Gobblingar.

Nú er búið að taka undan merunum .....eða þeim sem komnar eru af fjalli.  En það vantar nokkur hross ennþá sem eru einhverstaðar lengst í rassgati.  Og þar eru 2 folöld.  Greyin er nú dáldið hnjúskótt þar sem veðráttan hefur ekki verið hin besta í haust og vetur .....endalausir umhleypingar og það fer jú illa í hrossin. 

Núna voru kallarnir að fara upp á sleðum til að svipast um eftir þessu hrossum sem vantar.  Það er nú vonandi að þeir finni allt á lífi sem vantar því það sást til 4 trippa efst í girðingunni við ánna og það er aldrei að vita hvað þessum kjánum dettur í hug.  En girðingin er jú svo stór að það er nóg pláss til að dvelja á.

Von

Þessi hefur fengið nafnið Von og er undan aðalmerinni sem kallinn á. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Guðný

Falleg er hún og fallegt nafn. Gangi ykkur vel að ná þeim af fjalli. Alltaf leiðinlegt að finna ekki dýrin.

Hafðu það gott ljúfan

Anna Guðný , 19.1.2009 kl. 15:50

2 Smámynd: JEG

Þeir fundu hrossin og þau voru í 2 hópum.  Trippin 4 saman lengst í rassi upp í horni.  Og merarnar og fleirri á öðrum stað.  Þeir komu með þetta niður en svo hljóp allt upp aftur þar sem hrossin á næsta bæ eru svo hrædd við sleðana.  Hér eru þau vön Sexhjólinu og því rólegri.  En við vonum að þau komi niður aftur þar sem þau vita nú af rúllunni.  Annars verður bara að sækja þau aftur.

JEG, 19.1.2009 kl. 17:41

3 Smámynd: María Guðmundsdóttir

 falleg og já, fallegt nafn. Gott thid fundud thau, vonandi skila thau sér aftur greyin.

Hafdu thad gott i sveit skvís, knús og krammar hédan

María Guðmundsdóttir, 20.1.2009 kl. 07:48

4 Smámynd: Renata

Fallegt nafn á fallega litla hryssu...

Hafðu það gott í sveitinni :)

Renata, 20.1.2009 kl. 12:48

5 Smámynd: Guðrún Una Jónsdóttir

Vona að hrossin finnist. Von er fallegt nafn og á vel við á þessum síðustu og verstu tímum. Kveðjur úr hjarta Norðurlands .

Guðrún Una Jónsdóttir, 20.1.2009 kl. 22:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband