Afmæli framundan.

Jæja þá líður að því að frumburðurinn verði 9 ára eða þann 9 feb. og stendur til að halda smá teiti á sunnudaginn fyrir hann.  Ekki ætla ég nú að keppa við kellurnar í sveitinni með hlaðborðið .......enda á ég bara lítið borð fyrir veitingarnar svo það setur manni smá línur hvað varðar úrval og magn.  Var drengurinn því spurður hvað hann vildi hafa af veitingum í sínu afmæli ......þetta er jú hans dagur og til hvers að hafa fullt af tertum sem krakkarnir ekki borða.......?  Þetta er krakkaafmæli og því bera að stíla inn á þeirra smekk ekki satt.  En allavega þá valdi hann nkl það sama og ég hafði hugsað mér að hafa.  Þannig ég slepp vel hvað varðar bakstur.  Þarf ekki að baka nema 1 köku ....afmæliskökuna sjálfa hitt verður allt kalt, sætt eða heitt.  Það sem þarf þá bara að einbeita sér að í staðinn er að taka til og þrífa ........hummmm eins og það sé eitthvað skemmtilegra hahahahaha.....ónei.  En verður að gera engu að síður.  Svo nú skal bretta upp ermar.......eða þannig .......slepp vel alltaf í stutterma hihihihihi...... En einn gamall og góður til að lesa þar til næst.

Ætli það geti verið að þetta eigi við "fjárglæframenn" Íslands?

Að bera fé: Afklæða kind

Aflafé: Kindur sem stunda veiðiskap

Áhættufé: Fífldjarfar sauðkindur

Eigið fé: Kindur sem maður á sjálfur

Fégirnd: Afbrigðileg kynhneigð ( Að girnast sauðfé)

Fégræðgi: Að vera einstaklega sólginn í sauðaket

Féhirðir: Smali

Félag: Lag sem samið er um sauðfé

Félagi: Sá sem leggur lag sitt við sauðfé

Félegur: Eins og sauður

Féleysi: Þegar skorið hefur verið niður vegna riðuveiki

Fjárdráttur: Samræði við kind

Fjárhagur: Einhver sem er afar laginn við sauðfé

Fjárhirslur: Geymslur fyrir sauðfé

Fjárlög: Mörg lög sem samin eru um sauðfé

Fjármagn: Þegar margar ær koma saman

Fjármál: Tungumál sauðkinda/jarm- Tóndæmi

Fjármálaráðherra : Yfir smali

Fjármunir: Lausamunir í eigu sauðkinda

Fjárnám: Skóli fyrir kindur

Fjárplógsstarfsemi: Jarðyrkja þar sem sauðfé er beitt fyrir plóg

Fjársöfnun: Smalamennska

Fjárútlát: Þegar ærnar eru settar út á vorin

Fjárvarsla: Það að geyma kindur

Fjárveitingar: Þegar boðið er upp á sauðket í matarboðum

Fjáröflun : Smalamennska


 Lifið heil og njótið.

DSC00868

Afmælisbarnið.

(ekki ný mynd)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: María Guðmundsdóttir

já veistu ég er alveg komin á sama system med krakkaafmæli, bara i bodi thad sem krøkkum finnst gott,enda theirra partý..thad var i thá daga ad madur var med svoleidis hnallthórurnar og whatnot af thvi thad voru einhverjir fullordnir lika..ussumfruss..bara sleppa thessu..meira ad segja sleppa thrifunum lika..tekur thvi ekki..bara taka til og svo thrifa á eftir thvi gormarnir koma til med ad sóda allt út.. en gangi thér vel med allt saman, myndardrengur sem thú átt, til hamingju med hann ef thú bloggar ekki meira fyrr en eftir afmælid   psss, ekki vitlaus ordabókin hjá thér  knús og kram i sveitina

María Guðmundsdóttir, 6.2.2009 kl. 15:41

2 Smámynd: JEG

Ég sosum er nú ekki að gera einhver megaþrif en svona þurrka af og sonna .....ágæt ástæða að lyfta tuskunni og sveifla nokkra hringi  Bóna sko ekki enda sullast hellingur niður en rek Kalla könguló út og draslinu hans ásamt kanínubörnunum  Svo ef að fullorðnir mæta verða þeir bara að sætta sig við veitingarnar.....nú ef ekki þá geta þeir bara borðað heima hjá sér hahahahaha......

En jæja best að klára að hrista úr tuskunni

JEG, 6.2.2009 kl. 16:19

3 Smámynd: Guðrún Una Jónsdóttir

Gangi ykkur vel í barnaafmælinu og til hamingju með prinsinn sem brátt verður níu. Þetta er skemmtilegur aldur. Kveðja frá fyrrum fjármálaráðherra á Jökuldal : )

Guðrún Una Jónsdóttir, 7.2.2009 kl. 18:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband