Jæja bara kominn febrúar.

Ekki ber á öðru.  Mikið búið að vera að gera í matar og kjötstússi.  Eins hefur maður verið að grípa í blessað fjárbókhaldið en því átti að skila fyrir 1. feb.  Og það tókst.  En um síðustu helgi var loksins farið í að gera kjötfarsið og bjúgun en ekki vannst tími til að klára það fyrir jól enda nóg annað að gera.  Gerði líka smávegis af kjötbúðing líka.  Nú svo var keikt undir þessu í kofa nágrannans og skelltum við nokkrum sviðahausum í reykinn líka ummmm.... reykt svið eru ótrúlega góð.  Nú svo þar sem folöldin voru komin heim þá var ekki seinna vænna en að græja þau.  Og er maður búinn að vera á haus í að græja gúllas, snitzel og steikur.  En folaldakjötið slær flest út.  Svo verður 1 jálkur settur í tunnu og bjúgu.  Já meiri bjúgu.  En þar sem það er jú kreppa þá er um að gera að reyna að nýta þetta.  Og það kreppir að líka í heyforðanum svo það er ekki gáfulegt að vera að ala hross sem ekki eru nothæf.  Svo er næsta mál á dagskrá að taka hrútapjakkana úr svo ekki verði frjálsar ástir fram á vor.  Og ómerkingar í kippuvís sem koma af fjalli í haust.

Afmælisalda gengur yfir en það var farið í afmæli síðasta sunnudag.....um leið og Gunnar kom heim var leikskólaafmæli og það 2falt ......voða fjör og Guðveig sko alveg að fýla sig að fara í afmæli.  Nú svo var annað afmæli í gær en bara fyrir skólakrakkana.  Og var víst voða fjör en ég reddaði fari fyrir Gunnar svo gæti klárað kjöt og bókhaldsbaslið.  Svo líður að því að hér verið haldið afmæli.  Stóri gaurinn að verða 9 ára svo það þarf að halda smá teiti. 

Ææjjj svo er maður bara eitthvað svo andlaus hvað blogg varðar þessa dagana enda eins og allir þá er jú Fésið svo sniðugt og hentugt samskiptaform að maður hefur lítið verið að bloggast.  En ég er ekki hætt neitt að blogg svo hvort sem ykkur líkar betur eða verr þá held ég áfram.  En jæja best að fara og gera eitthvað af viti.

Ciao.

01012009_003


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: María Guðmundsdóttir

Veistu thad er svo frábær ad koma og lesa hér um lífid i sveitinni  thetta er eitthvad svo ólikt manns eigin lifi, svo fjarri thvi sem madur er vanur og eflaust á thetta vid um margt borgarbarnid sem les hjá thér. Bara thessi "1 jálkur settur í tunnu og bjúgu"   fékk mig einhvern veginn til ad skella hálfpartinn uppúr..já klikkalingurinn ég  sá bara fyrir mér greyid jálkinn ofani tunnunni,bidandi thess ad vera settur i bjúgun   en i almáttugs bænum,haltu áfram ad blogga,thad er sko ekki thad sama og fésid...thar er ég auddad lika...en geri allt adra hluti thar finnst mér..med allt ødru fólki.

Knús og kram i sveitina, hafid thad obboslega gott

María Guðmundsdóttir, 1.2.2009 kl. 12:37

2 Smámynd: JEG

Hahahaha...... hér hef ég líka reynt eftir framsa megni að vera findin.  Og það er ótrúlegt hvað hægt er að komast skemmtilega að orði stundum bara með því að tala í gömlu máli og tvíræðu.  Nkl....Fésið er eitthvað annað og þar nálgast maður menn og málefni með öðrum hætti.

KNús back too you mín kæra. 

p.s. það hefur lengi loðað við að trunturnar séu best geymdar í tunnum (með smá salti auðvitað) en gæðingar skulu dekraðir.

JEG, 1.2.2009 kl. 13:03

3 Smámynd: Tiger

  Heyrðu addna .. nú er ég orðinn helsvangur! Ég fer að koma í heimsókn til að borða sko ...

Annars, eins gott að þú haldir þig fast við bloggið - alltaf yndislega gaman að lesa þig og ég vil halda því áfram ..

Kreist og kram á þig ..

Tiger, 1.2.2009 kl. 14:25

4 Smámynd: JEG

Hahahaha..... já kannski ekki skrítið er soddan matmanneskja hehehe.....og slíkt fólk dregst oft saman   Enda gott að borða   og made in Sveitin klikkar ekki.

Takk fyrir hólið á bullinu mínu.  Og það er engin hætta á að ég sé að hætta þetta er svo gaman 

JEG, 1.2.2009 kl. 14:40

5 Smámynd: SigrúnSveitó

Hæ yndið mitt, kvitti kvitt fyrir innlitinu. Ég elska að lesa um sveitalífið hjá þér. Mér finnst þú alger snilli að kunna þetta allt. Ekta íslenskt kjarnorkukvendi!

Knús&kærleikur, S.

SigrúnSveitó, 1.2.2009 kl. 17:58

6 Smámynd: Guðrún Anna Frímannsdóttir

Dásamleg matarlist sem heltekur mann við að lesa hjá þér bloggið mín kæra. Ert svo dugleg. Knúsi knús

Guðrún Anna Frímannsdóttir, 1.2.2009 kl. 18:17

7 Smámynd: Renata

Það er alltaf gaman að lesa sveitabloggið hjá þér. Enda ert þú þvílikt viskubrunnur um sveitalíf ;)

 þúsund kossar

Renata, 1.2.2009 kl. 18:37

8 Smámynd: JEG

Æææjjj takk.  Þið eruð algerir gullmolar sjálf.  Manni líður stundum dáldið furðulega að lesa um allt sem þið eruð að gera því það er jú svo langt frá því að vera í líkingu við mitt líf.  En svona er sveitalífið ......kannski ekki allstaðar en allavega hjá mér.  Ég er alin upp við að nýta það sem maður hefur enda ekki alltaf fullir vasar af fé........nema þá meme með ullinni og öllu  Svo það kemur sér vel á þessum tímum að kunna að nýta það sem maður hefur við hendina.  Enda ég væri farin í gálgann ef ég ætti að kaupa allan mat ......þó svo það væri í Bónus.  Já barasta gjaldþrota.

Knús og kossar til baka þið dásamlegu bloggvinir. 

JEG, 1.2.2009 kl. 18:46

9 Smámynd: Anna Guðný

Nú fer hún Jóna okkar að roðna bara. Mér finnst líka alveg meiriháttar gaman að lesa þessi skrif þín. Kannast við svo margt úr minni sveit en málið er að mamma dó þegar ég var rétt rúmlega tvítug og var þá ekkert búin að læra neitt að alvöru þessi verk sem þú ert að skrifa um hér. Keep up the good work my dear.

Ég hef aldrei smakkað reykt svið, er að reyna að hugsa mér bragðið en get ekki.

Hafðu það gott ljúfan

Anna Guðný , 1.2.2009 kl. 22:04

10 Smámynd: JEG

Hihihihihi...... misjafn smekkur manna og kvenna.  En það gerir okkur jú spes.

JEG, 6.2.2009 kl. 11:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband