið og algjört rassgat þessi hundur þarna og auðvita drengurinn en samt ekki rassgat bara dúlla
Guðrún Anna Frímannsdóttir, 12.1.2009 kl. 13:23
hihihi...frábært færsla
og Gutti æðislegur - svolitið stórt nú þegar er það ekki? Vonandi verður hann draumur í dós eins og okkar blendingur "wonabe" íslenskur fjárhundur hann Oddur Hiro.
Renata, 12.1.2009 kl. 16:33
Skil varla ord í thví sem thú ert ad segja, enda var ég aldrei svo heppin ad vera send í sveit sem barn. Held ad thad tengist thví.
Sólveig Kristín Gunnarsdóttir, 12.1.2009 kl. 23:52
oh ég elska border collý hunda gáfudustu hundar sem ég hef kynnst,átti einn fordum og sakna hans ennthá en segi eins og thú, er bara ad bida vors hérna og varla kominn janúar...en gott thid hafid thad gott i sveitinni, haldid thvi bara áfram.
knús og krammar hédan
María Guðmundsdóttir, 13.1.2009 kl. 14:43
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.