9.2.2009 | 10:12
Frumburðurinn 9 ára í dag.
Jæja þá eru komin 9 ár síðan maður neyddist að leggjast inn á Landspítalann. Kl. 19:27 fæddist hann. 3.208 gr. og 47,5 cm. En hefur ekki gert annað en að stækka síðan þessi elska.
Við héldum afmælisveislu í gær. Fámenna og góðmenna enda er það oftast best. Og var gauinn sáttur og glaður með daginn. Svo verður pizzaveisla í kvöld .....en auðvitað fékk afmælisbarnið að velja hvað yrði í matinn.....
Verið að syngja fyrir afmælisbarnið.
En jæja þá er best að fara að undirbúa pizzapartýið.
Caio.
Athugasemdir
Til lukku með drenginn.
Og terturnar!!!! Ég slefa bara og slefa.
Þórhildur Daðadóttir, 9.2.2009 kl. 11:28
Takk takk.
Það er hellingur af afgöngum .....kíktu bara í kaffi
JEG, 9.2.2009 kl. 11:39
Innlitskvitt,Knús og kossar:=)
Linda Linnet Hilmarsdóttir, 9.2.2009 kl. 13:13
nami nammm kræsingar!!!
Til hamingju með elsta
óóó nú get ég ekki hugsað um annað en að mér langar í rækjubrauðtertu
Renata, 9.2.2009 kl. 14:42
gedveika hladbordid hjá thér skvís hefdi alveg verid til i smá smakk sko Innilega til hamingju med thennan flotta strák knús og kram i sveitina
María Guðmundsdóttir, 9.2.2009 kl. 15:02
Engin smá veisla.... til hamingju með drenginn...
Fanney Björg Karlsdóttir, 9.2.2009 kl. 17:56
Takk allir.
JEG, 9.2.2009 kl. 23:15
Flott afmæli, knúsaðu strákinn frá mér.
Hvað er þarna við hliðina á heita réttinum?
Hafðu það gott ljúfan
Anna Guðný , 10.2.2009 kl. 20:36
Vááá.....
Guðrún Una Jónsdóttir, 10.2.2009 kl. 22:15
TAkk geri það Anna mín. Við hliðina á heita .....í miðunni þá ....fjær ? Ég skal bara telja þetta upp.
Efri röð (fjær) f.h. Pizzasnúðar - Skyrréttur - Ofnréttur. Neðri röð (nær) f.h. Nammistafur (rískaka) - Afmæliskakan - Brauðterta.
JEG, 10.2.2009 kl. 22:28
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.