Tannlæknaferð.

Farið var suður í gær með drengina til .  Gekk það vel og stóð sá litli sig með sóma meðan Tannsi skoðaði og hreinsaði tennurnar.  Sá stóri fékk "mega" hreinsun .....því nú er hann orðinn svo stór.  Laga þurfti smá í einum barnajaxli svo ekki yrði meira.  En holan var svo lítil að hún var greinilegt merki þess að kreppan hefur stöðvað Karíus og Baktus í því að flytja inn.  Enda húsnæði "dýrt" í dag og verða menn bara að sætta sig við það sem þeir hafa.  Svo fór sá stóri til pabba síns .....já ég gaf honum bara frí í skólanum enda prófin búin svo það er varla neitt sérstakt í gangi.  Allavega hefur mér ekki verið sagt það.  Svo fórum við Jónas um víðan bæ en það virtist vera sama hvert ég fór það kostaði mig bara tíma og vesen.  Svo ég er grútspæld bara.  Litli maðurinn rak á eftir manni og vildi drífa sig í Bónus svo hægt væri að klára að versla en hann vissi að það yrði farið á McDonald´s á eftir áður en lagt yrði af stað heim.

Jæja best að fara og gera eitthvað af viti eins og undirbúa bjúgnagerðina sem til stendur að fari í um helgina.  Já og kjötfars maður minn ummmm....... Tími til kominn enda farsið löngu uppselt í kistum heimilisins.

Caio.

vid jonas


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: María Guðmundsdóttir

gangi thér vel í bjúgna og kjøtfarsadgerdum æ hvad ég gæti bordad eins og einn pott af sodnum kjøtbollum med káli  krapp hvad ég sakna thess..med miklu bræddu smjørlíki!! ómæ...nú stoppa ég..

Gott ad Karri og Bakki séu ekki med løgheimili hjá thinum, theim er hent út greyjunum hvar sem their koma..ekki tekid út med sældinni ad vera their... en hafdu góda helgi, knús i sveitina

María Guðmundsdóttir, 22.1.2009 kl. 17:34

2 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

knús knús og ljúfar kveðjur

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 22.1.2009 kl. 17:54

3 Smámynd: SigrúnSveitó

Yyyyyyndisleg mynd af ykkur

Spennandi, bjúgna- og kjötfarsgerð, uppskriftir kannski????

Knús til þín mín kæra.

SigrúnSveitó, 22.1.2009 kl. 23:12

4 Smámynd: Fanney Björg Karlsdóttir

meiri dugnaðurinn alltaf hreint á þessu heimili........

en mikið lifandi skelfingar ósköp er þetta góð mynd af ykkur.....

Fanney Björg Karlsdóttir, 22.1.2009 kl. 23:36

5 Smámynd: Anna Guðný

Myndarleg húsmóðir eins og venjulega.

Gangi þér í bjúgnagerðinni

Hafðu það gott ljúfan

Anna Guðný , 23.1.2009 kl. 07:52

6 Smámynd: Guðrún Anna Frímannsdóttir

Duglegust elskan mín knús á ykkur

Guðrún Anna Frímannsdóttir, 23.1.2009 kl. 09:34

7 Smámynd: Brynja skordal

Brynja skordal, 23.1.2009 kl. 09:45

8 Smámynd: JEG

Já Sigrún kannski ég skelli þeim inn í næstu viku þegar fer að róast.  En þegar farsið er búið þá þarf að úrbeina 3 folöld ....nóg að gera sko.  Og svo klára fjárbókhaldið fyrir 1. feb. 

Knús á línuna 

JEG, 23.1.2009 kl. 10:36

9 Smámynd: Renata

Alltaf jafnduglegt í sveitaeldamensku, Jóna mín.

Myndir af ykkur er svo sæt aawwww...

knús til ykkar

Renata, 23.1.2009 kl. 14:43

10 Smámynd: Guðrún Una Jónsdóttir

Gætir þú ekki sent eitthvað af þessum húsmóðurgenum hingað til Akureyrar ???

Guðrún Una Jónsdóttir, 24.1.2009 kl. 08:23

11 Smámynd: JEG

ÆÆæjjj þið eruð æði.  Maður verður jú að bjarga sér þegar kreppir að og gera eins ódýrt fæði og unnt er.  Versta er að það þarf líka að taka til á eftir hehehehe...... Væri næs að eiga einn ræstitæknir inní skáp sem sæi um slíkt hehehe....

Uppskirftir koma síðar

JEG, 24.1.2009 kl. 10:38

12 Smámynd: Tína

Ææ hrikalega er þetta skemmtileg mynd af ykkur!!!!! Annars er það takmark hjá mér að kíkja í kaffi til þín einhvern tímann í sumar. Hvernig hljómar það?

Fer bráðum að verða dugleg aftur að kíkja á bloggið hjá þér, sem ávallt hefur verið hressandi fyrir sálina.

Skjáumst bráðum sætust

Tína, 25.1.2009 kl. 16:55

13 Smámynd: Vilhjálmur Óli Valsson

Þú ert rosaleg kæra frænka.

Hvað á það að þýða að tala um bjúgu og folaldkjöt hérna. Þú gerir mann brjálaðan, það lekur bara slef og garnirnar gaula

En síríúslí í alvöru þá panta ég eitt úrbeinað folald hjá þér ef þú vilt selja næst þegar slátrað verður og eitthvað er til umfram eigin neyslu

Kreppukveðja

Vilhjálmur Óli Valsson, 29.1.2009 kl. 14:49

14 Smámynd: Tiger

Jæja skottan mín, heimagerðar bjúgur bara ... bestu bjúgu sem hægt er að fá!

 Kisskiss og happy bjúgnagerð .. og kjötfarsgerð!

Tiger, 31.1.2009 kl. 14:59

15 identicon

Já bjúgu....eitthvað sem ég hef aldrei getað borðað því miður en krakkarnir mínir eru vitlaus í þau......Gott að koma tannlækninum frá.......ekkert smá krúsíleg mynd af ykkur......vildi að ég ætti frystikistu fulla af sveitagúmmelaði!! Öllu nema bjúgum

Sigrún Fjóla (IP-tala skráð) 1.2.2009 kl. 10:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband